Erlendar

Fréttamynd

United á ekki möguleika á að ná okkur

Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hjá Chelsea segir að Manchester United eigi ekki fræðilegan möguleika á að ná liði sínu að stigum í baráttunni um enska meistaratitilinn í vor, þó Manchester-liðið hafi verið á mikilli sigurgöngu undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Eriksson hentar Real Madrid vel

Danski harðjaxlinn Thomas Gravesen segir að Sven-Göran Eriksson væri kjörinn í að taka við stjórn Real Madrid þegar hann lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga eftir HM í sumar. Forráðamenn Real Madrid eru nú að leita sér að góðum knattspyrnustjóra og er nafn Eriksson eitt þeirra sem oftast hefur verið nefnt til sögunnar að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Enn sigrar New Jersey

Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar.

Sport
Fréttamynd

Þetta var sögulegur sigur

Steve McClaren, stjóri Middlesbrough var skiljanlega í skýjunum eftir sigur sinna manna á Basel í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en Boro tókst að komast áfram í undanúrslit keppninnar þrátt fyrir að lenda þremur mörkum undir í einvíginu. Massimo Maccarone skoraði sigurmark Boro á 90. mínútu og enska liðið vann samanlagt 4-3.

Sport
Fréttamynd

Ævintýralegur sigur Middlesbrough

Middlesbrough komst í kvöld í undanúrslitin í Evrópukeppni félagsliða þegar liðið lagði svissneska liðið Basel 4-1 á heimavelli sínum og fer því áfram samtals 4-3. Gestirnir komust yfir í upphafi leiks og því virtust vonir Boro um að komast áfram vera að engu orðnar. Mark Viduka skoraði tvö mörk fyrir Boro, Jimmy Floyd Hasselbaink eitt og það var svo Massimo Maccarone sem skoraði sigurmark Boro í uppbótartíma. Basel lék manni færra frá 73. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Singh í forystu

Fiji-búinn Vijay Singh hefur forystu á Masters-mótinu í golfi þegar fyrstu umferðinni er að verða lokið. Singh er á fimm höggum undir pari eða 67 höggum, en Bandaríkjamaðurinn Rocco Mediate kemur þar skammt á eftir á 68 höggum. Tiger Woods hefur verið nokkuð óstöðugur á fyrsta hringnum og er að leika á 72 höggum. Sýnt verður beint frá mótinu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Riverside í hálfleik

Staðan í leik Middlesbrough og Basel í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða er 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Gestirnir komust yfir í upphafi leiks, en það var svo ástralski framherjinn Mark Viduka sem jafnaði fyrir heimamenn sem enn eiga langt í land ef þeir ætla sér áfram í keppninni. Þá er staðan í leik Schalke og Levski Sofia jöfn 1-1 þegar skammt er til leiksloka og þýska liðið því komið með annan fótinn áfram í undanúrslitin eftir öruggan sigur í fyrri leiknum.

Sport
Fréttamynd

Steua Búkarest áfram

Steua Búkarest er komið áfram í undanúrslitin í UEFA-bikarnum í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli við granna sína í Rapid Búkarest í dag. Steua fer því áfram á marki skoruðu á útivelli, en hvort lið skoraði aðeins eitt mark í einvíginu. Þá eru vonir Middlesbrough um að komast áfram í keppninni orðnar ansi litlar, því liðið er undir á heimavelli sínum gegn Basel frá Sviss og þarf því að skora fjögur mörk til að komast áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Martröðin heldur áfram

Meiðslamartröð enska varnarmannsins Jonathan Woodgate virðist hvergi nærri á enda og nú hefur þjálfari Real Madrid gefið það út að hann sé svartsýnn á að fyrrum landsliðsmaðurinn nái að koma til baka á þessari leiktíð vegna meiðsla sinna á læri. Þetta þýðir að draumur Woodgate um að komast í enska landsliðshópinn fyrir HM er að öllum líkindum úr sögunni.

Sport
Fréttamynd

Sevilla í undanúrslitin

Spænska liðið Sevilla varð nú síðdegis fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við rússneska liðið Zenit frá St. Pétursborg og er því komið áfram samtals 5-2.

Sport
Fréttamynd

Við förum í úrslitaleikinn

Hinn ungi Cesc Fabregas hjá Arsenal segist þess viss að liðið muni fara alla leið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, en Arsenal mætir löndum hans í Villareal frá Spáni í undanúrslitinum. Fabregas hefur farið á kostum með Arsenal í Meistaradeildinni en vill ekki vera borinn saman við Patrick Vieira, fyrrum leikmann liðsins.

Sport
Fréttamynd

Tekst Boro að vinna upp forskot Basel

Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough fær það erfiða verkefni í kvöld að vinna upp tveggja marka forskot svissneska liðsis Basel úr fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Steve McClaren er bjartsýnn á að Boro nái að stríða andstæðingum sínum á heimavelli, enda sé pressan öll á gestunum.

Sport
Fréttamynd

Ekki á leið til Villareal

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur alfarið neitað sögusögnum um að hann sé búinn að skrifa undir samning við spænska liðið Villareal, sem einmitt mætir Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Pires hefur enn ekki náð samkomulagi við Arsenal um framlengingu á samningi sínum.

Sport
Fréttamynd

United nær okkur ekki

Eiður Smári Guðjohnsen hefur engar áhyggjur af þeirri ógn sem Englandsmeisturum Chelsea stafar af Manchester United í úrvalsdeildinni um þessar mundir, en sigurganga Manchester undanfarið hefur þýtt að bilið milli liðanna hefur minnkað mikið.

Sport
Fréttamynd

Stóri-Sam sektaður

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, hefur verið sektaður um 2000 pund og ávítaður harðlega af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín í garð Mike Riley dómara eftir leik við Blackburn um miðjan janúar. Riley rak Hidetoshi Nakata af velli með rautt spjald í leiknum og Allardyce fór ekki leynt með skoðanir sínar á dómaranum eftir leikinn. Hann ætlar þó ekki að áfrýja dómi sambandsins.

Sport
Fréttamynd

Reynsluleysi Arsenal segir til sín í undanúrslitunum

Varnarmaðurinnn Rodolfo Arruabarrena hjá Villareal sem skoraði sigurmark liðsins gegn Inter í vikunni, segir að þó Arsenal sé vissulega með hörkulið, muni reynsluleysi ungra leikmanna þess koma til með að segja til sín þegar pressan eykst í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Chicago upp fyrir Philadelphia

Lið Chicago Bulls vann í nótt afar mikilvægan sigur á Philadelphia 76ers 99-92 í NBA deildinni og höfðu liðin því sætaskipti í Austurdeildinni. Chicago hefur verið á góðu róli undanfarið á meðan illa hefur gengið hjá Philadelphia og nú er útlit fyrir að Chicago nái inn í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig fyrir Philadelphia, en Andres Nocioni og Ben Gordon skoruðu 21 stig hvor fyrir Chicago.

Sport
Fréttamynd

Landar 56 milljón punda samningi við AIG

Manchester United hefur undirritað auglýsingasamning við tryggingafélagið AIG (American International Group) og mun félagið bera auglýsingu fyrirtækisins á treyjum sínum á næsta tímabili. Samningurinn hljóðar upp á 56,5 milljónir punda fyrir næstu fjögur ár.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach lagði Lubbecke

Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingalið Gummersbach lagði Lubbecke 27-21. Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir heimamenn, en Þórir Ólafsson komst ekki á blað hjá Lubbecke.

Sport
Fréttamynd

Celtic skoskur meistari

Glasgow Celtic tryggði sér í kvöld skoska meistaratitilinn þegar liðið lagði Hearts frá Edinborg 1-0. Afmælisbarnið John Hartson hélt upp á daginn með því að skora eina mark leiksins eftir aðeins þrjár mínútur og því hafa lærisveinar Gordon Strachan endurheimt meistaratitilinn þó enn séu sex umferðir eftir af deildarkeppninni.

Sport
Fréttamynd

Arsenal áfram

Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Juventus í Tórínó í kvöld. Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og hélt vel aftur af ítalska liðinu í kvöld. Pavel Nedved fékk að líta rauða spjaldið hjá Juventus undir lokin, en heimamenn virkuðu frekar daufir í leiknum og virtust lítinn áhuga hafa á því að komast áfram í keppninni. Arsenal mætir spænska liðinu Villareal í undanúrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Barcelona í undanúrslit

Barcelona er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á portúgalska liðinu Benfica á heimavelli sínum Nývangi í kvöld. Ronaldinho kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og það var svo Samuel Eto´o sem tryggði Barcelona sigurinn með marki úr skyndisókn skömmu fyrir leikslok. Barcelona mætir AC Milan í undanúrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Stoudemire úr leik

Framherjinn Amare Stoudemire spilar ekki meira með liði Phoenix Suns í vetur eftir að í ljós kom að hann þarf að fara í enn einn hnéuppskurðinn. Í þetta sinn er það þó hægra hnéð og uppskurðurinn minniháttar, en þetta þýðir engu að síður að hann getur ekki spilað með liði sínu í úrslitakeppninni eins og bjartsýnustu menn í herbúðum Phoenix höfðu vonast eftir. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir hinn gríðarlega efnilega Stoudemire, sem nú þarf að bíða fram á næsta haust með að sýna listir sínar á ný í NBA.

Sport
Fréttamynd

Barcelona leiðir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Barcelona hefur enn forystu gegn Benfica 1-0 með marki Ronaldinho, en markalaust er í Tórínó í leik Juventus og Arsenal. Leikirnir eru í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra.

Sport
Fréttamynd

Barcelona komið yfir

Barcelona er komið yfir gegn Benfica á heimavelli sínum í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Það var brasilíski snillingurinn Ronaldinho sem skoraði mark Barca á 19. mínútu eftir frábæran undirbúning Samuel Eto´o , en hann misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiks.

Sport
Fréttamynd

Þetta var töfrum líkast

Framherjinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan segir að sigurinn á Lyon í Meistaradeildinni í gærkvöldi hafi verið töfrum líkastur fyrir sig, en líklega hefur enginn fagnað eins mikið og Inzaghi í gær. Hann skoraði tvö marka Milan í leiknum og markaði þar með endanlega endurkomu sína eftir að hafa barist við erfið meiðsli í tvö ár.

Sport
Fréttamynd

United mun setja mikla pressu á Chelsea

David Beckham, leikmaður Real Madrid og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að fyrrum félagar sínir í United muni setja mikla pressu á Chelsea á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Sport
Fréttamynd

Toyota rekur tæknistjórann

Lið Toyota í Formúlu 1 rak í dag tæknistjóra sinn Mike Gascoyne úr starfi eftir að árangur hans þótti ekki viðeigandi, en eins hafa borist fréttir af stormasömu samstarfi hans við forráðamenn liðsins. Gascoyne var áður hjá liðum Jordan og Renault.

Sport
Fréttamynd

Federer er í algjörum sérflokki

Fyrrum tennisstjarnan Pete Sampras segist ekki sjá að nokkur tennisleikari í heiminum eigi möguleika á að velta Roger Federer af stalli á næstunni. Federer hefur verið einráður á toppnum síðan Sampras lagði spaðann á hilluna fyrir fjórum árum. "Ég sé engann þarna úti með vopn til að slá honum við og þeir geta ekki annað en reynt að verjast honum, hann stýrir öllum leikjum sem hann tekur þátt í," sagði Sampras.

Sport
Fréttamynd

Verðum að vera óhræddir í Tórínó

Arsene Wenger segist hafa brýnt fyrir sínum mönnum að vera óhræddir við að spila sinn leik í Tórínó í kvöld þegar liðið sækir Juventus heim í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 og er því í lykilstöðu til að komast í undanúrslitin.

Sport