Erlent Bresk börn að læra um gróðurhúsaáhrif Börnin munu berjast í fremstu víglínu í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin samkvæmt áætlunum sem bresk stjórnvöld ætla að birta á mánudaginn kemur. Hún inniheldur breytingar á námsskrá grunnskólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og á að miða að því að mennta þau um gróðurhúsaáhrif og ábyrgð þeirra sem neytenda í því samhengi. Erlent 2.2.2007 20:53 Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk Hollendingar munu brátt geta lyft lóðum án íþyngjandi leikfimisklæðnaðar en í bænum Heteren í Hollandi mun líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk opna á sunnudaginn kemur. Erlent 2.2.2007 20:22 Syndir upp Amasón-fljótið Slóveni á sextugsaldri ætlar að reyna óvanalegt uppátæki. Hann ætlar fyrstur manna að synda upp eftir öllu Amasón-fljótinu, 5400 kílómetra. Maðurinn, sem heitir Martin Strel, hóf ferðina í fyrradag og ætlar að vera kominn á leiðarenda eftir 70 daga. Erlent 2.2.2007 20:01 Bush mun biðja um 100 milljarða George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun biðja bandaríska þingið um 100 milljarða dollara aukafjárveitingu til þess að sjá um kostnað vegna veru hersins í Afganistan og Írak. Talsmenn ríkisstjórnar Bush sögðu síðar í dag að á næsta ári yrði upphæðin enn hærri, eða um 141 milljarður dollara. Erlent 2.2.2007 19:57 14 létu lífið í aftakaveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í ríkinu, en hundruð heimila gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Erlent 2.2.2007 19:44 Svört framtíðarsýn Sjávarborð hækkar um allt að 58 sentímetra og hitastig um 6,4 gráður, fari sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegrar sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. Erlent 2.2.2007 19:17 Vann 550 milljónir í spilakassa John Bromley, 71 árs, setti 100 dollara í spilakassa í spilavíti í Nevada í Bandaríkjunum og áttaði sig ekki á því að hann hafði unnið tæpar átta milljónir dollara, eða tæplega 550 milljónir íslenskra króna, fyrr en sá sem sat við hlið hans sagði honum frá því. Erlent 2.2.2007 18:19 Olíufyrirtæki reyna að sverta loftslagsskýrslu Samtök sem eru styrkt af bandaríska olíufyrirtækinu Exxon Mobil buðu vísindamönnum og hagfræðingum háar greiðslur til þess að gagnrýna skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna um ástandið í loftslagsmálum í heiminum. Skýrslan kom út í París í dag. Erlent 2.2.2007 17:18 Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn Múrmeldýrið Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn þegar það var tekið úr búri sínu í bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum í dag. Það táknar að vorið eigi eftir að koma snemma. Erlent 2.2.2007 16:49 Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. Erlent 2.2.2007 16:01 Samdráttur hjá Chevron Chevron, næststærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna, skilaði 3,77 milljröðun bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 258 milljarða íslenskra króna en jafngildir til 9 prósenta samdráttar á milli ára. Viðskipti erlent 2.2.2007 15:38 14 fórust í óveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Hundruð heimila á svæðinu og ein kirkja gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Tré rifnuðu upp með rótum og raflínur eyðilögðust. Flutningabílar með dráttarvagna fuku út af einni aðalhraðbraut Florida og henni var lokað í nokkra tíma. Charlie Crist, ríkisstjóri Florida, hefur lýst fyri neyðarástandi í fjórum sýslum. Erlent 2.2.2007 15:22 Bardagar geysa í Ramadi Bandarískar hersveitir skutu 18 uppreisnarmenn til bana í bardögum í borginni Ramadi í Írak í morgun. Þeir gerðu líka loftárásir á höfuðstöðvar hryðjuverkahóps sem hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara. Talsmenn hersins sögðu að þeir hefðu fyrir því heimildir að leiðtogar hryðjuverkahópsins hefðu látið lífið í árásunum. Erlent 2.2.2007 14:15 Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar. Erlent 2.2.2007 13:54 Spilaðu eða deyðu Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar. Erlent 2.2.2007 13:05 Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir. Erlent 2.2.2007 13:42 Grænt ljós á samruna NYSE og Euronext Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands gaf í dag grænt ljós á fyrirhugaðan samruna bandarísku kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext. Lítið er því til fyrirstöðu að markaðarnir renni saman í eina sæng. Viðskipti erlent 2.2.2007 13:14 Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. Erlent 2.2.2007 11:16 Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavístalan Dow Jones fór í methæðir við lokun markað í Bandaríkjunum í gær. Vísitalan lokaði í 12.673,68 stigum en hafði áður farið í 12.682,57 stig yfir daginn og hafði hún aldrei farið jafn hátt. Viðskipti erlent 2.2.2007 10:34 Skelfileg framtíð Indlands Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. Erlent 2.2.2007 10:28 Hagnaður Amazon dregst saman um helming Bandaríska netverslunin Amazon skilaði 98 milljóna dala hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6,7 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma ári fyrr skilaði netverslunin 199 milljóna dala, 13,6 milljarða króna, hagnaði. Samdrátturinn nemur því rúmlega 50 prósentum á milli ára en er samt sem áður yfir væntingum greinenda. Viðskipti erlent 2.2.2007 09:39 Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag. Innlent 1.2.2007 23:42 Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. Erlent 1.2.2007 22:56 Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. Erlent 1.2.2007 22:46 Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ Erlent 1.2.2007 22:17 Stúlkan fundin Sigríður Hugrún Sigurðardóttir, stúlkan sem hefur verið leitað að síðan á laugardaginn 27. janúar, er fundin. Lögregla skýrði frá þessu í kvöld. Hún vildi einnig koma þökkum á framfæri fyrir aðstoðina. Innlent 1.2.2007 21:56 45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. Erlent 1.2.2007 21:49 Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. Erlent 1.2.2007 21:19 Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. Erlent 1.2.2007 20:52 Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. Erlent 1.2.2007 20:35 « ‹ 169 170 171 172 173 174 175 176 177 … 334 ›
Bresk börn að læra um gróðurhúsaáhrif Börnin munu berjast í fremstu víglínu í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin samkvæmt áætlunum sem bresk stjórnvöld ætla að birta á mánudaginn kemur. Hún inniheldur breytingar á námsskrá grunnskólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og á að miða að því að mennta þau um gróðurhúsaáhrif og ábyrgð þeirra sem neytenda í því samhengi. Erlent 2.2.2007 20:53
Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk Hollendingar munu brátt geta lyft lóðum án íþyngjandi leikfimisklæðnaðar en í bænum Heteren í Hollandi mun líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk opna á sunnudaginn kemur. Erlent 2.2.2007 20:22
Syndir upp Amasón-fljótið Slóveni á sextugsaldri ætlar að reyna óvanalegt uppátæki. Hann ætlar fyrstur manna að synda upp eftir öllu Amasón-fljótinu, 5400 kílómetra. Maðurinn, sem heitir Martin Strel, hóf ferðina í fyrradag og ætlar að vera kominn á leiðarenda eftir 70 daga. Erlent 2.2.2007 20:01
Bush mun biðja um 100 milljarða George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun biðja bandaríska þingið um 100 milljarða dollara aukafjárveitingu til þess að sjá um kostnað vegna veru hersins í Afganistan og Írak. Talsmenn ríkisstjórnar Bush sögðu síðar í dag að á næsta ári yrði upphæðin enn hærri, eða um 141 milljarður dollara. Erlent 2.2.2007 19:57
14 létu lífið í aftakaveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í ríkinu, en hundruð heimila gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Erlent 2.2.2007 19:44
Svört framtíðarsýn Sjávarborð hækkar um allt að 58 sentímetra og hitastig um 6,4 gráður, fari sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegrar sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. Erlent 2.2.2007 19:17
Vann 550 milljónir í spilakassa John Bromley, 71 árs, setti 100 dollara í spilakassa í spilavíti í Nevada í Bandaríkjunum og áttaði sig ekki á því að hann hafði unnið tæpar átta milljónir dollara, eða tæplega 550 milljónir íslenskra króna, fyrr en sá sem sat við hlið hans sagði honum frá því. Erlent 2.2.2007 18:19
Olíufyrirtæki reyna að sverta loftslagsskýrslu Samtök sem eru styrkt af bandaríska olíufyrirtækinu Exxon Mobil buðu vísindamönnum og hagfræðingum háar greiðslur til þess að gagnrýna skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna um ástandið í loftslagsmálum í heiminum. Skýrslan kom út í París í dag. Erlent 2.2.2007 17:18
Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn Múrmeldýrið Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn þegar það var tekið úr búri sínu í bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum í dag. Það táknar að vorið eigi eftir að koma snemma. Erlent 2.2.2007 16:49
Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. Erlent 2.2.2007 16:01
Samdráttur hjá Chevron Chevron, næststærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna, skilaði 3,77 milljröðun bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 258 milljarða íslenskra króna en jafngildir til 9 prósenta samdráttar á milli ára. Viðskipti erlent 2.2.2007 15:38
14 fórust í óveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Hundruð heimila á svæðinu og ein kirkja gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Tré rifnuðu upp með rótum og raflínur eyðilögðust. Flutningabílar með dráttarvagna fuku út af einni aðalhraðbraut Florida og henni var lokað í nokkra tíma. Charlie Crist, ríkisstjóri Florida, hefur lýst fyri neyðarástandi í fjórum sýslum. Erlent 2.2.2007 15:22
Bardagar geysa í Ramadi Bandarískar hersveitir skutu 18 uppreisnarmenn til bana í bardögum í borginni Ramadi í Írak í morgun. Þeir gerðu líka loftárásir á höfuðstöðvar hryðjuverkahóps sem hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara. Talsmenn hersins sögðu að þeir hefðu fyrir því heimildir að leiðtogar hryðjuverkahópsins hefðu látið lífið í árásunum. Erlent 2.2.2007 14:15
Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar. Erlent 2.2.2007 13:54
Spilaðu eða deyðu Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar. Erlent 2.2.2007 13:05
Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir. Erlent 2.2.2007 13:42
Grænt ljós á samruna NYSE og Euronext Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands gaf í dag grænt ljós á fyrirhugaðan samruna bandarísku kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext. Lítið er því til fyrirstöðu að markaðarnir renni saman í eina sæng. Viðskipti erlent 2.2.2007 13:14
Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. Erlent 2.2.2007 11:16
Dow Jones í methæðum Bandaríska hlutabréfavístalan Dow Jones fór í methæðir við lokun markað í Bandaríkjunum í gær. Vísitalan lokaði í 12.673,68 stigum en hafði áður farið í 12.682,57 stig yfir daginn og hafði hún aldrei farið jafn hátt. Viðskipti erlent 2.2.2007 10:34
Skelfileg framtíð Indlands Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. Erlent 2.2.2007 10:28
Hagnaður Amazon dregst saman um helming Bandaríska netverslunin Amazon skilaði 98 milljóna dala hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6,7 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma ári fyrr skilaði netverslunin 199 milljóna dala, 13,6 milljarða króna, hagnaði. Samdrátturinn nemur því rúmlega 50 prósentum á milli ára en er samt sem áður yfir væntingum greinenda. Viðskipti erlent 2.2.2007 09:39
Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag. Innlent 1.2.2007 23:42
Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. Erlent 1.2.2007 22:56
Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. Erlent 1.2.2007 22:46
Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ Erlent 1.2.2007 22:17
Stúlkan fundin Sigríður Hugrún Sigurðardóttir, stúlkan sem hefur verið leitað að síðan á laugardaginn 27. janúar, er fundin. Lögregla skýrði frá þessu í kvöld. Hún vildi einnig koma þökkum á framfæri fyrir aðstoðina. Innlent 1.2.2007 21:56
45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. Erlent 1.2.2007 21:49
Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. Erlent 1.2.2007 21:19
Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. Erlent 1.2.2007 20:52
Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. Erlent 1.2.2007 20:35