Danski boltinn

Fréttamynd

Orri fær mikið lof eftir frá­bæra byrjun

Orri Steinn Óskars­son, fram­herji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sér­fræðingum um dönsku úr­vals­deildina eftir mjög svo góða byrjun á tíma­bilinu í gær­kvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaup­manna­hafnar á Lyng­by í fyrstu um­ferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammi­staðan sýnir það og sannar af hverju stór fé­lög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Ís­lendingnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Grun­laus Ægir Jarl biðst af­sökunar

Ó­­hætt er að segja að dvöl knatt­­spyrnu­­mannsins Ægis Jarls Jónas­­sonar, hjá nýja fé­lagi hans AB, fari brösug­­lega af stað. Sak­­laus vera hans sem á­horf­andi á leik Lyng­by og FC Kaup­manna­hafnar í dönsku úr­­vals­­deildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarð­veg hjá stuðnings­­mönnum AB.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn byrjaði á marki í Ís­lendinga­slagnum

Lyngby tók á móti FC Kaupmannahöfn í 1. umferð dönsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliðum liðanna og Orri Steinn Óskarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-0 sigri gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Teitur seldur til Preston

Enska knattspyrnufélagið Preston North End tilkynnti í dag um kaup á Skagamanninum eftirsótta Stefáni Teiti Þórðarsyni, frá danska félaginu Silkeborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Emilía Kiær danskur meistari með Nord­sjælland

Það var boðið upp á Íslendingaslag í dag þegar danska úrvalsdeildin í knattspyrnu var leidd til lykta með viðureign Bröndby og Nordsjælland en Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland voru með tveggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn.

Fótbolti