Miðflokkurinn

Fréttamynd

Brugðið eftir alvarlegar hótanir

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 

Innlent
Fréttamynd

Mið­­flokkurinn aldrei staðið tæpar

Mið­flokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi sam­kvæmt nýrri Maskínu­könnun sem gerð var fyrir frétta­stofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíal­istar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Sundabraut - pólitískur ómöguleiki?

Þrátt fyrir mikla efnahagslega niðursveiflu nýtur íslenska ríkið nú betri kjara en áður. Það er afleiðing þeirra róttæku efnahagsaðgerða sem ráðist var í á árunum 2013-16 undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins. Þessa stöðu á að nýta til að byggja upp innviði landsins, ekki hvað síst í samgöngum. En þá skiptir öllu máli að forgangsraða rétt og ráðast í hagkvæmar framkvæmdir þar sem þörfin er mest.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskur land­búnaður: Já eða nei?

Í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut 3. september síðastliðinn kom Arnar Sigurðsson víninnflytjandi í viðtal og ræddi landbúnaðarmál. Margt var þar í hans tali umhugsunarvert og gott en þó vantaði líka að mínu mati, mikið á hans nálgun á efnið.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna

Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Ó­gæfu­för Há­lendis­frum­varpsins

Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­geð­felldar á­rásir á starfs­menn Út­lendinga­stofnunar

Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki.

Skoðun
Fréttamynd

„Sannfærður um að þessi leið muni virka“

„Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram flestar þjóðir og gert sem mest úr þeim. Við erum ein stór fjölskylda og ef allir fá að taka þátt þegar vel gengur þá hafa allir hvata til þess að byggja upp og við þurfum að nýta okkur það.“

Innlent
Fréttamynd

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

„Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­mál eru kosninga­mál

Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eiga börnin okkar að búa?

Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíalistar og Miðflokkurinn á svipuðu róli

Engar marktækar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna á milli mánaða nema Sósíalistaflokksins í nýrri skoðanakönnun Gallup. Flokkurinn mælist nú með tæplega sjö prósenta fylgi, jafnmikið og Miðflokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök Sigmundar Davíðs óþolandi

Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök virkjanasinna hér á Íslandi, um að aukin álframleiðsla hér á landi minnki losun, algjörlega óþolandi. Þetta sagði framkvæmdastjórinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði haldið þessu fram á landsfundi Miðflokksins. Þau mættust í Sprengisandi ásamt umhverfisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Betur sjá augu en auga

Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hrátt hakk í gær en græn­metis­dagur hjá Sigmundi í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi.

Lífið
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Listi Mið­flokksins fær blendnar við­tökur: „Þar skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn“

Nýsamþykktur framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur vakið nokkra athygli og vafalaust komið mörgum talsvert á óvart. Enginn annar listi frá flokknum hefur fengið eins mikil viðbrögð á Facebook-síðu hans, þar sem listarnir eru kynntir, og er hann jafnframt sá eini sem hefur hlotið neikvæðar viðtökur meðal stuðningsmanna flokksins á þeim miðli.

Innlent