Erlendar Ancelotti ánægður með Ronaldo Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var mjög ánægður með frammistöðu brasilíska framherjans Ronaldo sem lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið í dag eftir að hafa komið frá Real Madrid í síðasta mánuði. Ronaldo þótti frískur þann tæpa hálftíma sem hann spilaði og gladdi auga þjálfara síns. Fótbolti 11.2.2007 20:48 Ólafur og Sigfús létu að sér kveða á Spáni Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Ciudad Real burstaði Altea með 30 mörkum gegn 20 í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Ademar Leon sem vann Logrono, 31-27. Handbolti 11.2.2007 19:18 Alexander með stórleik Alexander Petersson skoraði níu mörk og var langmarkahæsti leikmaður Grosswallstadt sem vann góðan útisigur á Róbert Sighvatssyni og lærisveinum hans í Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-24. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. Handbolti 11.2.2007 19:15 Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Barcelona er komið með þriggja stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lagt Racing Santander vandræðalaust af velli, 2-0, á Nou Camp í kvöld. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho kom aftur inn í lið Evrópumeistaranna og skoraði bæði mörk liðsins. Fótbolti 11.2.2007 19:51 Fara leikmenn Galaxy fram á launahækkun? Fyrirliði LA Galaxy, Peter Vagenas, bandaríska liðsins sem David Beckham mun ganga til liðs við næsta sumar, setur spurningamerki við þær gríðarlegu fjárhæðir sem Beckham mun fá fyrir að spila fyrir liðið. Hann útilokar ekki að einhverjir leikmanna liðsins munu fara fram á launahækkun. Fótbolti 11.2.2007 16:29 Jewell: Dómarinn kostaði okkur sigurinn Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Philip Dowd í leik sinna manna gegn Arsenal í dag og sagði slæma dómgæslu hafa kostað sitt lið sigurinn. Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkenndi að Wigan hefði átt skilið af fá að minnsta kostið annað stigið í leiknum. Enski boltinn 11.2.2007 19:13 Eggert: Ég er fæddur bardagamaður Eggert Magnússon segir í löngu og ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian sem birtist í gær að hann sé fæddur bardagamaður. Þess vegna muni West Ham berjast þar til í síðustu umferð ensku deildarkeppninar til að forðast fall úr úrvalsdeildinni. Enski boltinn 11.2.2007 16:28 Cuban ósáttur við ummæli Wade Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm. Körfubolti 11.2.2007 16:26 Ekkert lát á sigurgöngu Inter Mörk frá Adriano og Hernan Crespo tryggðu Inter Milan auðveldan sigur á Chievo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag en um var að ræða 15. sigur liðsins í deildinni í röð. Engir áhorfendur voru á leiknum, frekar en í þremur öðrum leikjum á Ítalíu í dag. Ronaldo lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan. Fótbolti 11.2.2007 18:11 Frábær endasprettur færði Arsenal sigur Frábær endasprettur Arsenal tryggði liðinu 2-1 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu með öll þrjú stigin af hólmi eftir að Denny Landzaat hafði komið þeim yfir í fyrri hálfleik, en sjálfsmark og mark frá Thomas Rosicky á síðustu 10 mínútum leiksins tryggðu heimamönnum mikilvægan sigur. Enski boltinn 11.2.2007 17:57 Loksins sigraði Lyon Meistarar síðustu fimm ára í franska fótboltanum, Lyon, vann sinn fyrsta deildarleik í ár þegar liðið vann Lorient í gær, 1-0. Þrátt fyrir að allt hafi gengið á afturfótunum hjá liðinu að undanförnu er Lyon ennþá með 14 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fyrirliði liðsins segir mikilvægt að hafa náð sigri fyrir leikinn gegn Roma í Meistaradeildinni í næstu viku. Fótbolti 11.2.2007 16:24 Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer. Körfubolti 11.2.2007 16:21 Rijkaard: Það komast ekki allir í hópinn Eiður Smári Guðjohnsen á ekki við meiðsli eða veikindi að stríða fyrir leik Barcelona gegn Racing Santander í kvöld heldur kemur það einfaldlega í hans hlut að vera utan hóps í þetta skiptið. Þetta segir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona. Fótbolti 11.2.2007 16:17 Bolton lagði Fulham af velli Bolton komst upp fyrir Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton er nú komið með 47 stig eftir 27 leiki en Arsenal er með 46 stig eftir 25 leik. Arsenal tekur á móti Wigan síðar í dag og getur því náð fjórða sætinu aftur. Enski boltinn 11.2.2007 15:16 Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið Ólympíumeistarinn Yelena Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið í stangarstökki kvenna í gær þegar hún vippaði sér yfir 4,93 metra á árlegu móti sem fram fer í Úkraínu og haldið er til heiðurs Sergei Bubka. Þetta er 20. heimsmet Isinbayevu á ferlinum en Bubka-mótið er haldið innanhúss. Sport 11.2.2007 15:06 Venables: McLaren er fullur sjálfstrausts Terry Venables, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, segir að sjálfstraust Steve McLaren hafi ekki beðið hnekki þrátt fyrir gríðarlega gagnrýni fjölmiðla og almennings í Englandi eftir tap enska liðsins gegn Spánverjum í síðustu viku. Venables segir hins vegar engan taka gagnrýnina eins nærri sér og Venables. Enski boltinn 11.2.2007 14:49 Bolton yfir í hálfleik - Heiðar í byrjunarliðinu Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem er 1-0 undir gegn Bolton þegar leikur liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag er hálfnaður. Heiðar spilar í fremstu víglínu ásamt Bandaríkjamanninum Brian McBride. Það var miðjumaðurinn Gary Speed sem skoraði mark Bolton á 23. mínútu úr vítaspyrnu. Enski boltinn 11.2.2007 14:34 Allardyce: Hvað er málið með Nolan? Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, skilur ekki af hverju fyrirlið liðs síns, Kevin Nolan, sé sífellt skilinn eftir utan enska landsliðsins. Allardyce telur að með sama áframhaldi sjái Nolan sér ekki annað fært en að fara til stærra félags í Englandi. Enski boltinn 11.2.2007 14:05 Gerrard heillaður af nýjum eigendum Liverpool Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er himinlifandi með kaup bandarísku auðkýfinginanna George Gillett og Tom Hicks á félaginu og kveðst heillaður af framtíðaráætlunum þeirra. Fyrirliðinn hitti nýju eigendurna á fundi fyrir helgi þar sem þeir lýstu fyrir honum hugsjón sinni og framtíðarsýn. Enski boltinn 11.2.2007 13:44 Ronaldo og Rooney eru bestu félagar Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur enn einu sinni lýst því yfir að hann og Wayne Rooney séu bestu vinir, þrátt fyrir uppákomuna á HM í Þýskalandi í sumar þar sem Ronaldo virtist eiga þátt í að Rooney var rekinn af leikvelli í viðureign Portúgals og Englands í 8-liða úrslitum. Ronaldo segir vináttu þeirra hafa styrkst eftir atvikið. Enski boltinn 11.2.2007 13:17 Capello hrósar Beckham fyrir frammistöðu sína Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert fyrir frammistöðu sína gegn Real Sociedad í gærkvöldi, en Beckham skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri eftir að hafa verið óvænt valinn í byrjunarliðið. Capello segist alltaf borið traust til Beckham. Fótbolti 11.2.2007 12:57 Sjötti sigur Detroit í röð Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit. Körfubolti 11.2.2007 12:41 Ferguson hrósar breidd leikmannahópsins Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., segir að sigur sinna manna á Charlton í dag hafi undirstrikað mikilvægi þess að hafa úr stórum hópi leikmanna að velja. Ferguson hvíldi nokkra af sínum bestu mönnum, t.d. Cristiano Ronaldo, en það kom ekki að sök. Enski boltinn 10.2.2007 19:42 Beckham sló rækilega í gegn David Beckham kom, sá og sigraði í leik Real Madrid og Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Beckham var öllum að óvörum í byrjunarliði Real eftir að hafa ekki verið í leikmannahóp liðsins síðustu vikur og skoraði fyrra mark Real í 2-1 sigri liðsins. Fótbolti 10.2.2007 20:44 Curbishley segir ekkert falla með sínum mönnum Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, ítrekar að fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni sé síður en svo ráðin, þrátt fyrir að lærisveinar hans og Eggerts Magnússonar hafi beðið lægri hlut gegn Watford á heimavelli í dag. West Ham var miklu betri aðilinn í leiknum en ekkert gekk upp við mark andstæðinganna. Enski boltinn 10.2.2007 19:40 Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1. Fótbolti 10.2.2007 17:43 Skiptar skoðanir á Mourinho í Portúgal Fótboltaáhangendur í Portúgal skiptast í tvær andstæðar fylkingar gagnvart Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, ef eitthvað er að marka skoðanakönnun á vegum eins útbreiddasta dagblaðs Portúgals, Correio da Manha. 43,1% vilja sjá Mourinho taka við starfi landsliðsþjálfara eftir að Luiz Felipe Scolari lætur af störfum sumarið 2008 en 42,2% eru á móti ráðningu Mourinho. Fótbolti 10.2.2007 17:41 Jóhannes og Bjarni spiluðu Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl fór af velli á 77. mínútu. Þá spilaði Bjarni Þór Viðarsson síðasta hálftímann fyrir Bournemouth í stórsigri liðsins á Layton Orient í ensku 2. deildinni, en þar er hann í láni frá Everton. Enski boltinn 10.2.2007 17:40 LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Fótbolti 10.2.2007 17:39 Grönholm leiðir fyrir síðasta keppnisdaginn Finnski ökumaðurinn Marcus Grönholm hefur 38,4 sekúndna forskot á heimsmeistarann Sebastian Loeb fyrir síðasta keppnisdaginn í Svíþjóðarrallinu á morgun. Grönholm, sem ekur á Ford Focus, var í miklu stuði í dag og vann alls fjórar sérleiðir. Hann á fimmta sigur sinn á ferlinum í Svíþjóð næsta vísan. Sport 10.2.2007 17:37 « ‹ 52 53 54 55 56 57 58 59 60 … 264 ›
Ancelotti ánægður með Ronaldo Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var mjög ánægður með frammistöðu brasilíska framherjans Ronaldo sem lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið í dag eftir að hafa komið frá Real Madrid í síðasta mánuði. Ronaldo þótti frískur þann tæpa hálftíma sem hann spilaði og gladdi auga þjálfara síns. Fótbolti 11.2.2007 20:48
Ólafur og Sigfús létu að sér kveða á Spáni Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Ciudad Real burstaði Altea með 30 mörkum gegn 20 í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Ademar Leon sem vann Logrono, 31-27. Handbolti 11.2.2007 19:18
Alexander með stórleik Alexander Petersson skoraði níu mörk og var langmarkahæsti leikmaður Grosswallstadt sem vann góðan útisigur á Róbert Sighvatssyni og lærisveinum hans í Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-24. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. Handbolti 11.2.2007 19:15
Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Barcelona er komið með þriggja stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lagt Racing Santander vandræðalaust af velli, 2-0, á Nou Camp í kvöld. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho kom aftur inn í lið Evrópumeistaranna og skoraði bæði mörk liðsins. Fótbolti 11.2.2007 19:51
Fara leikmenn Galaxy fram á launahækkun? Fyrirliði LA Galaxy, Peter Vagenas, bandaríska liðsins sem David Beckham mun ganga til liðs við næsta sumar, setur spurningamerki við þær gríðarlegu fjárhæðir sem Beckham mun fá fyrir að spila fyrir liðið. Hann útilokar ekki að einhverjir leikmanna liðsins munu fara fram á launahækkun. Fótbolti 11.2.2007 16:29
Jewell: Dómarinn kostaði okkur sigurinn Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Philip Dowd í leik sinna manna gegn Arsenal í dag og sagði slæma dómgæslu hafa kostað sitt lið sigurinn. Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkenndi að Wigan hefði átt skilið af fá að minnsta kostið annað stigið í leiknum. Enski boltinn 11.2.2007 19:13
Eggert: Ég er fæddur bardagamaður Eggert Magnússon segir í löngu og ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian sem birtist í gær að hann sé fæddur bardagamaður. Þess vegna muni West Ham berjast þar til í síðustu umferð ensku deildarkeppninar til að forðast fall úr úrvalsdeildinni. Enski boltinn 11.2.2007 16:28
Cuban ósáttur við ummæli Wade Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm. Körfubolti 11.2.2007 16:26
Ekkert lát á sigurgöngu Inter Mörk frá Adriano og Hernan Crespo tryggðu Inter Milan auðveldan sigur á Chievo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag en um var að ræða 15. sigur liðsins í deildinni í röð. Engir áhorfendur voru á leiknum, frekar en í þremur öðrum leikjum á Ítalíu í dag. Ronaldo lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan. Fótbolti 11.2.2007 18:11
Frábær endasprettur færði Arsenal sigur Frábær endasprettur Arsenal tryggði liðinu 2-1 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu með öll þrjú stigin af hólmi eftir að Denny Landzaat hafði komið þeim yfir í fyrri hálfleik, en sjálfsmark og mark frá Thomas Rosicky á síðustu 10 mínútum leiksins tryggðu heimamönnum mikilvægan sigur. Enski boltinn 11.2.2007 17:57
Loksins sigraði Lyon Meistarar síðustu fimm ára í franska fótboltanum, Lyon, vann sinn fyrsta deildarleik í ár þegar liðið vann Lorient í gær, 1-0. Þrátt fyrir að allt hafi gengið á afturfótunum hjá liðinu að undanförnu er Lyon ennþá með 14 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fyrirliði liðsins segir mikilvægt að hafa náð sigri fyrir leikinn gegn Roma í Meistaradeildinni í næstu viku. Fótbolti 11.2.2007 16:24
Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer. Körfubolti 11.2.2007 16:21
Rijkaard: Það komast ekki allir í hópinn Eiður Smári Guðjohnsen á ekki við meiðsli eða veikindi að stríða fyrir leik Barcelona gegn Racing Santander í kvöld heldur kemur það einfaldlega í hans hlut að vera utan hóps í þetta skiptið. Þetta segir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona. Fótbolti 11.2.2007 16:17
Bolton lagði Fulham af velli Bolton komst upp fyrir Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton er nú komið með 47 stig eftir 27 leiki en Arsenal er með 46 stig eftir 25 leik. Arsenal tekur á móti Wigan síðar í dag og getur því náð fjórða sætinu aftur. Enski boltinn 11.2.2007 15:16
Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið Ólympíumeistarinn Yelena Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið í stangarstökki kvenna í gær þegar hún vippaði sér yfir 4,93 metra á árlegu móti sem fram fer í Úkraínu og haldið er til heiðurs Sergei Bubka. Þetta er 20. heimsmet Isinbayevu á ferlinum en Bubka-mótið er haldið innanhúss. Sport 11.2.2007 15:06
Venables: McLaren er fullur sjálfstrausts Terry Venables, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, segir að sjálfstraust Steve McLaren hafi ekki beðið hnekki þrátt fyrir gríðarlega gagnrýni fjölmiðla og almennings í Englandi eftir tap enska liðsins gegn Spánverjum í síðustu viku. Venables segir hins vegar engan taka gagnrýnina eins nærri sér og Venables. Enski boltinn 11.2.2007 14:49
Bolton yfir í hálfleik - Heiðar í byrjunarliðinu Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem er 1-0 undir gegn Bolton þegar leikur liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag er hálfnaður. Heiðar spilar í fremstu víglínu ásamt Bandaríkjamanninum Brian McBride. Það var miðjumaðurinn Gary Speed sem skoraði mark Bolton á 23. mínútu úr vítaspyrnu. Enski boltinn 11.2.2007 14:34
Allardyce: Hvað er málið með Nolan? Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, skilur ekki af hverju fyrirlið liðs síns, Kevin Nolan, sé sífellt skilinn eftir utan enska landsliðsins. Allardyce telur að með sama áframhaldi sjái Nolan sér ekki annað fært en að fara til stærra félags í Englandi. Enski boltinn 11.2.2007 14:05
Gerrard heillaður af nýjum eigendum Liverpool Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er himinlifandi með kaup bandarísku auðkýfinginanna George Gillett og Tom Hicks á félaginu og kveðst heillaður af framtíðaráætlunum þeirra. Fyrirliðinn hitti nýju eigendurna á fundi fyrir helgi þar sem þeir lýstu fyrir honum hugsjón sinni og framtíðarsýn. Enski boltinn 11.2.2007 13:44
Ronaldo og Rooney eru bestu félagar Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur enn einu sinni lýst því yfir að hann og Wayne Rooney séu bestu vinir, þrátt fyrir uppákomuna á HM í Þýskalandi í sumar þar sem Ronaldo virtist eiga þátt í að Rooney var rekinn af leikvelli í viðureign Portúgals og Englands í 8-liða úrslitum. Ronaldo segir vináttu þeirra hafa styrkst eftir atvikið. Enski boltinn 11.2.2007 13:17
Capello hrósar Beckham fyrir frammistöðu sína Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert fyrir frammistöðu sína gegn Real Sociedad í gærkvöldi, en Beckham skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri eftir að hafa verið óvænt valinn í byrjunarliðið. Capello segist alltaf borið traust til Beckham. Fótbolti 11.2.2007 12:57
Sjötti sigur Detroit í röð Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit. Körfubolti 11.2.2007 12:41
Ferguson hrósar breidd leikmannahópsins Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., segir að sigur sinna manna á Charlton í dag hafi undirstrikað mikilvægi þess að hafa úr stórum hópi leikmanna að velja. Ferguson hvíldi nokkra af sínum bestu mönnum, t.d. Cristiano Ronaldo, en það kom ekki að sök. Enski boltinn 10.2.2007 19:42
Beckham sló rækilega í gegn David Beckham kom, sá og sigraði í leik Real Madrid og Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Beckham var öllum að óvörum í byrjunarliði Real eftir að hafa ekki verið í leikmannahóp liðsins síðustu vikur og skoraði fyrra mark Real í 2-1 sigri liðsins. Fótbolti 10.2.2007 20:44
Curbishley segir ekkert falla með sínum mönnum Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, ítrekar að fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni sé síður en svo ráðin, þrátt fyrir að lærisveinar hans og Eggerts Magnússonar hafi beðið lægri hlut gegn Watford á heimavelli í dag. West Ham var miklu betri aðilinn í leiknum en ekkert gekk upp við mark andstæðinganna. Enski boltinn 10.2.2007 19:40
Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1. Fótbolti 10.2.2007 17:43
Skiptar skoðanir á Mourinho í Portúgal Fótboltaáhangendur í Portúgal skiptast í tvær andstæðar fylkingar gagnvart Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, ef eitthvað er að marka skoðanakönnun á vegum eins útbreiddasta dagblaðs Portúgals, Correio da Manha. 43,1% vilja sjá Mourinho taka við starfi landsliðsþjálfara eftir að Luiz Felipe Scolari lætur af störfum sumarið 2008 en 42,2% eru á móti ráðningu Mourinho. Fótbolti 10.2.2007 17:41
Jóhannes og Bjarni spiluðu Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl fór af velli á 77. mínútu. Þá spilaði Bjarni Þór Viðarsson síðasta hálftímann fyrir Bournemouth í stórsigri liðsins á Layton Orient í ensku 2. deildinni, en þar er hann í láni frá Everton. Enski boltinn 10.2.2007 17:40
LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Fótbolti 10.2.2007 17:39
Grönholm leiðir fyrir síðasta keppnisdaginn Finnski ökumaðurinn Marcus Grönholm hefur 38,4 sekúndna forskot á heimsmeistarann Sebastian Loeb fyrir síðasta keppnisdaginn í Svíþjóðarrallinu á morgun. Grönholm, sem ekur á Ford Focus, var í miklu stuði í dag og vann alls fjórar sérleiðir. Hann á fimmta sigur sinn á ferlinum í Svíþjóð næsta vísan. Sport 10.2.2007 17:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent