Íþróttir

Fréttamynd

Lilja Lind Norðurlandameistari unglinga

Lilja Lind Helgadóttir varð í dag Norðurlandameistari unglinga í ólympískum lyftingum þeagr hún tryggði sér gull á Norðurlandamóti unglinga í Kaupmannahöfn.

Sport
Fréttamynd

Tímamótaferð frá Neskaupsstað til Danmerkur

Kvennalið Þróttar frá Neskaupsstað er á ferð á flugi um helgina en liðið fór til Danmerkur í morgun til að taka þátt í Norðurlandamóti NEVZA í fyrsta sinn. HK er eina íslenska kvennaliðið sem hefur tekið þátt í þessu móti.

Sport
Fréttamynd

Afi var stuðningsmaður númer eitt

Skíðagöngukappinn Sævar Birgisson á ekki langt að sækja skíðahæfileika sína. Afi hans heitinn, Gunnar Guðmundsson, var mikill skíðagöngukappi og sömuleiðis faðir hans, Birgir Gunnarsson.

Sport
Fréttamynd

Var rúmliggjandi á tímabili og í uppgjafarhug

Skíðagöngukappinn Sævar Birgisson er á lokametrunum að takmarki sínu; að komast á Vetrarólymíuleikana í Sochi í Rússland sem haldnir verða í febrúar. Ekki er svo langt síðan leikarnir voru bara draumur en nú er lágmarkinu náð.

Sport
Fréttamynd

Flaug frá Danmörku og vann sigur

Kári Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir höfðu sigur í einliðaleik á fimmta móti Dominos-mótaraðarinnar í badminton sem TBR hélt um helgina.

Sport
Fréttamynd

Bregðast við einelti í íþróttum

Íþróttasamband Íslands hefur gefið út bækling með það að markmiði að taka á og fyrirbyggja eineltisvandamál í íþróttastarfi hér á landi.

Sport
Fréttamynd

Nóg um að vera á Sportstöðvunum

Það verður að vanda nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar tvö um þessa helgi en sýnt verður beint frá ensku úrvalsdeildinni, spænsku deildinni, formúlu eitt og þýska handboltanum.

Sport
Fréttamynd

Tuttugu skylmingakappar halda til Finnlands

Norðurlandamótið í skylmingum með höggsverði verður haldið í Helsinki í Finnlandi um helgina. Tuttugu íslenskir keppendur taka þátt í níu flokkum auk liðakeppni.

Sport
Fréttamynd

Söguleg sátt á milli Breiðabliks og HK

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að semja við íþróttafélögin HK og Breiðablik um hvar starfsemi þeirra eigi að vera í framtíðinni. Nokkur óvissa hefur verið um hvar mörkin á milli félaganna hafa legið í bænum en nú er búið að draga landamærin skýrt.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ungar hvattir til að prófa margar íþróttagreinar

Íþróttafélag Reykjavíkur er farið í gang með nýtt verkefni fyrir börn í fyrstum tveimur árgöngum grunnskólans. Eitt gjald er greitt fyrir iðkanda sem getur æft hjá sex deildum ÍR eins oft og hann vill yfir önnina.

Sport
Fréttamynd

Ný leikmannasamtök í bígerð | Könnun

Um þessar mundir hafa nokkrir íþróttamenn til skoðunar að stofna leikmannasamtök, sem ætlað yrði að gæta hagsmuna íþróttamanna og leikmanna hjá íþróttafélögum á ýmsum sviðum.

Sport
Fréttamynd

Segja ofbeldi gagnvart dómurum ólíðandi

Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna uppákomu í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í gærkvöldi. Leikmaður Mosfellinga kýldi dómara leiksins.

Sport
Fréttamynd

Leikmaður Aftureldingar kýldi dómarann

Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann.

Sport