Viðskipti

Fréttamynd

Síminn fyrstur á Íslandi með WiMAX tækni

Síminn býður viðskiptavinum sínum aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar Internetteningar. Nú þegar er þessi þjónustu í tilraunarekstri fyrir sumarhúsasvæði í Grímsnesi. Í tilkynningu segir að Síminn sé fyrst fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á þessa tækni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Thai Airways íhugar að hætta við kaup á risaþotu

Wallop Bhukkanasut, einn af æðstu stjórnendum taílenska ríkisflugfélagsins Thai Airways, segir tafir á afhendingu A380 risaþotum flugfélagsins hafa orðið til þess að flugfélagið verði að endurskoða langtímaáætlanir sínar. Svo getur farið að flugfélagið falli frá kaupum á risaþotunum.

Erlent
Fréttamynd

Góð afkoma hjá Atorku Group

Fjárfestingafélagið Atorka Group skilaði rúmlega 555 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Félagið skilar uppgjöri sínu í tvennu lagi: Uppgjöri móðurfélags og samtæðu Atorku Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðaverð lækkar á höfuðborgarsvæðinu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,2% á milli september og október. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðaverð hafi verið sveiflukennt að undanförnu, bæði hækkað og lækkað á víxl á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

House of Fraser óskar eftir afslætti frá birgjum

Framkvæmdastjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser (HoF) mun í næstu viku senda birgjum bréf þar sem þess er óskað að versluninni verði veittur afsláttur á vörum auk þess sem greiðslufrestur verði lengdur. Kaupum Baugs og fleiri fjárfesta á HoF lauk í síðustu viku en heildarfjármögnun nemur 77 milljörðum króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefnt að skráningu Teymis í Kauphöllina

Stofnfundur fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. var haldinn í morgun. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Stjórnarformaður félagsins er Þórdís J. Sigurðardóttir en forstjóri Teymis er Árni Pétur Jónsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Starbucks

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks, sem er ein sú stærsta í heimi, skilaði 117,3 milljónum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 8,2 milljarða íslenskra króna, sem jafnframt er 5 prósentum minni hagnaður en keðjan skilaði fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóraskipti hjá Iceland Express

Matthías Imsland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Matthías mun sinna starfinu tímabundið ásamt öðrum störfum fyrir eignarhaldsfélagið Fons ehf. Matthías er stjórnarformaður sænska ferðarisans Ticket og breska flugfélagsins Astreaus og situr hann einnig í ýmsum stjórnum stórfyrirtækja fyrir Fons ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Ásgeir nýr stjórnarformaður 365

Ákveðið var á hluthafafundi Dagsbrúnar í dag að félaginu verði skipt upp í tvö félög: fjölmiðlahluta 365 og Teymi, sem snýr að upplýsingatækni- og fjarskiptahluta félagsins. Stjórnin hefur kosið formenn og verður Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður fjölmiðlahlutans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipt um stjórnarformann í Icelandic Group

Stjórnarformannsskipti hafa átt sér stað í Icelandic Group. Í tilkynningu frá félaginu segir, að í ljósi breytinga á eignaraðild að félaginu hafi Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður, ákveðið eftir stjórnarfund í gær að láta af embætti. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Magnús Þorsteinsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ná ekki væntingum

Uppgjör Icelandic Group fyrir þriðja ársfjórðung var undir væntingum stjórnenda félagsins, þótt ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til séu að byrja að bera árangur. Hagnaður nam 84 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) 1.202 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankastjóri þiggur landbúnaðarstyrki

Björn Wahlroos, þriðji ríkasti maður Finnlands og forstjóri fjármálasamsteypunnar Sampo Group, er einn stærsti þiggjandi landbúnaðarstyrkja frá finnskum stjórnvöldum samkvæmt upplýsingum sem Halikko, sveitarfélagið hans, lét finnska útvarpinu í té.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa meira í HB Granda

Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alfesca ofar vonum

Afkoma Alfesca á fyrsta fjórðungi reikningsárs síns var neikvæð um 1,8 milljónir evra, sem svarar til 161,6 milljóna íslenskra króna. Er það nokkuð betri afkoma en meðaltalsspá greiningardeilda bankanna sem hljóðaði upp á um 215 milljóna króna tap.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reader's Digest skiptir um eigendur

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum og er talið að 80 milljónir manna lesi það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dagsbrún sendir frá sér afkomuviðvörun

Dagsbrún sendi í dag frá sér afkomuviðvörun vegna níu mánaða uppgjörs. Stjórn fyrirtækisins hefur jafnframt ákveðið að ganga til viðræðna við hugsanlega kaupendur á meirihluta hlutafjár í Daybreak Acquisitions, móðurfélagi Wyndeham press Group PLC, sem er þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands.

Innlent
Fréttamynd

Flaga skilaði tapi

Flaga Group tapaði 107.000 bandaríkjadölum eða 7,5 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um 800.000 dali eða 56 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilboð MAN í Scania fellt

Sænski fjárfestingasjóðurinn Investor AB, felldi nú síðdegis yfirtökutilboð þýsku vöruflutningaframleiðendanna hjá MAN í sænsku vörubílasmiðju Scania, sem MAN lagði fram í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma Alfesca yfir væntingum

Matvælafyrirtækið Alfesca skilaði 1,8 milljóna evra tapi á síðasta rekstrarári, sem hófst í júlí í fyrra en lauk í enda júní. Þetta svarar til 161,6 milljóna íslenskra króna samanborið við 3,3 milljónir evra eða 296 milljóna króna tap í fyrra. Afkoman er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda sem spáðu að tapið myndi nema rúmum 215 milljónum króna eða 2,4 milljónum evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala neysluverð lækkaði vestanhafs

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í október. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar en helsta ástæðan er verðlækkun á eldsneytisverði og raforkuverði. Þetta er meiri lækkun en greiningaraðilar bjuggust við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

MAN gerir óvinveitt tilboð í Scania

Þýski vörubílaframleiðandinn MAN gerði í dag óvinveitt yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðilann Scania. Tilboðið er óbreytt frá upphaflegu yfirtökutilboði, sem MAN gerði í Scania í september. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen, sem er stærsti hluthafinn í bæði MAN og Scania segir fyrirtækin verða að taka ákvörðun um næstu skref á morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist á evrusvæðinu í september. Þetta er jafnframt annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan lækkar á milli mánaða en verðbólgan hefur ekki mælst minni síðan í febrúar árið 2004.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Smásöluverslun jókst umfram væntingar

Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,9 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar. Þetta er þrisvar sinnum meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með enda talsverð aukning frá því í september en þá dróst velta í smásöluverslun saman um 0,4 prósent á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Euronext jókst um 8 prósent

Hagnaður samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext nam 92,28 milljónum evra, um 8,4 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæplega 8 prósenta meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í júlí síðastliðnum og lét þar með af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi undanfarin fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Með Windows í gemsanum

Windows Mobile heitir ný lausn fyrir viðskiptavini Vodafone sem gerir þeim mögulegt að fá Windows-umhverfið í GSM síma. Með Windows Mobile er hægt með einföldum hætti að sækja tölvupóst, dagbók, tengiliða- og verkefnalista, auk þess að nota MSN í símtækinu.

Viðskipti erlent