Viðskipti

Fréttamynd

Hagnaður hjá Kögun

Hagnaður Kögunar eftir skatta nam 434 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er aukning um 91% frá sama tímabili 2004. Kögun samanstendur af Verk- og kerfisfræðistofunni hf., Kögurnesi ehf., Ax hugbúnaðarhúsi hf., Huga hf., Landsteinum Streng hf., Skýrr hf., Teymi hf. og Opnum kerfum Group Holding ehf.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og fór yfir 4,800 stig, sem er enn eitt metið. Hækkun varð á flestum fyrirtækjum, en þau sem lækkuðu, lækkuðu mjög lítið.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn kaupir írskt verðbréfafyrirtæki

Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni varð hærri í gær en nokkru sinni fyrr og var 4,753 stig við lokun markaðarins. Hún hefur hækkað um rösklega 41 prósent frá áramótum. Haldist þessi hækkun verður þetta fjórða árið í röð sem úrvalsvísitalan hækkar um yfir 40 prósent, en úrvalsvísitalan endurspeglar gengi 15 stærstu hlutafélaganna í kauphöllinni.

Innlent
Fréttamynd

Vísitalan aldrei verið hærri

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sló enn eitt metið í gær. Vísitalan endaði í 4.753 stigum, en fyrra met vísitölunnar var 4.748 stig. Vísitalan er samsett úr gengi fimmtán stærstu og veltumestu hlutafélaganna í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriðji ársfjórðungur sá besti í sögu Actavis

Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis nam 1,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og er sá besti í sögu fyrirtækisins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá því. Hagnaðurinn jókst um nær tvo þriðju miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður félagsins fyrstu níu mánuði ársins, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam rúmum 6,9 milljörðum króna miðað við 6,2 milljarða á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn kaupir evrópskt verðbréfafyrirtæki

Landsbankinn hefur fengið leyfi til að kaupa evrópska verðbréfafyrirtækið Kepler Equities, en það hét áður Julius Bår Brokerage. Landsbankinn gerði tilboð í fyrirtækið í semptember og voru kaupin háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila í Frakklandi, Sviss og á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Baugur kaupir skartgripaverslanir

Baugur Group er að ganga frá kaupum á breskri verslunarkeðju sem rekur á fjórða tug skartgripaverslana undir nafninu Mappin & Webb og Watches of Switzerland.

Innlent
Fréttamynd

Landsbanki hækkar vexti á íbúðalánum

Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir þá ákvörðun Landsbankans að hækka vexti íbúðalána skynsamlega. Bankinn hækkar vexti sína í 4,45 prósent úr 4,15 prósentum. Hækkunin hefur ekki áhrif á eldri lán en hækkar greiðslur nýrra lána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist aftur vegna skuldabréfaútgáfu

Krónan styrktist á ný í gær,eftir að hafa lækkað nokkra daga í röð. Ástæðan er sú að þýski ríkisbankinn gaf út skuldabréf í íslenskum krónum upp á þrjá milljarða króna, en hlé hefur verið á slíkri útgáfu frá upphafi mánaðarins. Þessi útgáfa, sem hófst fyrir nokkrum vikum, er komin upp í 114 milljarða króna. Hækkunin á krónunni í gær nam 0,5 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi á bréfum FL Group

Fagfjárfestar sýndu nýju hlutafé í FL Group mikinn áhuga. Allir helstu lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir tóku þátt í útboðinu og skráðu sig alls fyrir 33,6 milljörðum króna. Hannes Smárason segir þetta mikla traustsyfirlýsingu til handa stjórnendum félagsins, en eftir útboðið verður eigið fé FL Group 66 milljarðar króna sem geri það að stærsta fjárfestingarfélagi landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengisvísitala veiktist um eitt prósent í gær

Gengisvísitala krónunnar veiktist um eitt prósent í gær og fór í 102,8 stig. Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að lækkunin eigi ekki að koma neinum á óvart. Um litla breytingu sé að ræða en krónan hafi verið mjög sterk undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Átta fyrirtæki hækka umfram Úrvalsvísitölu

Það sem af er fjórða ársfjórðungi hefur Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkað um eitt prósent. Átta félög hafa hækkað umfram vísitöluna og hefur Össur leitt hækkunina með tæplega sextán prósenta hækkun. Þetta kemur fram í Greiningu Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu innherjamál skoðuð

Tólf fyrirtæki voru beitt fjársektum af Fjármálaeftirlitinu á síðasta starfstímabili vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Alls voru 30 mál rannsökuð sem vörðuðu ákvæði um rannsóknar- og tilkynningarskyldu innherja fyrirtækja og skil á innherjalistum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjú fyrirtæki Atorku sameinast

Um næstu áramót munu þrjú fyrirtæki Atorku Group sameinast, en það eru fyrirtækin Austurbakki, Icepharma og Ismed, sem öll starfa á sviði heilbrigðismála og verður nýtt nafn fyrirtækisins Icepharma hf. Velta nýja félagsins er áætluð um 4 milljarðar króna. Forstjóri þess verður Margrét Guðmundsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Austurbakka hf. Atorka Group hefur á undanförnum árum fjárfest í fyrirtækjum á sviði heilbrigðismála.

Innlent
Fréttamynd

Skuldabréfaútgáfa rúmir 111 milljarðar

Engir erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum síðan fyrir viku, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Íslandsbanka. En þá gaf Kommunalbanken í Noregi út út þriggja milljarðar skuldabréf til fimm ára.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignaverð hækkaði mest í Garðabæ

Fasteignaverð í Garðabæ hækkaði um fimmtán prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, meira en nokkurs staðar annar staðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

700 nýjar íbúðir

Um 700 íbúðir munu rísa frá slippasvæðinu við Mýrargötuna í vestri til nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss í austri á næstu fimm árum að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagráðs Reykjavíkurborgar. "Þetta mat byggir á þeim skipulagsáætlunum sem við höfum fyrir okkur; lykilverkefnum sem eru ýmist á lokastigi eða í undirbúningi."

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KR-áskorun tekin af heimasíðunni

Áskorun á heimasíðu KR, þar sem formaðurinn Guðjón Guðmundsson, hvetur KR-inga til að greiða Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa og Benedikt Geirssyni starfsmanni ÍSÍ atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna sem hófst í dag, hefur verið fjarlægð af heimasíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Útfæði erlends gjaldeyris frá landinu

Talsvert útflæði erlends gjaldeyris var frá landinu í september síðastliðnum. Stafar það aðallega af erlendum verðbréfakaupum innlendra aðila. Einnig má gera ráð fyrir aukinni sölu íslenskra skuldabréfa til erlendra aðila á næstu misserum.

Innlent
Fréttamynd

KB banki hækki sjálfur vexti

Búast má við að vextir á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs hækki í árslok. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunarsviðs hjá Íbúðalánasjóði, segir samt nær fyrir KB banka að hækka vexti á sínum lánum. Þenslan sé jú sprottin upp úr óheftum lánum bankanna.

Innlent
Fréttamynd

Litlu sparisjóðirnir þoli varla hærri bindiskyldu

Litlu sparisjóðirnir þola varla hærri bindiskyldu, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann undrast málfluting þeirra sem vilja snúa til fyrri hátta, enda notar enginn seðlabanki í þróuðu ríki, bindiskyldu í baráttunni við verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Söluaukning um 13,3 prósent

Sala Marels fyrstu níu mánuði þessa árs nam 94,3 milljónum evra, eða jafnvirði 7,5 milljarða íslenskra króna. Þetta er um 13,3 prósenta aukning frá fyrra ári.

Innlent
Fréttamynd

554 milljónir í hagnað

554 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Og fjarskipta eftir tekjuskatt fyrstu níu mánuði þessa árs samanborið við 367 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Krónan styrkst enn frekar

Krónan hefur styrkt sig um núll komma tuttugu og eitt prósent í dag og hefur gengisvísitalan að líkindum aldrei verið jafn sterk, að minnsta kosti ekki frá 1992.

Innlent