Viðskipti

Fréttamynd

Úrvalsvísitalan hangir við 4.000 stigin

Nokkur viðsnúningur varð á gengi banka og fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni eftir hækkun í fyrstu viðskiptum. Í byrjun dags leiddi Eimskipafélagið nokkra hækkun. Nú er gengi skipaflutningafélagsins hins vegar eitt á uppleið á meðan gengi bankanna hefur lækkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bankanna hækkar

Gengi Landsbankans, Straums, Glitnis og Kaupþings hefur hækkað mest í dag ef frá er skilin mikil hækkun á gengi Eimskipafélagsins. Bréf í skipaflutningafélaginu rauk upp um rúm tíu prósent á fyrstu mínútum viðskiptadagsins og bætti tæpum þremur prósentum við sig nokkrum mínútum síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip skýst upp um 10 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu rauk upp um rétt rúm tíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í morgun. Fram hefur komið að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson fari fyrir hópi fjárfesta sem er tilbúinn til að veita Eimskip víkjandi lán uppá 26 milljarðar fari svo að ábyrgð vegna XL Leisure Group falli á félagið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist lítillega

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,3 prósent í upphafi dags á gjaldeyrismarkaði og stendur gengisvísitalan í 168,5 stigum. Vísitalan endaði í rétt rúmum 169 stigum í gær og hafði þá aldrei verið hærri, eða síðan Seðlabankinn tók að skrá vísitöluna um áramótin 1993.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun á flestum mörkuðum

Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag. Hrun gengis á bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers dró alþjóðlega hlutabréfamarkaði niður í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur kominn í níutíu kallinn

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,95 prósent innan dags í dag og stendur gengisvísitalan í 167,9 stigum. Bandaríkjadalur hefur styrkst nokkuð að sama skapi og kostar nú rúmar 90,3 krónur. Hann hefur ekki verið dýrari síðan snemma í júní árið 2002.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spron og Eimskip lækka mest

Gengi hlutabréfa Spron féll um 2,9 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í morgun. Bréf Eimskipafélagsins fór niður um 1,45 prósent á sama tíma. Bréf félagsins voru færð á Athugunarlista í morgun. Gengi bréfa í félaginu féll um tæp 16,5 prósent í gær. Við áramótin stóð gengið í 34,9 krónum á hlut og nemur fall þess nú 70,7 prósentum á þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækka í Evrópu

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bréf Eimskips sett á athugunarlista Kauphallarinnar

Hlutabréf í Eimskipafélaginu hafa verið færð á athugunarlista í Kauphöllinni. Þetta er gert í tengslum við skilyrði Kauphallarinnar fyrir töku hlutabréfa til viðskipta, vegna umtalsverðrar óvissu varðandi verðmyndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta, líkt og segir í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverðið við hundrað dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað nokkuð í dag og liggur það nú í rúmum 102 dölum á tunnu. Fundur Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC-ríkjanna) sem haldinn verður síðar í dag skýrir lækkunina. Reiknað er með að OPEC-ríkin ákveði að halda framleiðslukvótum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Fannie Mae og Freddie Mac hrundi

Gengi hlutabréfa í hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hrundi um rúm áttatíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkurn vegin í samræmi við væntingar eftir að tilkynnt var í gær að stjórnvöld hafi tekið yfir stjórn stjóðanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefnir í mikla hækkun vestanhafs

Allt stefnir í mikla hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði við upphafi viðskiptadagsins. Skýringin liggur í mikilli bjartsýni fjárfesta beggja vegna Atlantsála á yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bilun í bresku kauphöllinni

Viðskipti liggja niðri í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi vegna bilunar. Kauphöllin segir um tæknileg vandræði að ræða. Óvenjumikil velta með hlutabréf í dag kunni að hafa ofkeyrt kauphallarkerfið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spron upp um tæp 11 prósent

Gengi hlutabréfa í Spron rauk upp um 10,77 prósent í hækkanahrinu við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengið stendur í 3,6 krónum á hlut, sem eru svipaðar slóðir og það stóð í við upphaf mánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist eftir mikla veikingu

Gengi íslensku krónunnar hefur hækkað um 0,5 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 162,8 stigum. Gengið lækkaði nokkuð í síðustu viku, þar af féll það um tvö prósent á föstudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum bandarísku vinnumálastofnunarinnar, sem birtar voru í dag. Þetta er 0,4 prósentustiga á milli mánaða en atvinnuleysið hefur ekki verið jafn mikið í tæp fimm ár.

Viðskipti erlent