Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Við karlmenn

Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill munur á við­brögðum við kyn­ferðis­of­beldi milli kyn­slóða

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, segir að nema megi ákveðinn kynslóðamun á viðbrögðum við fregnum af kynferðisofbeldi. Undanfarnar vikur hafa reynslusögur fólks af kynferðisofbeldi og -áreiti riðið yfir samfélagsmiðla og vakið mikla athygli. María segir margt benda til að við séum stödd í fjórðu bylgju femínisma og tengist hún að mörgu leiti tæknibreytingum og aðgengi að samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa stað­­fest alla send­endur

Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna.

Innlent
Fréttamynd

Fékk skilaboð frá nauðgara sínum sem stendur nú frammi fyrir handtöku

Lögregluþjónar í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum gáfu í dag út handtökuskipun gegn manni fyrir meinta nauðgun árið 2013. Nærri því átta ár eru síðan kona fór til lögreglunnar og sagði manninn hafa nauðgað sér en hann varð aldrei ákærður. Fyrir um ári síðan fékk hún skilaboð frá manninum sem hófust á orðunum: „Svo ég nauðgaði þér.“

Erlent
Fréttamynd

Konur þurfa bara að klæða sig meira

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur vakið hörð viðbrögð með ummælum sem hann lét falla um ástæður fjölda nauðgana í landinu. Ummælin lét hann falla í viðtali við blaðamann Axios.

Erlent
Fréttamynd

Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli

Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

19. júní: Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum

Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins.

Skoðun
Fréttamynd

Fáir glæpir al­var­legri en man­sal

Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum.

Skoðun
Fréttamynd

Móður veitt forsjá í forsjárdeilu

Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu.

Innlent
Fréttamynd

Átta mánaða fangelsi fyrir kyn­­ferðis­brot gegn ein­hverfum manni

Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur þyngir verulega dóm tveggja fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í heimahúsi í Reykjavík í febrúar 2017. Þá var mönnunum tveimur gert að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna hvor í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Dyggða­skreytingar­á­rátta á­hrifa­valda

Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri.

Skoðun
Fréttamynd

Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur

Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað vegna þátt­töku Ás­laugar og Víðis í „Ég trúi“

Kvartað var til um­boðs­manns Al­þingis yfir þátt­töku Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og Víðis Reynis­sonar, yfir­lög­reglu­þjóns al­manna­varna, í mynd­bandinu „Ég trúi“, sem hlað­varpið Eigin konur gaf út til stuðnings þol­endum of­beldis.

Innlent
Fréttamynd

Auður tekur ekki þátt í upp­setningu Rómeó og Júlíu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu.

Menning
Fréttamynd

UN Wo­men fjar­lægir allt markaðs­efni með Auði

UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

„Löngu kominn tími á að karlar taki þessa vakt“

„Það er lífseig mýta að gerendur í kynferðisbrotamálum séu svona „vondu kallar“, hálfgerð skrýmsli. Þessi skrýmslavæðing gerenda gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að horfast í augu við að gerendur kynferðisbrota eru yfirleitt bara venjulegt fólk.“ 

Lífið