Íþróttir

Fréttamynd

Viggó kominn aftur til Hauka (myndband)

Viggó Sigurðsson er á ný kominn í þjálfarateymi Hauka í Hafnarfirði eftir þriggja ára fjarveru. Viggó mun aðstoða Pál Ólafsson þjálfara á lokaspretti Íslandsmótsins í handbolta en Haukar eru í bullandi fallbaráttu. Viggó útilokar ekki að snúa aftur til Flensburg í þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Skoraði fjögur mörk gegn Rússum

Kolbeinn Sigþórsson, 17 ára knattspyrnumaður í HK, skoraði 4 mörk gegn Evrópumeisturum Rússa um helgina, þegar drengjalandsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar. En Rússar sátu eftir í milliriðlinum með sárt ennið og komust ekki í úrslit.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas: Tímabilið er klúður

Cesc Fabregas, hinn 19 ára gamli miðjumaður Arsenal, hefur viðurkennt að tímabilið í ár hafi verið klúður. Fabregas segir það óásættanlegt fyrir lið á borð við Arsenal að eiga ekki möguleika á neinum titlum á þessum tímapunkti leiktíðarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ármann Smári í stað Gunnars Heiðars

Ármann Smári Björnsson hjá Brann í Noregi var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu í stað Gunnars Heiðar Þorvaldssonar sem er meiddur. Þetta er þriðja breytingin sem Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur orðið að gera á landsliðshópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Haukar og Keflavík unnu

Haukar og Keflavík unnu fyrstu leikina í undanúrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Haukar höfðu undirtökin allan tímann í leiknum gegn ÍS í gærkvöldi. Í hálfleik var staðan 38-29. Ifeoma Okonkwo var stigahæst í Haukaliðinu, skoraði 30 stig auk þess sem hún tók 13 fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS, skoraði 16 stig en Casey Rost kom næst með 15.

Körfubolti
Fréttamynd

Verja níu og hálfum milljarði til íþróttamála

Ríki og sveitarfélög verja 9 og hálfum milljarði króna til íþróttamála. Helmingur þeirrar upphæðar fer í rekstur íþróttamannvirkja. Þetta kemur fram í meistararitgerð Þórdísar Gísladóttur sem hún skrifaði við Háskólann á Bifröst. Þórdís hefur reiknað út að kostnaður hins opinbera af íþróttaunglingi sé 17-28 þúsund krónur á ári en að vímuefnaunglingur kosti samfélagið 1,7 til 2,9 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

Búist við Richards í byrjunarliðinu

Búist er við því að Micah Richards, hinn 18 ára varnarmaður Manchester City, eigi eftir að geta spilað með Englendingum á morgun.Hann náði að klára æfingu með enska landsliðinu í dag en Richards þurfti að fara af velli í sigurleik Manchester City gegn Middlesbrough í síðastliðinni viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur líklega áfram

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, lauk spilamennsku í dag á tveimur höggum undir pari. Í gær hafði hann spilað á tveimur höggum yfir og endar því á pari. Viðbúið er að hann komist í gegnum niðurskurðinn en Birgir er nú í 39. sæti ásamt hópi manna.

Golf
Fréttamynd

Hjólum stolið útum allan bæ

Mikið hefur verið upp á síðkastið að hjólum hafi verið stolið, hvort sem þau hafi verið inn í bílskúr, fyrir utan eða inn í geymslum. Aðfaranótt föstudagsins 9. mars var hjóli stolið fyrir utan Jórufell í Breiðholti og svo aðfaranótt sunnudagsins 11. mars var brotist inn í bílskúr í Árbænum og stolið þar öllu motocrossdótinu sem eigandinn og hans börn áttu.

Sport
Fréttamynd

McLaren sagður vilja breytingar

Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM.

Enski boltinn
Fréttamynd

Foster fær ekki að spila gegn Man. Utd.

Markvörðurinn Ben Foster mun ekki leika með Watford gegn Manchester United, fari svo að liðin mætist í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Ef Man. Utd. sigrar Middlesbrough í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar mætir það Watford í undanúrslitum. Foster er í láni hjá Watford frá Man. Utd og má ekki spila gegn liðinu, sama í hvaða keppni um ræðir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cocu: Rimman við Liverpool verður stríð

Philip Cocu, fyrirliði PSV í Hollandi, lýsir væntanlegri rimmu liðsins við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem “stríði”. Cocu býst við tveimur afar hörðum leikjum, enda séu bæði lið hungruð í árangur í keppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson í KR?

Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi atvinnumaður hjá Lokeren í Belgíu, er við það að ganga í raðir KR og mun leika með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Íslands í dag, heldur þessu fram á bloggsíðu sinni og segir ekki langt að bíða þar til tilkynnt verður opinberlega um komu Rúnars í Vesturbæinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Zidane vildi ekki spila með Evrópuúrvalinu

Zinedine Zidane afþakkaði að spila með Evrópuúrvali Marcelo Lippi í góðgerðarleik sem fram fer á Old Trafford annað kvöld. Áður hafði Marco Materazzi, varnarmaður Inter Milan og sá er Zidane skallaði eftirminnilega í úrslitaleik Frakka og Ítala á HM í sumar, staðfest komu sína í leikinn en þó er það ekki talin ástæða þess að Zidane afþakkaði boðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Í bann út tímabilið eftir hrottabrot - Með myndbandi

Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið.

Sport
Fréttamynd

Mourinho sleppur við refsingu

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sleppur við ákæru frá enska knattspyrnusambandinu þrátt fyrir að hafa kallað Mike Riley, dómara leiks Chelsea og Tottenham í bikarnum í gær, það sem á góðri íslensku myndi þýðast sem "tíkar-sonur". Riley minntist ekki á atvikið í skýrslu sinni og Mourinho segist ekkert hafa meint með orðum sínum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Man. Utd. og Chelsea mætast ekki í undanúrslitum

Draumaúrslitaleikur Manchester United og Chelsea í ensku bikarkeppninni er ennþá mögulegur eftir að ljóst var að þessi tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar drógust ekki gegn hvort öðru í undanúrslitum. Blackburn mætir sigurvegaranum úr viðureign Chelsea og Tottenham og Watford mætir annaðhvort Man. Utd. eða Middlesbrough.

Enski boltinn
Fréttamynd

Louis van Gaal orðaður við ástralska landsliðið

Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal, þjálfari Grétars Steinssonar og félaga hjá AZ Alkmaar, er nú sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá ástralska landsliðinu í knattspyrnu. Van Gaal er hins vegar ekki svo áhugasamur þar sem hann telur að ástralska liðið geti ekki unnið HM í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Yrði heiður að þjálfa Real Madrid

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það væri mikill heiður fyrir sig ef hann fengi einhverntímann að þjálfa stórlið Real Madrid á Spáni. Framtíð portúgalska þjálfarans hjá Chelsea hefur verið mikil til umræðu síðustu vikur og segja margir að leið hans liggi til Spánar fari svo að hann verði látinn fara frá Chelsea.

Enski boltinn
Fréttamynd

Loksins tapaði Federer

Svisslendingurinn Roger Federer tapaði sínum fyrsta leik síðan í ágúst þegar hann beið í lægri hlut fyrir Guillermo Canas í annari umferð Indian Wells meistaramótsins í dag. Federer tapaði í tveimur lotum, 7-5 og 6-2, en áður hafði hann unnið 41 viðureign í röð.

Sport
Fréttamynd

Barcelona vill fá Robben

Forráðamenn Barcelona eru sagðir vera að undirbúa tilboð í hollenska vængmanninn Arjen Robben frá Chelsea. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er Barcelona búið að gefa upp vonina á að fá Cristiano Ronaldo frá Man. Utd. og hefur félagið því snúið sér að Robben, sem hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho spilar fótbolta með syni sínum og vinum hans

Það skemmtilegasta sem Jose Mourinho gerir er ekki að vinna titla með Chelsea. Hann fær mesta ánægju af því að spila fótbolta með syni sínum og vinum hans, en það gera þeir vikulega á heimili portúgölsku fjölskyldunnar í London. Skemmst er frá því að segja að sonurinn vill ekki vera með pabba sínum í liði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Watford í undanúrslit

Watford varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar það bar sigurorð af 1. deildarliði Plymouth á útivelli. Fyrr í dag hafði Blackburn tryggt sig áfram en Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast að nýju, líkt og Chelsea og Tottenham.

Enski boltinn
Fréttamynd

Inter lagði AC Milan í uppgjöri erkifjendanna

Topplið Inter á Ítalíu sigraði AC Milan, 2-1, í uppgjöri nágrannana og erkifjendanna í Mílanó-borg í dag. Inter lenti reyndar undir í fyrri hálfleik eftir að fyrrum leikmaður þess, Brasilíumaðurinn Ronaldo, hafði skorað. En tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Inter sigurinn og hefur liðið nú 19 stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern Munchen og Werder Bremen skildu jöfn

Meisturum Bayern Munchen í Þýskalandi mistókst að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni í dag en þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Werder Bremen á heimavelli sínum í Munchen. Bayern spilaði einn sinn besta leik á tímabilinu og aðeins einstök óheppni og klaufaskapur upp við mark Bremen kom í veg fyrir sigur liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvænt tap Sevilla gegn Gimnastic á Spáni

Sevilla mistókst að komast fram yfir Barcelona og á topp spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði mjög óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar, Gimntastic, með einu marki gegn engu. Þetta var fyrsta tap Sevilla í síðustu átta leikjum í spænsku deildinni.

Fótbolti