Viðskipti

Fréttamynd

Ísland vænlegur kostur fyrir erlenda fjárfesta

Ísland er þriðja vænlegasta land í heimi fyrir erlenda fjárfesta að mati bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Á undan Íslandi á listanum er Danmörk, sem trónir á toppnum, og Finnland. Á eftir Íslandi koma Bandaríkin og Bretland en á botninum situr Haítí, rétt fyrir neðan Laos og Angóla.

Innlent
Fréttamynd

Bílanaust kaupir Olíufélagið

Núverandi hluthafar og stjórnendur Bílanausts, ásamt öðrum fjárfestum, hafa keypt allt hlutafé í Olíufélaginu fyrir hátt í 20 milljarða króna. Með í kaupunum er eignarhluti Olíufélagsins í Olíudreifingu sem og þjónustustöðvar og flestar aðrar fasteignir í rekstri Olíufélagsins. Olíufélagið og Bilanaust verða í eigu nýs eignarhaldsfélags og verður velta þess á árinu 2006 um 26 milljarðar króna. Íslandsbanki hafði umsjón með söluferlinu. Hinir nýju eigendur skilja fjárfestingarfélagið Ker eftir með hugsanlegar sektargreiðslur vegna samráðs olíufélaganna um verðlagningu.

Innlent
Fréttamynd

Dagsbrún skilar 700 milljóna króna hagnaði

Dagsbrún, sem á 365 miðla og þar með NFS, keypti í dag allt hlutafé Senu. Ársuppgjör félagsins var einnig birt í dag en samkvæmt því skilaði Dagsbrún liðlega 700 milljóna króna hagnaði eftir skatta.

Innlent
Fréttamynd

Kaupverð um 3,6 milljarðar króna

Dagsbrún hf. hefur skrifað undir samning um kaup á öllu hlutafé Senu, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, tónlist og kvikmyndir, bíórekstur, hljóðver, tónlistarveitan tónlist.is og allur annar rekstur Dags Group sem heyrir undir afþreyingarsvið. Kaupverð er um 3,6 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 1,2 milljarða

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 1,2 milljarða króna í janúarmánuði og nam hann 68,5 milljörðum króna í lok mánaðarins. Aukning gjaldeyrisforðans er tilkomin vegna reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Baugur vill kaupa Thorntons

Baugur hafi augastað á breska smásölufyrirtækinu Thorntons sem rekur súkkulaðiverslanir. Talið er að forsvarsmenn Baugs sjái þar mögleika á samstarfi milli Thorntons, te og kaffiverslana Whittards of Chelsea, sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, og heilsuverslanna Julians Graves, sem Baugur á meirihluta í.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki og Landsbanki hækka vexti

Íslandsbanki og Landsbankinn hafa farið að fordæmi KB banka og hækkað vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum. Hækkun allra bankanna nemur um það bil 0,25 prósentustigum og allir segjast þeir hafa hækkað vexti vegna þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Bankar veikari en uppgjör benda til

Tvö erlend greiningar­­fyrirtæki gagnrýna láns­hæfis­mat íslensku bank­anna í nýjum skýrsl­um og telja hana eiga að vera skör lægri. Gengis­hagnaður er sagður gera það að verkum að staða þeirra sé veikari en upp­gjör þeirra benda til. Bankarnir segja af­komuna góða þótt gengis­hagn­aður sé ekki tal­inn með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður Íslandsbanka

Íslandsbanki kynnti í dag uppgjör sitt fyrir árið 2005. Var hagnaður fyrirtækisins rúmir nítján milljarðar eftir skatta og arðsemi eigin fjár 30 prósent. Hagnaðurinn jókst um 60 prósent á milli ára en var 12 milljarðar árið 2004. Fyrirtækið skilaði skatttekjum upp á um 4,3 milljarða til ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Þrír bankar hagnast yfir 100 milljarða

Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri. Samanlagður hagnaður þeirra þriggja stóru banka sem birt hafa afkomutölur sínar í fyrra nemur meira en hundrað milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn hagnaðist um 25 milljarða í fyrra

Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári, úr 12,7 milljörðum króna í 25 milljarða. Í afkomutilkynningu frá bankanum kemur enn fremur fram að hreinar vaxtatekjur hafi numið 22,9 milljörðum króna samanborið við 14,7 milljarð króna á árinu 2004 og jukust þær um 56 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Högnuðust um 80 milljarða samanlagt

Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Högnuðust um 27 milljarða króna

Straumur-Burðarás hagnaðist um nær 27 milljarða króna á síðasta ári, þar af er nær helmingur hagnaðarins tilkomin af síðustu þremur mánuðum síðasta árs.

Innlent
Fréttamynd

Iceland Express komið í sölu

Söluferli á flugfélaginu Iceland Express er hafið og eru væntanlegir kaupendur búnir að fá útboðsgögn í hendur. Að sögn Sigurjóns Pálssonar hjá KB Banka eru áhugasamir kaupendnur vel á anna tug og meirihluti þeirra séu innlendir aðilar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gullgrafaraæði grípur um sig í FlyMe

Það rignir inn tilboðum frá einstaklingum, segir verðbréfamiðlari um sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe en íslenskir fjárfestar, smáir sem stórir, hafa streymt inn í félagið að undanförnu samkvæmt upplýsingum Markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis kaupir Fako allt

Actavis hefur keypt 11 prósenta hlut í tyrkneska samheitalyfjafyrirtækinu Fako fyrir 20,4 milljónir Bandaríkjadala. Fako er nú að fullu í eigu Actavis, en í desember 2003 keypti Actavis 89 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 63 milljónir dala.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun á Avion við skráningu

Verðmæti Avion Group jókst um tæpa tuttugu milljarða króna á fyrstu mínútunum eftir opnun Kauphallar Íslands í morgun. Avion er lang stærsta fyrirtækið sem skráð hefur verið í Kauphöllina en skráning þess hófst þar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Næst lægst verðbólga hér

Pólland er eina ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem verðbólga er lægri en á Íslandi samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan mælist samkvæmt þessu eitt prósent á Íslandi frá desember 2004 til desember 2005 en 0,8 prósent í Póllandi.

Innlent
Fréttamynd

28 milljarða hagnaður Baugs

Baugur Group hagnaðist um 28 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Þar af eru fimmtán milljarðar króna í formi innleysts hagnaðar. Eignir Baugs í árslok voru bókfærðar á 145 milljarða króna og eigið fé var 62,9 milljarðar.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkar

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um tvö komma sextíu og eitt prósent í dag. En hlutabréf fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni hafa hækkað hratt frá áramótum eða um tíu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Össur kaupir Innovation Sports

Össur hf. hefur fest kaup á bandaríska stuðningstækinu Innovation Sports, Inc. og er kaupverðið fyrir 38,4 milljónir Bandaríkjadala eða hátt í 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Össuri vegna kaupanna segir að Innovation Sports sé forystufyrirtæki á sviði þróunar og framleiðslu á liðbandaspelkum. Össur tekur við rekstri Innovation Sports frá og með deginum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir fjárfestar kaupa tíunda stærsta banka Lettlands

Íslenskir fjárfestar, þar á meðal félag í eigu forstjóra Norvíkur, hafa fest kaup á ráðandi hlut í tíunda stærsta banka Lettlands, Lateko-banka. Eignir hans nema 30 milljörðum króna og hjá honum starfa 550 manns. Bankinn rekur skrifstofur í Lundúnum og Moskvu.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk erfðagreining kaupir Urði Verðandi Skuld

Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður eykst um 135%

Hagnaður 16 helstu félaganna í Kauphöll Íslands, fyrir utan KB banka, eykst um 135% á milli áranna 2004 og 2005 að mati Greiningadeildar KB banka. Í spá bankans er gert ráð fyrir mun minni aukningu á árinu 2006.

Innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa í deCode hækkuðu

Gengi bréfa deCode hækkuðu talsvert á NASDAQ-markaðinum í Bandaríkjunum í dag. Hækkunina má rekja til yfirlýsingar fyrirtækisins um að tekist hafi að einangra erfðabreytileika sem eykur hættu á sykursýki.

Innlent
Fréttamynd

Pálmi eykur hlut sinn í Ticket

Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Fons, heldur áfram að kaupa í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket en samkvæmt sænska viðskiptablaðinu Näringsliv 24 á hann nú yfir fimmtungshlut í fyrirtækinu.

Viðskipti innlent