Vinnumarkaður

Fréttamynd

Skipaður for­stjóri Sjúkra­trygginga án aug­lýsingar

Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar.

Innlent
Fréttamynd

Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“

„Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þetta verður erfitt“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög.

Innlent
Fréttamynd

SA með helmingi stærri vinnu­deilu­sjóð en Efling

Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna.

Innherji
Fréttamynd

Staða Eflingar „af­skap­lega erfið“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“

Innlent
Fréttamynd

Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið

„Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Atvinnuleysi í desember 3,4 prósent

Skráð atvinnuleysi í desember var 3,4 prósent en var 3,3 prósent í nóvember. 6.448 voru atvinnulausir í desember að meðaltali; 3.616 karlar og 2.832 konur. 

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust

Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tilboð Eflingar óaðgengilegt

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tilboð Eflingar til samtakanna um gerð kjarasamnings sé óaðgengilegt og að því hafi verið lýst yfir á fundi í kjaradeilunni í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Himinn og haf sé á milli tilboðsins og þeirra kjarasamninga sem þegar hafi verið gerðir. Hann er hugsi yfir því að starfsmenn á opinberum vinnumarkaði séu í samninganefnd Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Jálisti - góð breyting á lögum um at­vinnu­réttindi út­lendinga

Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu.

Innlent
Fréttamynd

Leik­hús fá­rán­leikans

Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns

Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni.

Innlent
Fréttamynd

Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 

Innlent
Fréttamynd

Eigum að horfa meira til fram­kvæmda­stjóra­skipta og nýrra aðila í stjórn

„Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum

Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna.

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna reiknar með að Efling geri gagn­til­boð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 

Innlent
Fréttamynd

Lögðu fram samningstilboð til Eflingar

Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 

Innlent
Fréttamynd

Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga

„Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fögnum nýju ári, kveðjum þreytta frasa

Varla var blekið þornað á nýgerðum kjarasamningum á almennum markaði nú fyrir jólin þegar forystufólk í atvinnulífi, ritstjórar dagblaða og alþingismenn hófu hefðbundna áróðursherferð gegn „hinu opinbera“. Inntaki hennar mætti lýsa svo: Hagkerfinu er ógnað vegna komandi kjarasamninga á opinberum markaði og sérstaklega í ljósi óhóflegs launastigs opinberra starfsmanna. Opinber rekstur er dragbítur á verðmætasköpun og vegur að samkeppnishæfni fyrirtækja á almennum markaði. Fyrirtæki og starfsfólk á almennum vinnumarkaði skapa verðmæti fyrir samfélagið, annað en starfsfólk á opinberum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Brú yfir óvissutíma

Það blasir við hverjum sem sjá vill að Samtök atvinnulífsins geta ekki samið um aðrar og meiri launahækkanir en felast í þegar gerðum samningum. Í því myndi felast trúnaðarbrot gagnvart verkalýðsfélögunum sem þegar hafa samið og starfa um allt land en ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að verkalýðsfélög sem enn hafa ekki samið muni viðurkenna þessa óumflýjanlegu staðreynd.

Umræðan