Ástin og lífið

Fréttamynd

Kol­féll fyrir Amsterdam og hollenskum strák

„Eins mikið og ég elska Ísland þá var ég mjög meðvituð um hvað við erum lítið og frekar einangrað land,“ segir heilsu- og vinnusálfræðingurinn Hildur Guðmundsdóttir sem er búsett ásamt hollenskum kærasta sínum í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fundu ástina 2024

Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Að kúpla okkur frá vinnu um jólin

Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Frægir fjölguðu sér árið 2024

Það er alltaf mikið gleðiefni þegar nýtt líf kemur í heiminn og má segja að árið 2024 hafi verið mikið barnaláns ár hjá þjóðþekktum Íslendingum. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu og Vísir greindi frá.

Lífið
Fréttamynd

Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson útskrifaðist sem málari frá Byggingatækniskólanum þann 18. desember síðastliðinn. Nýverið stofnaði hann málarafyrirtækið GG9 Málun og virðist blómstra í faginu.

Lífið
Fréttamynd

Kári og Eva eru hjón

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, eru hjón. Gengið hefur verið frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni.

Lífið
Fréttamynd

Haf­dís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, segist ekki ætla að svara tíðum spurningum frá fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Henni hafa borist yfir tvö hundruð spurningar um sama málið á skömmum tíma. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“

„Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona.

Lífið
Fréttamynd

Orði gagn­rýni eins og þeir vilji að makinn orði hana

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn.

Lífið
Fréttamynd

Dóttur­dóttir Bjarna Ben komin með nafn

Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Erla Margrét. 

Lífið
Fréttamynd

Ein­hleypan: „Já­kvæð, hress og metnaðar­gjörn“

„Ég væri til í að fara á aktívt stefnumót, gera eitthvað sem kemur adrenalíninu af stað og enda svo á góðum mat og með því. Það skiptir mig samt ekki öllu máli hvað er gert, heldur að það sé gaman með áhugaverðri manneskju,“ segir Halla Björg Hallgrímsdóttir í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Selena komin með hring

Hollywood stjarnan Selena Gomez og tónlistarmaðurinn Benny Blanco eru trúlofuð. Þetta hafa þau tilkynnt með pompi og prakt á samfélagsmiðlum þar sem þau sjást himinlifandi með hringa á höndum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hélt svo inni­lega að það væri stelpa“

„Ég komst í mikið tilfinningalegt uppnám þegar við komumst að kyni barnsins okkar, því ég hélt svo innilega að það væri stelpa, sem breyttust fljótt í gleðitár yfir litlum bróður, Kristín Pétursdóttir, flugfreyja hjá Icelandair og leikkona, sem á von á dreng með kærasta sínum Þorvari Bjarma Harðarsyni handboltadómara. 

Lífið
Fréttamynd

Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum

„Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar sem ég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða,“segir Þorbjörg Kristinsdóttir, áhrifavaldur og kennaranemi, í samtali við Makamál, um samband hennar og Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar knattspyrnumanns og fyrirtækjaeiganda.

Lífið
Fréttamynd

Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding

Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu birtu fyrstu myndirnar af sér og nýja kærastanum, Rob Holding varnarmanni Crystal Palace á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar má sjá þau njóta lífsins, meðal annars í göngutúr.

Lífið
Fréttamynd

Vala Ei­ríks og Óskar orðin for­eldrar

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, eignuðust frumburð sinn þann 5. desember síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið
Fréttamynd

Mari sló met í eggheimtu

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Halla Vil­hjálms á lausu

Halla Vilhjálmsdóttir Koppel, leikkona og verðbréfamiðlari, er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr hjónabandi hennar og Harry Koppel. Saman eiga þau þrjú börn.

Lífið