Menningarnótt Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Innlent 19.12.2024 16:31 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Innlent 10.9.2024 14:53 Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Innlent 31.8.2024 12:57 Þrettán ára börn ósjálfbjarga vegna drykkju á Menningarnótt Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. Innlent 29.8.2024 20:01 Einlægt augnablik GDRN og Flóna Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Lífið 27.8.2024 15:01 Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. Innlent 27.8.2024 14:32 Stjörnulífið: Maraþon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. Lífið 26.8.2024 09:18 Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Innlent 25.8.2024 15:05 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 10:35 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. Innlent 25.8.2024 00:31 Fékk að vita tímann á bráðamóttökunni Dagur Lárusson sló metið sitt í maraþonhlaupi um heilar fimmtíu mínútur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en þurfti hins vegar að fagna því með næringu í æð á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 24.8.2024 21:10 Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Lífið 24.8.2024 20:07 Fornbóksali óánægður með skipuleggjendur Menningarnætur Eigandi fornbókabúðarinnar við Hverfisgötu er óánægður með framgöngu Reykjavíkurborgar vegna viðburðarhalds á Menningarnótt sem fer fram í þessum skrifuðu. Verslunin er lokuð í dag þó að til hafi staðið að vera halda viðburð vegna skerts aðgengis að búðinni. Innlent 24.8.2024 17:51 „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. Innlent 24.8.2024 12:18 Tónlistarveisla á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu Árleg tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og verða sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinu streymi hér á Vísi. Lífið 23.8.2024 20:02 Hlauparar og Menningarnæturgestir geti ekki kvartað yfir veðurspánni Veðurfræðingur segir ekki hægt að kvarta undan veðurspánni á morgun en mælir þó með því að Menningarnæturgestir klæði sig vel. Spáin líti með besta móti út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Veður 23.8.2024 10:05 Halla býður á Bessastaði í fyrsta sinn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi í tilefni Menningarnætur, laugardaginn 24. ágúst. Það verður í fyrsta sinn sem nýr forseti, Halla Tómasdóttir, og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði síðan hún tók við embætti. Lífið 22.8.2024 18:43 Kostar í strætó yfir daginn en ókeypis heim um kvöldið Annað árið í röð munu farþegar Strætó greiða almennt fargjald á Menningarnótt á laugardaginn. Ferðum verður fjölgað hjá fjölda leiða yfir daginn. Innlent 20.8.2024 11:06 Kynntu dagskrá Menningarnætur Boðað hefur verið til blaðamannafundar um fyrirkomulag Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Fundurinn hefst klukkan 11:30 í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík. Innlent 20.8.2024 10:55 Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin. Lífið 15.8.2024 20:01 Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Innlent 3.8.2024 14:45 Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. Menning 8.3.2024 12:23 Tónlistarveisla í boði Félags tónskálda og textahöfunda Félag tónskálda og textahöfunda fagnaði fjörutíu ár afmæli sínum um helgina. Af því tilefni komu bransamenn og -konur saman og glöddust í Gamla bíói. Ljósmyndari Vísis mætti að sjálfsögðu á staðinn og myndaði stemninguna. Lífið 23.8.2023 17:01 FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang. Lífið 23.8.2023 13:00 Glæsilegt götupartý Hildar Yeoman Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði Menningarnótt eins og svo margir síðastliðna helgi en eins og oft áður hélt hún glæsilegt götupartý fyrir utan verslun sína á Laugarveginum. Dansarar klæddust nýjustu línunni og dilluðu sér við iðandi tóna frá Rósu Birgittu sem kallar sig DJ De la Rosa. Lífið 21.8.2023 18:41 Mikið unglingafyllerí á Menningarnótt Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri. Innlent 20.8.2023 08:34 Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. Lífið 20.8.2023 08:13 Unnu hildarleik hljómsveitanna fimmta árið í röð Menningarnótt, afmælishátíð Reykjavíkurborgar, fer fram í dag og gátu gestir og gangandi sótt hina ýmsu viðburði í miðbænum. Menning 19.8.2023 21:00 Gleðin í fyrirrúmi á stappaðri Menningarnótt Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag og í kvöld vegna Menningarnætur sem haldin er í 26. skiptið í ár. Stútfull dagskrá er fram á kvöld sem lýkur eins og alltaf með flugeldasýningu á slaginu 23:00. Lífið 19.8.2023 19:21 Eldgleypar á Menningarnótt Eldgleypar skemmtu vegfarendum við Ráðhús Reykjavíkur, á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, í tilefni af Menningarnótt eins og sést á þessum myndum ljósmyndara Vísis. Einnig mátti sjá skuggalega hersingu Svarthöfða og félaga hans úr Stjörnustríði þramma Vonarstrætið. Innlent 19.8.2023 14:11 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Innlent 19.12.2024 16:31
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Innlent 10.9.2024 14:53
Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Innlent 31.8.2024 12:57
Þrettán ára börn ósjálfbjarga vegna drykkju á Menningarnótt Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. Innlent 29.8.2024 20:01
Einlægt augnablik GDRN og Flóna Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Lífið 27.8.2024 15:01
Mikill fjöldi lýst atburðarásinni við Skúlagötu Stúlka sem stungin var ítrekað með hníf í bíl við Skúlagötu að lokinni flugeldasýningunni á Menningarnótt er enn í lífshættu. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel. Mikill fjöldi fólks varð vitni að árásinni. Innlent 27.8.2024 14:32
Stjörnulífið: Maraþon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. Lífið 26.8.2024 09:18
Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. Innlent 25.8.2024 15:05
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Innlent 25.8.2024 10:35
Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. Innlent 25.8.2024 00:31
Fékk að vita tímann á bráðamóttökunni Dagur Lárusson sló metið sitt í maraþonhlaupi um heilar fimmtíu mínútur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en þurfti hins vegar að fagna því með næringu í æð á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 24.8.2024 21:10
Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Lífið 24.8.2024 20:07
Fornbóksali óánægður með skipuleggjendur Menningarnætur Eigandi fornbókabúðarinnar við Hverfisgötu er óánægður með framgöngu Reykjavíkurborgar vegna viðburðarhalds á Menningarnótt sem fer fram í þessum skrifuðu. Verslunin er lokuð í dag þó að til hafi staðið að vera halda viðburð vegna skerts aðgengis að búðinni. Innlent 24.8.2024 17:51
„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. Innlent 24.8.2024 12:18
Tónlistarveisla á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu Árleg tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og verða sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinu streymi hér á Vísi. Lífið 23.8.2024 20:02
Hlauparar og Menningarnæturgestir geti ekki kvartað yfir veðurspánni Veðurfræðingur segir ekki hægt að kvarta undan veðurspánni á morgun en mælir þó með því að Menningarnæturgestir klæði sig vel. Spáin líti með besta móti út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Veður 23.8.2024 10:05
Halla býður á Bessastaði í fyrsta sinn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi í tilefni Menningarnætur, laugardaginn 24. ágúst. Það verður í fyrsta sinn sem nýr forseti, Halla Tómasdóttir, og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði síðan hún tók við embætti. Lífið 22.8.2024 18:43
Kostar í strætó yfir daginn en ókeypis heim um kvöldið Annað árið í röð munu farþegar Strætó greiða almennt fargjald á Menningarnótt á laugardaginn. Ferðum verður fjölgað hjá fjölda leiða yfir daginn. Innlent 20.8.2024 11:06
Kynntu dagskrá Menningarnætur Boðað hefur verið til blaðamannafundar um fyrirkomulag Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Fundurinn hefst klukkan 11:30 í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík. Innlent 20.8.2024 10:55
Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin. Lífið 15.8.2024 20:01
Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Innlent 3.8.2024 14:45
Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. Menning 8.3.2024 12:23
Tónlistarveisla í boði Félags tónskálda og textahöfunda Félag tónskálda og textahöfunda fagnaði fjörutíu ár afmæli sínum um helgina. Af því tilefni komu bransamenn og -konur saman og glöddust í Gamla bíói. Ljósmyndari Vísis mætti að sjálfsögðu á staðinn og myndaði stemninguna. Lífið 23.8.2023 17:01
FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang. Lífið 23.8.2023 13:00
Glæsilegt götupartý Hildar Yeoman Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði Menningarnótt eins og svo margir síðastliðna helgi en eins og oft áður hélt hún glæsilegt götupartý fyrir utan verslun sína á Laugarveginum. Dansarar klæddust nýjustu línunni og dilluðu sér við iðandi tóna frá Rósu Birgittu sem kallar sig DJ De la Rosa. Lífið 21.8.2023 18:41
Mikið unglingafyllerí á Menningarnótt Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri. Innlent 20.8.2023 08:34
Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. Lífið 20.8.2023 08:13
Unnu hildarleik hljómsveitanna fimmta árið í röð Menningarnótt, afmælishátíð Reykjavíkurborgar, fer fram í dag og gátu gestir og gangandi sótt hina ýmsu viðburði í miðbænum. Menning 19.8.2023 21:00
Gleðin í fyrirrúmi á stappaðri Menningarnótt Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag og í kvöld vegna Menningarnætur sem haldin er í 26. skiptið í ár. Stútfull dagskrá er fram á kvöld sem lýkur eins og alltaf með flugeldasýningu á slaginu 23:00. Lífið 19.8.2023 19:21
Eldgleypar á Menningarnótt Eldgleypar skemmtu vegfarendum við Ráðhús Reykjavíkur, á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, í tilefni af Menningarnótt eins og sést á þessum myndum ljósmyndara Vísis. Einnig mátti sjá skuggalega hersingu Svarthöfða og félaga hans úr Stjörnustríði þramma Vonarstrætið. Innlent 19.8.2023 14:11