Erlent

Fréttamynd

Gates vonast eftir hermönnunum heim fyrir áramót

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hann vonaðist eftir því að bandarískir hermenn gætu snúið á heim á leið fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram á fundi sem hann átti með hermálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Eignast börn eða skilja

Stuðningsmenn hjónabanda samkynhneigðra í Washington ríki í Bandaríkjunum ætla sér að leggja fram tillögu um að ef gift fólk eignast ekki börn innan þriggja ára verði hjónabandið ógilt.

Erlent
Fréttamynd

Wal-Mart í slæmum málum

Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum samþykkti í dag að hópur kvenna sem ætlar í mál við Wal-Mart verslunarkeðjuna fengi stöðu hópmálsóknar. Það þýðir að allar konur sem unnu hjá Wal-Mart frá árinu 1998 og telja að mismunað hafi verið gegn sér í starfi á einn eða annan hátt gætu orðið aðilar að málsókninni.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar Hamas komnir til Mecca

Leiðtogar Hamas samtakanna, Khaled Meshaal og Ismail Haniyeh, komu til Mecca í dag til þess að eiga viðræður við leiðtoga Fatah hreyfingarinnar, Mahmoud Abbas. Konungur Sádi-Arabíú, Abdullah, bauð til friðarviðræðnanna.

Erlent
Fréttamynd

Orðinn gagnkynhneigður á ný

Ted Haggard, bandaríski presturinn sem komst í heimsfréttirnar fyrir þremur mánuðum fyrir að hafa átt í sambandi við karlmann og neytt eiturlyfja, losnaði í dag úr meðferð og segist hann nú vera algjörlega gagnkynhneigður.

Erlent
Fréttamynd

Apple segir Vista skemma iPod tónlistarspilarana

Hið nýja stjórnkerfi Microsoft, Windows Vista, getur skemmt iPod tónlistarspilarana vinsælu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Apple í dag. Microsoft kynnti Vista til sögunnar í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vara Evrópusambandið við

Rússar vöruðu Evrópusambandið við því í dag að blanda sér ekki of mikið í mál innan áhrifasvæðis Rússlands. Evrópusambandið hefur undanfarið verið að beita sér í Moldavíu, Georgíu og Azerbaídsjan en Rússar hafa lengi miðlað í þeim deilum sem þar eru.

Erlent
Fréttamynd

Olmert segir samningaleiðina færa

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að Íranir væru ekki búnir að ná þeim árangri í kjarnorkumálum sem þeir segjast hafa náð. Hann sagði líka enn hægt að beita Írana þrýstingi til þess að fá þá hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Erlent
Fréttamynd

Átök í Betlehem

Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Betlehem í dag vegna endurbóta Ísraela á vegspotta að Musterishæðinni í Jerúsalem. Þar nærri er einn helgasti staður múslima og óttast þeir að skemmdir verði unnar á honum.

Erlent
Fréttamynd

Geimfari reyndi að ræna keppinaut

Ástir í geimnum urðu kveikjan að mannránstilraun í Bandaríkjunum í gær. Geimfarinn Lisa Nowak lagði á sig langferð frá Houston til Orlando svo hún gæti rænt konu sem hún óttaðist að hefði stolið elskunni sinni frá sér. Nowak gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Upptaka af loftárás á bandamenn

Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Nowak kærð fyrir morðtilraun

Lögreglan í Orlando í Flórída hefur ákært geimfara vegna tilraunar til morðs. Geimfarinn, Lisa Nowak, reyndi að ræna konu sem hún hélt að væri samkeppnisaðili um ástir annars geimfara, William A. Oefelein. Nowak var handtekin fyrir líkamsárás í gær og átti að sleppa henni gegn tryggingu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Morðingi Önnu Lindh fær ekki að fara heim

Hinn serbneski morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fær ekki að afplána lífstíðar fangelsisdóm sinn í Serbíu. Sænsk fangelsisyfirvöld höfnuðu beiðni þar um, eftir að hafa fengið þau svör frá Serbíu að óljóst væri hvort refsing hans yrði stytt þar.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm ára rútuferð

Jaeyaena Beuraheng er múslimi af malaiskum uppruna sem hvorki kann að tala eða skrifa taílensku. Hún bjó í einu af þrem múslimahéruðum syðst í Thaílandi, sem voru innlimuð í Taíland fyrir meira en eitthundrað árum. Þau hafa hinsvegar aldrei runnið saman við Taíland og tungumál og siðir eru allt aðrir.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverðið nálægt 60 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í dag nálægt 60 dölum á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Helsta ástæðan er kuldi í Bandaríkjunum sem hefur aukið eftirspurn á olíu til húshitunar. Spáð er áframhaldandi kulda í NA- og MV-Bandaríkjunum næstu tíu daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Indverjar ræða við Google

Google á nú í viðræðum við indversku ríkisstjórnina vegna Google Earth forritsins. Indversk yfirvöld eru hrædd um að of mikið sjáist á myndunum sem eru í Google Earth og að öfgamenn geti notað þær sem teikningar.

Erlent
Fréttamynd

Öldungadeildin styður Bush

Öldungadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld tillögu sem hefði lýst yfir óánægju þingsins með aukningu hermanna í Írak. Frumvarpið var ekki bindandi fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Það var hugsað sem opinber yfirlýsing um andstöðu við áætlanir Bush.

Erlent
Fréttamynd

Íranar segja frá framförum 11. febrúar

FARS, fréttastofa íranska ríkisins, sagði frá því á laugardaginn var, að 11. febrúar yrði sagt frá stórkostlegum framförum í kjarnorkuáætlun landsins. 11. febrúar er lokadagur hátíðahalda sem minnast uppreisnarinnar í Íran árið 1979.

Erlent
Fréttamynd

Bítlarnir og Apple ná sáttum

Tæknifyrirtækið Apple hefur loksins náð sátt í deilum sínum við Bítlana en þeir eiga útgáfufyrirtæki sem heitir Apple Corps. Allt síðan 1981 hafa Bítlarnir og Apple deilt um réttinn á vörumerkinu Apple.

Erlent
Fréttamynd

Hraðstefnumót þeirra ríku og fallegu

Sumir segja að án peninga geti rómantíkin aldrei blómstrað. Það orðatiltæki varð til þess að ný tegund af svokölluðum hraðstefnumótum varð til. Á þeim eru aðeins ríkir karlmenn og aðeins fallegar konur. Þau hittast síðan öll og finna, ef allt gengur að óskum, ástina.

Erlent
Fréttamynd

Khodorkovsky ákærður á ný

Rússneskir saksóknarar lögðu fram í dag nýjar ákærur á hendur Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olíujöfri sem nú situr í fangelsi fyrir skattsvik.

Erlent
Fréttamynd

Hertar reglur um knattspyrnuleiki á Ítalíu

Fótboltavellir á Ítalíu munu ekki opna á ný fyrr en öryggiskröfum hefur verið framfylgt og gæsla á leikjum hert. Þetta sagði innanríkisráðherra Ítalíu, Giuliano Amato, í dag eftir neyðarfund með knattspyrnuyfirvöldum þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Egypsk stúlka lést úr fuglaflensu

17 ára egypsk stúlka lést í dag af völdum fuglaflensu, eða H5N1 vírusins. Hún er tólfti Egyptinn sem lætur lífið af völdum hennar. Þetta kom fram í fréttum frá ríkisfréttastöð Egyptalands í dag.

Erlent
Fréttamynd

Krókódíll í lauginni

Saklausum gestum, sem ætluðu að fá sér sundsprett í almenningslaug í Darwin í Ástralíu, brá heldur betur í brún í morgun. Í þann mund sem ljós laugarinnar voru kveikt, svo þeir gætu dýft sér ofan í, skaust tæplega tveggja metra langur ósakrókódíll úr trjáþykkninu og ofan í laugina á undan þeim.

Erlent
Fréttamynd

Giuliani færist nær framboði

Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York borgar, hefur færst skrefi nær því að tilkynna framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna. Giuliani var rétt í þessu að skila inn blöðum þar sem hann lýsir yfir framboði sínu.

Erlent
Fréttamynd

Skipulögðu rán og nauðganir á stúlkum

Breskur dómstóll hefur dæmt þrjá menn til langrar fangelsisvistar fyrir að áforma að ræna tveimur stúlkum og nauðga þeim. Mennirnir skipulögðu illvirkið á spjallrás á internetinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldamorð í Neðra-Saxlandi

Lögreglan í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi rannsakar nú morð á sex manns en lík þeirra fundust á kínverskum veitingastað í bænum Sittensen í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Framlög til varnarmála aukin

George Bush lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir Bandaríkjaþing í dag en það hljóðar upp á tæplega tvö hundruð þúsund milljarða íslenskra króna. Fjórðungur þeirra upphæðar rennur til hermála en skorið verður niður á heilbrigðissviðinu.

Erlent