Erlent Fyrsta næturgeimskot í 4 ár Næturhiminn á Flórída í Bandaríkjunum lýstist upp í nótt þegar geimflauginni Discovery var skotið á loft frá Canaveral höfða. Þetta var í fyrsta sinn í fjögur ár sem geimflaug var skotið á loft að nóttu til. Erlent 10.12.2006 09:59 8 týndu lífi í bruna í Síberíu Að minnsta kosti 8 týndu lífi og 6 brenndust illa þegar eldur kviknaði á geðsjúkrahúsi í Síberíu í Rússlandi í gærkvöldi. Rúmlega 200 manns voru í byggingunni þegar eldurinn kviknaði. Erlent 10.12.2006 09:51 Ætlaði að kúga auðjöfra KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. Erlent 8.12.2006 19:22 Hlýtt í Evrópu Vísindamenn segja ekki hafa verið hlýrra í Evrópu á þessum árstíma í fimm hundruð ár. Óttast er að skíðamenn fái lítið sem ekkert að renna sér í Ölpunum þennan veturinn og þurfi þess í stað að taka fram gönguskóna vilji þeir njóta náttúrunnar þar. Erlent 8.12.2006 19:18 Aðlagist okkur eða farið annað -Ton y Blair Fólk sem vill setjast að í Bretlandi verður að semja sig að umburðarlyndum gildum þess, eða fara eitthvað annað, sagði Tony Blair, forsætisráðherra, í erindi sem hann flutti í dag. Erlent 8.12.2006 16:44 Þjóðverjar reykja áfram Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafnað tillögum um að ríkisstjórnin banni reykingar í skólum og á veitingastöðum um land allt. Ríkisstjórnin ætlar að láta hvert hinna sextán ríkja ákveða fyrir sig hvort reykingar verða bannaðar. Erlent 8.12.2006 14:18 Aldrei minni viðskiptahalli í Þýskalandi Vöruskipti í Þýskalandi voru jákvæð um 17,2 milljarða evrur eða 1.580 milljarða íslenskra króna í október. Vöruskipti hafa aldrei verið jákvæðari og er um að ræða met í efnahagssögu landsins, sem er eitt stærsta hagkerfi Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 8.12.2006 14:14 Yfirheyra lykilvitni í njósnaramorði Breskir og rússneskir lögreglumenn eru farnir að yfirheyra lykilvitni í morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, að sögn rússneskra fjölmiðla. Erlent 8.12.2006 14:09 Hráolíuverð yfir 63 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað talsvert og fór yfir 63 dali á tunnu í dag. Beðið er eftir ákvörðun OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja, sem sögð er hyggjast að draga enn frekar úr olíuframleiðslu til að minnka birgðastöðu á hráolíu og sporna við frekari verðlækkunum á hráolíu. Viðskipti erlent 8.12.2006 13:54 Vel þjálfaðar rottur Þær eru vel þjálfaðar rotturnar sem tóku þátt í fjölþraut í Nebraska í Bandríkjunum í gær. Það voru háskólanemar í bænum Lincoln sem efndu til keppninnar og mætti hver þátttakandi með þrautþjálfaða rottuna sína. Þeim var svo gert að klifra upp kaðla, taka þátt í langstökki, synda, hlaupa yfir hindranir og klifra upp veggi. Erlent 8.12.2006 12:23 Framlengja bann við dauðarefsingum Erlent 8.12.2006 13:22 Lykilvitni líkast til yfirheyrt í dag Allt bendir til þess breskir lögreglumenn yfirheyri í dag lykilvitni í rannsókninni á morðinu á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko. Yfirheyrslunni hefur ítrekað verði frestað vegna þess að vitni hefur verið til rannsóknar hjá læknum í Moskvu. Erlent 8.12.2006 12:19 Tugþúsundir lýstu stuðningi við Haniyeh og Hamas Tugþúsundir stuðningsmanna Hamas samtakanna komu saman til útifundar, í dag, þar sem þeir kröfðust þess að Ismail Hanyeh, forsætisráðherra ríkisstjórnar Palestínumanna leiði hvaða ríkisstjórn sem stofnuð verður í landinu. Erlent 8.12.2006 13:11 Skilyrði fyrir þátttöku Bandaríkjaforseti og forsætiráðherra Bretlands segja að ekki verið rætt við Írana og Sýrlendinga um mögulegar lausnir á ástandinu í Írak, líkt og ráðgjafarnefnd Bandaríkjaforseta leggur til, nema að uppfylltum skilyrðum. Formaður nefndarinnar segir um heildstæða tillögu að ræða og ekki hægt að velja eitt og hafna öðru. Erlent 8.12.2006 12:15 VRRRÚÚMMMM Skrúðvagnar eru vinsælir í skrúðgöngum, í Bandaríkjunum. Þeir eru gjarnan fullir af fögrum meyjum, eða þá einhverjum fígúrum. Pallbílar eru gjarnan notaðir í þessum tilgangi. Ökumaður eins slíks var í gær handtekinn fyrir ölvun við akstur. Erlent 8.12.2006 10:58 HP greiðir 1 milljarð króna Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir Bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins, sem sakaðir eru um að njósna um aðra stjórnarmenn og starfsmenn HP. Viðskipti erlent 8.12.2006 10:51 Bandaríkjaher banar 20 grunuðum al-Kaída liðum Bandarískar hersveitir felldu í dag 20 grunaða al-Kaída liða, þar á meðal tvær konur, í áhlaupi á búðir uppreisnarmanna í miðhluta Íraks. Erlent 8.12.2006 10:46 Hlýjasti vetur í langan tíma Skíðabrekkur í ölpunum eru snjólausar, ferðamenn í róm ganga um í stuttermabolum og rósir blómstra í Lundúnum. Þetta eru lýsingarnar á vetrinum sem nú ríkir og verður að segja að hann er mildari en bjartsýnustu menn bjuggust við. Erlent 8.12.2006 10:21 Madonna hannar fyrir H & M Poppstjarnan Madonna hefur tekið að sér að hanna fatalínu fyrir sænska tískurisann Hennes & Mauritz. Föt Madonnu eiga að koma á markað í öllum verslunum fyrirtækisins í mars á næsta ári. Erlent 8.12.2006 10:15 Vöxtur í Japan undir væntingum Landsframleiðsla er mun minni í Japan á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Greiningaraðilar, sem hafa þrýst á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í annað sinn á árinu, segja nú litlar líkur á hækkun þar sem það geti komið niður á efnahagslífinu. Viðskipti erlent 8.12.2006 09:44 Geta bjargað jörðinni frá árekstri Bruce Willis gerði það árið 1998, í myndinni Armageddon. Fleiri hetjur hafa gert það í ýmsum kvikmyndum í gegnum árin; forðað því að risastórir loftsteinar rækjust á jörðina og eyddu þar öllu lífi. Bandaríska geimferðastofnunin telur sig færa um að leika það eftir. Erlent 8.12.2006 09:28 Börnin stela jólunum Á miðvikudaginn síðastliðinn teygði tólf ára bandarískur strákur sig í jólapakka sem hann síðan opnaði, þrátt fyrir margar viðvaranir um að gera það ekki. Móðir hans hringdi því á lögregluna og lét handtaka son sinn. Því næst var farið með drenginn niður á lögreglustöð þar sem hann var svo ákærður fyrir þjófnað. Erlent 8.12.2006 09:19 Skýrsluhöfundar vilja að Bush fylgi henni eftir í einu og öllu Höfundar skýrslu um stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak segja að stjórnin verði að fara að öllum tillögum hennar. Þeir segja enn fremur að þeir 79 punktar sem settir eru fram í skýrslunni séu ekki „ávaxtasalat“ sem hægt sé að taka úr það sem maður vill. Erlent 8.12.2006 08:57 Hizbolla saka stjórn Líbanons um að vinna með Ísraelum Leiðtogi Hizbolla, Hassan Nasrallah, sakaði í morgun forsætisráðherra Líbanon, Fuad Saniora, um að vinna með Ísrael gegn Hizbollah í 34 daga stríðinu í sumar. Sagði hann Líbanonsstjórn hafa hjálpað til við að koma í veg fyrir að liðsmenn Hizbolla fengu vopnasendingar sínar. Erlent 8.12.2006 08:48 Kynlífshneyksli skekur pólsku stjórnina Stjórnin í Póllandi íhugar að boða til kosninga fyrr en áætlað var vegna kynlífshneykslis sem nú skekur hana en varaforsætisráðherra landsins, Andrzej Lepper, hefur verið sakaður um að ráða konur gegn því að þær sofi hjá honum. Hann neitar ásökunum. Erlent 8.12.2006 08:40 Jarðneskar leifar Páls postula finnast Fornleifafræðingar sem hafa unnið fyrir Vatíkanið hafa fundið steinkistu sem er álitin innihalda jarðneskar leifar Páls postula, eins af lærisveinum Jesú. Kistan fannst í grafhýsi undir kirkju í Róm. Erlent 8.12.2006 08:16 Jólatré sett upp við hlið Coliseum Íbúum Rómarborgar var komið skemmtilega á óvart í gær en borgaryfirvöld höfðu þá komið jólatréi fyrir við hliðina á hinu fornfræga hringleikahúsi Coliseum. Erlent 8.12.2006 07:43 Köngulóarmaðurinn í Mexíkó Lögreglumenn í Mexíkóborg handtóku í gær mann sem hafði klifið eina af hæstu byggingum borgarinnar í leyfisleysi. Maðurinn sem um ræðir heitir Alain Robert og gengur jafnan undir nafninu Köngulóarmaðurinn þar sem hann klífur byggingar án nokkurs öryggisbúnaðar. Erlent 8.12.2006 07:28 Jón Ásgeir áhrifamikill í breskum tískuheimi. Jón Ásgeir Jóhannesson er annar áhrifamesti maðurinn í breskum tískuiðnaði samkvæmt breska tískutímaritinu Drapers Fashion Magazine en blaðið tekur árlega saman lista yfir hundrað áhrifamesta fólkið í tískuiðnaðinum á Bretlandi. Erlent 8.12.2006 07:12 Litvinenko jarðaður Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var myrtur í nóvember, var jarðsettur í gær. Milljarðamæringar, gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda og tétenskir uppreisnarmenn söfnuðust saman til þess að fylgja Litvinenko til grafar en hann var grafinn í sama kirkjugarði og upphafsmaður kommúnismans, Karl Marx. Erlent 8.12.2006 07:09 « ‹ 203 204 205 206 207 208 209 210 211 … 334 ›
Fyrsta næturgeimskot í 4 ár Næturhiminn á Flórída í Bandaríkjunum lýstist upp í nótt þegar geimflauginni Discovery var skotið á loft frá Canaveral höfða. Þetta var í fyrsta sinn í fjögur ár sem geimflaug var skotið á loft að nóttu til. Erlent 10.12.2006 09:59
8 týndu lífi í bruna í Síberíu Að minnsta kosti 8 týndu lífi og 6 brenndust illa þegar eldur kviknaði á geðsjúkrahúsi í Síberíu í Rússlandi í gærkvöldi. Rúmlega 200 manns voru í byggingunni þegar eldurinn kviknaði. Erlent 10.12.2006 09:51
Ætlaði að kúga auðjöfra KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. Erlent 8.12.2006 19:22
Hlýtt í Evrópu Vísindamenn segja ekki hafa verið hlýrra í Evrópu á þessum árstíma í fimm hundruð ár. Óttast er að skíðamenn fái lítið sem ekkert að renna sér í Ölpunum þennan veturinn og þurfi þess í stað að taka fram gönguskóna vilji þeir njóta náttúrunnar þar. Erlent 8.12.2006 19:18
Aðlagist okkur eða farið annað -Ton y Blair Fólk sem vill setjast að í Bretlandi verður að semja sig að umburðarlyndum gildum þess, eða fara eitthvað annað, sagði Tony Blair, forsætisráðherra, í erindi sem hann flutti í dag. Erlent 8.12.2006 16:44
Þjóðverjar reykja áfram Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafnað tillögum um að ríkisstjórnin banni reykingar í skólum og á veitingastöðum um land allt. Ríkisstjórnin ætlar að láta hvert hinna sextán ríkja ákveða fyrir sig hvort reykingar verða bannaðar. Erlent 8.12.2006 14:18
Aldrei minni viðskiptahalli í Þýskalandi Vöruskipti í Þýskalandi voru jákvæð um 17,2 milljarða evrur eða 1.580 milljarða íslenskra króna í október. Vöruskipti hafa aldrei verið jákvæðari og er um að ræða met í efnahagssögu landsins, sem er eitt stærsta hagkerfi Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 8.12.2006 14:14
Yfirheyra lykilvitni í njósnaramorði Breskir og rússneskir lögreglumenn eru farnir að yfirheyra lykilvitni í morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, að sögn rússneskra fjölmiðla. Erlent 8.12.2006 14:09
Hráolíuverð yfir 63 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað talsvert og fór yfir 63 dali á tunnu í dag. Beðið er eftir ákvörðun OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja, sem sögð er hyggjast að draga enn frekar úr olíuframleiðslu til að minnka birgðastöðu á hráolíu og sporna við frekari verðlækkunum á hráolíu. Viðskipti erlent 8.12.2006 13:54
Vel þjálfaðar rottur Þær eru vel þjálfaðar rotturnar sem tóku þátt í fjölþraut í Nebraska í Bandríkjunum í gær. Það voru háskólanemar í bænum Lincoln sem efndu til keppninnar og mætti hver þátttakandi með þrautþjálfaða rottuna sína. Þeim var svo gert að klifra upp kaðla, taka þátt í langstökki, synda, hlaupa yfir hindranir og klifra upp veggi. Erlent 8.12.2006 12:23
Lykilvitni líkast til yfirheyrt í dag Allt bendir til þess breskir lögreglumenn yfirheyri í dag lykilvitni í rannsókninni á morðinu á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko. Yfirheyrslunni hefur ítrekað verði frestað vegna þess að vitni hefur verið til rannsóknar hjá læknum í Moskvu. Erlent 8.12.2006 12:19
Tugþúsundir lýstu stuðningi við Haniyeh og Hamas Tugþúsundir stuðningsmanna Hamas samtakanna komu saman til útifundar, í dag, þar sem þeir kröfðust þess að Ismail Hanyeh, forsætisráðherra ríkisstjórnar Palestínumanna leiði hvaða ríkisstjórn sem stofnuð verður í landinu. Erlent 8.12.2006 13:11
Skilyrði fyrir þátttöku Bandaríkjaforseti og forsætiráðherra Bretlands segja að ekki verið rætt við Írana og Sýrlendinga um mögulegar lausnir á ástandinu í Írak, líkt og ráðgjafarnefnd Bandaríkjaforseta leggur til, nema að uppfylltum skilyrðum. Formaður nefndarinnar segir um heildstæða tillögu að ræða og ekki hægt að velja eitt og hafna öðru. Erlent 8.12.2006 12:15
VRRRÚÚMMMM Skrúðvagnar eru vinsælir í skrúðgöngum, í Bandaríkjunum. Þeir eru gjarnan fullir af fögrum meyjum, eða þá einhverjum fígúrum. Pallbílar eru gjarnan notaðir í þessum tilgangi. Ökumaður eins slíks var í gær handtekinn fyrir ölvun við akstur. Erlent 8.12.2006 10:58
HP greiðir 1 milljarð króna Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir Bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins, sem sakaðir eru um að njósna um aðra stjórnarmenn og starfsmenn HP. Viðskipti erlent 8.12.2006 10:51
Bandaríkjaher banar 20 grunuðum al-Kaída liðum Bandarískar hersveitir felldu í dag 20 grunaða al-Kaída liða, þar á meðal tvær konur, í áhlaupi á búðir uppreisnarmanna í miðhluta Íraks. Erlent 8.12.2006 10:46
Hlýjasti vetur í langan tíma Skíðabrekkur í ölpunum eru snjólausar, ferðamenn í róm ganga um í stuttermabolum og rósir blómstra í Lundúnum. Þetta eru lýsingarnar á vetrinum sem nú ríkir og verður að segja að hann er mildari en bjartsýnustu menn bjuggust við. Erlent 8.12.2006 10:21
Madonna hannar fyrir H & M Poppstjarnan Madonna hefur tekið að sér að hanna fatalínu fyrir sænska tískurisann Hennes & Mauritz. Föt Madonnu eiga að koma á markað í öllum verslunum fyrirtækisins í mars á næsta ári. Erlent 8.12.2006 10:15
Vöxtur í Japan undir væntingum Landsframleiðsla er mun minni í Japan á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Greiningaraðilar, sem hafa þrýst á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í annað sinn á árinu, segja nú litlar líkur á hækkun þar sem það geti komið niður á efnahagslífinu. Viðskipti erlent 8.12.2006 09:44
Geta bjargað jörðinni frá árekstri Bruce Willis gerði það árið 1998, í myndinni Armageddon. Fleiri hetjur hafa gert það í ýmsum kvikmyndum í gegnum árin; forðað því að risastórir loftsteinar rækjust á jörðina og eyddu þar öllu lífi. Bandaríska geimferðastofnunin telur sig færa um að leika það eftir. Erlent 8.12.2006 09:28
Börnin stela jólunum Á miðvikudaginn síðastliðinn teygði tólf ára bandarískur strákur sig í jólapakka sem hann síðan opnaði, þrátt fyrir margar viðvaranir um að gera það ekki. Móðir hans hringdi því á lögregluna og lét handtaka son sinn. Því næst var farið með drenginn niður á lögreglustöð þar sem hann var svo ákærður fyrir þjófnað. Erlent 8.12.2006 09:19
Skýrsluhöfundar vilja að Bush fylgi henni eftir í einu og öllu Höfundar skýrslu um stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak segja að stjórnin verði að fara að öllum tillögum hennar. Þeir segja enn fremur að þeir 79 punktar sem settir eru fram í skýrslunni séu ekki „ávaxtasalat“ sem hægt sé að taka úr það sem maður vill. Erlent 8.12.2006 08:57
Hizbolla saka stjórn Líbanons um að vinna með Ísraelum Leiðtogi Hizbolla, Hassan Nasrallah, sakaði í morgun forsætisráðherra Líbanon, Fuad Saniora, um að vinna með Ísrael gegn Hizbollah í 34 daga stríðinu í sumar. Sagði hann Líbanonsstjórn hafa hjálpað til við að koma í veg fyrir að liðsmenn Hizbolla fengu vopnasendingar sínar. Erlent 8.12.2006 08:48
Kynlífshneyksli skekur pólsku stjórnina Stjórnin í Póllandi íhugar að boða til kosninga fyrr en áætlað var vegna kynlífshneykslis sem nú skekur hana en varaforsætisráðherra landsins, Andrzej Lepper, hefur verið sakaður um að ráða konur gegn því að þær sofi hjá honum. Hann neitar ásökunum. Erlent 8.12.2006 08:40
Jarðneskar leifar Páls postula finnast Fornleifafræðingar sem hafa unnið fyrir Vatíkanið hafa fundið steinkistu sem er álitin innihalda jarðneskar leifar Páls postula, eins af lærisveinum Jesú. Kistan fannst í grafhýsi undir kirkju í Róm. Erlent 8.12.2006 08:16
Jólatré sett upp við hlið Coliseum Íbúum Rómarborgar var komið skemmtilega á óvart í gær en borgaryfirvöld höfðu þá komið jólatréi fyrir við hliðina á hinu fornfræga hringleikahúsi Coliseum. Erlent 8.12.2006 07:43
Köngulóarmaðurinn í Mexíkó Lögreglumenn í Mexíkóborg handtóku í gær mann sem hafði klifið eina af hæstu byggingum borgarinnar í leyfisleysi. Maðurinn sem um ræðir heitir Alain Robert og gengur jafnan undir nafninu Köngulóarmaðurinn þar sem hann klífur byggingar án nokkurs öryggisbúnaðar. Erlent 8.12.2006 07:28
Jón Ásgeir áhrifamikill í breskum tískuheimi. Jón Ásgeir Jóhannesson er annar áhrifamesti maðurinn í breskum tískuiðnaði samkvæmt breska tískutímaritinu Drapers Fashion Magazine en blaðið tekur árlega saman lista yfir hundrað áhrifamesta fólkið í tískuiðnaðinum á Bretlandi. Erlent 8.12.2006 07:12
Litvinenko jarðaður Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var myrtur í nóvember, var jarðsettur í gær. Milljarðamæringar, gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda og tétenskir uppreisnarmenn söfnuðust saman til þess að fylgja Litvinenko til grafar en hann var grafinn í sama kirkjugarði og upphafsmaður kommúnismans, Karl Marx. Erlent 8.12.2006 07:09