Viðskipti

Fréttamynd

Enn falla bréfin í DeCode

Gengi hlutabréfa í líftæknifyrirtækinu DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 4,76 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði í 40 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestar kættust vestanhafs

Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip komið undir fimm kallinn

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 8,6 prósent í dag og endaði í 4,35 krónum á hlut. Það hefur fallið um fimmtíu prósent á einni viku. Þetta er langmesta fall dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, um 8,18 prósent en það er mesta hækkun dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inngrip ríkisins hindra hremmingar

Aðgerðir bandarískra stjórnvalda og seðlabanka heimsins hafa komið í veg fyrir alvarlegar hremmingar á fjármálamörkuðu. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið fí Washington fyrir nokkrum mínútum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sæmileg stemning á Wall Street

Sameiginlegt inngrip seðlabanka víða um heim til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á fjármálamörkuðum hafa glatt fjárfesta, ef marka má fyrstu tölur á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

DeCode-bréfin skjótast upp

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, stökk upp um 16,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í félaginu féll um sextán prósent í gær og endaði í 42 sentum á hlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færeyingar efstir og neðstir

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,85 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féll gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,28 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilboð í Alitalia hangir á bláþræði

Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Erfiðleikar ræddir í fjölmiðlum

„Umræðan um þetta mál hófst í fjölmiðlum, en samkvæmt okkar reglum á að tilkynna þetta hjá okkur," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Ákveðið hefur verið að sekta Nýsi um eina og hálfa milljón króna. Málið tengist upplýsingum um að Nýsir hefði ekki greitt af bréfum sem skráð eru í Kauphöllina. Þær komu fram í fréttum um miðjan júní, en tilkynning barst Kauphöll 18. sama mánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandarískir fjárfestar skelfingu lostnir

Björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda á bandaríska tryggingarisanum AIG olli miklum taugatitringi í röðum fjárfesta þar í landi í dag. Óttast þeir að fjöldi fjármálafyrirtækja standi illa og muni falla undir gjaldþrotahamarinn á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

DeCode í nýjum lægðum

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll enn á ný í dag, í þetta sinn um heil sextán prósent, á afar svörtum degi í bandarískum fjármálalífi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestar meta hræringar í fjármálaheiminum

Nokkur óvissa ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í dag eftir mikið rót víða um heim. Breska ríkisútvarpið segir fjárfesta vera nú um stundir að meta áhrifin af mikilli uppstokkun í bandarískum fjármálageira í vikunni og innspýtingar seðlabanka beggja vegna Atlantsála í fjármálakerfið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn sekkur Eimskip

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 6,7 prósent í dag og hljóðar nú verðmiðinn á bréf félagsins upp á 5,66 krónur á hlut. Bréfin hafa fallið um 35 prósent í vikunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Woolworths skilar mettapi

Rekstrartap bresku verslanakeðjunnar Woolworths nam rétt tæpum 100 milljónum punda, jafnvirði 16,4 milljarða íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mesta tap í sögu verslunarinnar. Á sama tíma í fyrra hljóðaði tapið upp á tæpar 64 milljónir punda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, rauk upp um 8,5 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór upp um 5,95 prósent, og Spron, sem stökk upp um 3,33 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan næsta óbreytt

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,09 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 171,5 stigum. Vísitalan endaði í 171,7 stigum í gær og hafði krónan aldrei verið veikari.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðgerðir ráðast af skynsemi og nauðsyn

Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárfestar jákvæðir eftir stýrivaxtákvörðun

Bandarískir fjárfestar eru almennt ánægðir með ákvörðun bandaríska seðlabankans í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentustigum. Eftir að niðurstaðan lá fyrir tók gengi banka og fjármálafyrirtækja að jafna sig eftir mikinn skell í gær og enduðu vísitölur á grænu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Bandaríski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Þetta er nokkuð í takt við væntingar þótt talið hafi verið undir það síðasta að gjaldþrotabeiðni bandaríska fjárfestingabankans og erfiðari aðstæður á lausafjármörkuðum myndu leiða til þess að bankinn lækkaði vextina lítillega.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan veiktist minna en aðrar hávaxtamyntir

„Mjög mikið rót hefur verið á fjármálamörkuðum. Gengi annarra hávaxtamynta hefur sömuleiðis lækkað mikið í gær og í dag, jafnvel ívið meira en krónan,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör lækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 2,5 prósent þegar viðskiptadagurinn rann upp í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdu Straumur, sem fór niður um 1,59 prósent, Eimskipafélagið sem lækkaði um 1,42 prósent og Glitnir sem lækkaði um 1,18 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 1,17 prósent og í Existu um 1,1 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga í Bretlandi mælist 4,7 prósent

Verðbólga mældist 4,7 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar sem birt voru í dag. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í ellefu ár. Þróun mála bindur aftur hendur Englandsbanka, sem hefur horft til þess að létta á löndum sínum með lækkun stýrivaxta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn lækka hlutabréf í Evrópu

Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eimskipafélagið leiddi lækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hafði fallið um 21 prósent þegar viðskiptadeginum lauk í Kauphöllinni lauk í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu 8,44 prósent og í löndum þeirra, Eik banka, um 6,86 prósent.

Viðskipti innlent