Hollywood

Fréttamynd

Ekkert verður af Banda­rísku söngva­keppninni 2023

Óhætt er að segja að vinsældir Bandarísku söngvakeppninnar, systurkeppni Eurovision, hafi ekki orðið eins miklar og aðstandendur keppninnar höfðu vonast eftir. Nú staðfesta þeir að ekkert verði af keppninni í ár, en vonast til að keppnin verði aftur á skjánum 2024.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta trans persóna veraldar Harry Potter

Í nýjum tölvuleik um Hogwarts-skólann má finna fyrstu trans persónu veraldarinnar í kringum galdramanninn Harry Potter. J.K. Rowling, höfundur bókanna um Potter, hefur verið gagnrýnd fyrir að afneita tilvist trans fólks. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Ozzy Osbourne hættur að túra í bili

Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019.

Lífið
Fréttamynd

Alec Baldwin á­kærður fyrir mann­dráp af gá­leysi

Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. 

Erlent
Fréttamynd

Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify

Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans.

Tónlist
Fréttamynd

Allir reka Roiland eftir ákæru

Flestöll þeirra fyrirtækja sem framleiða þætti sem Justin Roiland kemur að hafa slitið samstarfi sínu við hann. Roiland hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi en hann er þekktur fyrir þætti á borð við Rick and Morty og Solar Opposites.

Erlent
Fréttamynd

Stutt­hærð Hail­ey Bieber setur tóninn fyrir hár­tísku ársins 2023

Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka.

Lífið
Fréttamynd

Draga til­nefningu tólf ára barns til Razzi­e-verð­launa til baka

Aðstandendur Razzie-verðlaunanna hafa ákveðið að draga tilnefningu hinnar tólf ára Ryan Kiera Armstrong til verðlaunanna til baka. Aðstandendur verðlaunanna hafa sætt mikilli gagnrýni vegna ákvörðunarinnar að tilnefna stúlkuna og hafa þeir verið sakaðir um að leggja barn í einelti. Þeir hafa nú beðist afsökunar á málinu.

Lífið