Erlent

Fréttamynd

Landgöngulið Ísraela komið inn í Líbanon

Ísraelskir skriðdrekar og landgöngulið réðust í nótt inn í Suður-Líbanon. Hingað til hafa Ísraelar einungis gert loftárásir á Líbanon. 277 líbanskur borgari hefur nú látist í árásunum, þar af 42 í árásum í nótt en 25 Ísraelar hafa látist á rúmri viku í sprengjuárásum Hisbollah. Bush Bandaríkjaforseti ásakar nú Sýrlendinga um að kynda undir átökum milli Hisbollah og Ísraelshers til að styrkja áhrif sín í Líbanon. Ísraelskir hermenn réðust einnig inn í flóttamannabúðir í Gaza en þar létust tveir Palestínumenn í skotárásum og fimm í sprengjuárás Ísraela.

Innlent
Fréttamynd

Níðingar í framboð

Hollenskur dómstóll neitaði á mánudag að banna stjórnmálaflokk barnaníðinga, sem berst fyrir því að kynlífsaldur verði lækkaður niður í tólf ár úr sextán árum. Dómarinn sagði það vera rétt kjósenda að dæma um lögmæti stjórnmálaflokka.

Erlent
Fréttamynd

Búist við langvinnu stríði

Níu af hverjum tíu Ísraelum telja árásir ísraelska hersins á Líbanon eiga fullan rétt á sér, samkvæmt ísraelskri skoðanakönnun sem birt var í gær. Sextíu prósent aðspurðra Ísraela eru þeirrar skoðunar að herinn eigi að halda árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökunum í Líbanon hefur verið tortímt.

Erlent
Fréttamynd

350 létust í flóðbylgjunni

Tala þeirra sem létust í flóðbylgjunni sem reið yfir Jövu á Indónesíu á mánudag er komin yfir 340 og vara yfirvöld við því að fleiri muni líklega finnast látnir á næstu dögum. Meðal hinna látnu var sænskur karlmaður, en tvö sænsk börn fundust á lífi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Varar við þróuninni í Afríku

Forseti Frakklands, Jacques Chirac, varaði við því í viðtali á föstudag að Afríkubúar myndu flæða yfir jörðina ef ekkert yrði að gert til að þróa efnahag heimsálfunnar. Í sjónvarpsviðtalinu sagði forsetinn að um helmingur allra 950 milljóna Afríkubúa væri undir sautján ára aldri og að árið 2050 yrðu Afríkubúar orðnir tveir milljarðar talsins.

Erlent
Fréttamynd

Ungar konur illa upplýstar

Nýlegar rannsóknir sýna að konur virðast illa upplýstar um þá lifnaðarhætti sem geta valdið brjóstakrabbameini, að því er segir á fréttavef BBC.

Erlent
Fréttamynd

Breska lögreglan ákærð

Manoel Gomes Perreira, sendiherra Brasilíu í Bretlandi, hefur sagt breskum stjórnvöldum að hann sé undrandi á því að enginn breskur lögreglumaður verði ákærður vegna drápsins á Brasilíu­manninum Jean Charles de Menezes, sem lét lífið af völdum byssukúlna frá breskum lögreglumönnum á jarðlestastöðinni Stockwell í London hinn 22. júlí á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Bætur hvetji til barneigna

Mörg Evrópulönd hafa gripið til þess ráðs að hækka barnabætur til að hvetja fólk til að eignast fleiri börn. Ísland trónir á toppnum í Evrópu með 2,03 börn á hverja konu.

Erlent
Fréttamynd

Fólksflótti frá Líbanon

Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálfinn á Jövu

Jarðskjálftar eru tíðir í og við Indónesíu enda gengur þar Indó-Ástralíuflekinn undir Evrasíuflekann.

Erlent
Fréttamynd

Brugðust ekki við þrátt fyrir viðvörun

Þrátt fyrir að stjórnvöld á Indónesíu hafi fengið viðvörun um að jarðskjálftinn við eynna Jövu í gær, gæti valdið flóðbylgju, þá voru ekki gerðar neinar ráðstafanir til að vara fólk við á þeim svæðum sem voru í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Japanir leggja drög að viðskiptahindrunum

Japönsk yfirvöld eru nú að leggja drög að sérstökum viðskiptahindrunum gegn Norður-Kóreumönnum, til viðbótar við takmarkað viðskiptabann sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á laugardaginn.

Erlent
Fréttamynd

Vottuðu fórnarlömbum virðingu sína

Indverjar vottuðu 207 fórnarlömbum sprengjuárásanna á lestakerfið í Mumbai virðingu sína í dag með einnar mínútu þögn. Forseti Indlands, Abdul Kalam, lagði blómsveig á staðinn þar sem fyrsta sprengjan sprakk þegar nákvæmlega vika var frá fyrstu sprengingunni, rétt fyrir eitt að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Í það minnsta 327 manns látnir á Jövu

Tala látinna eftir flóðbylgju á eynni Jövu í Indónesíu er nú komin upp í 327 og 160 til viðbótar er enn saknað. Flóðbylgjan skall á suðurströnd Jövu eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter varð fyrir utan suðurströnd eyjarinnar í gærmorgun.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð nálægt 78 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á olíu lá við 78 dali á tunnu í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu mörkuðum og stendur verðið nálægt sögulegu hámarki. Ástæðan fyrir svo háu verði skrifast fyrst og fremst á loftárásir Íslaelsmanna á Líbanon en árásir skæruliðahópa á olíuvinnslustöðvar erlendra fyrirtækja í Nígeríu og vaxandi spenna vegna kjarnorkuáætlunar Írana á einnig hlut að máli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðmæti útfluttra sjávarafurða dróst saman

Verðmæti sjávarafurða til útflutnings á síðasta ári nam 112 milljörðum króna en það er 5,7 prósentum minna en árið á undan. Verðið hélst lítið breytt á heildina litið í íslenskum krónum og dróst framleiðslan, mæld á föstu verði ársins 2004, því saman um 5,6 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alþjóðlegt friðargæslulið til Líbanon

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvetja nú til að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent til Líbanons til að freista þess að stöðva sprengingar Hezbollah í Ísrael. Segja þeir að þetta sé árangursríkast til friðar, því ef næst að binda endi á sprengingar í Ísrael, hafi Ísraelar ekki lengur ástæðu til að ráðast á Líbanon

Erlent
Fréttamynd

Íslenskt götuheiti í Svartfjallalandi

Stjórnmálaflokkur í Svartfjallalandi hefur lagt fram tillögu um að breyta götuheiti þar í landi. Ætlunin er að gatan beri heiti eftir Íslandi en með því á að heiðra Íslendinga fyrir að hafa fyrstir orðið til þess að viðurkenna Svartfjallaland sem sjálfstætt ríki í maí á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisráðið dragi fæturna

Forseti Líbanon sakar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að draga fæturna í stað þess að grípa til aðgerða til að stöðva loftárásir Ísraela í Líbanon. Hann segir þetta með vilja gert til að gefa Ísrael meiri tíma til að knésetja Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Einn leiðtoga Rauðu kmeranna liggur fyrir dauðanum

Einn af herforingjum Rauðu kmeranna í Kambódíu liggur nú í dauðadái og eiga læknar ekki von á bata. Ta Mok hlaut viðurnefnið slátrarinn í þjóðernishreinsunum khmeranna i Kambódíu á áttunda áratugnum, sem eru með þeim verstu sem áttu sér stað í heiminum á síðustu öld. Óttast er að flestir ábyrgðarmanna þjóðarmorðanna verði látnir áður en næst að dæma þá fyrir glæpina sem þeir frömdu, en réttarhöld yfir þeim hafa enn ekki hafist. Málin hafa þó mjakast í rétta átt í mánuðinum þegar embættismenn voru kosnir til að skipuleggja réttarhöldin yfir þeim.

Erlent
Fréttamynd

Fundur ríkja sunnan Sahara

Nokkur hundruð manns eru nú saman komin í Goa í Malí til að kljást við ýmis vandamál sem hrjá Afríkuríki sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Fundurinn er settur á sama tíma og fundur átta helstu iðnríkja heims til þess að vekja athygli á ýmsum umræðuefnum sem forsvarsmenn ráðstefnunnar segja ekki hljóta neina umfjöllun á G8-fundinum, svo sem vopnuð átök sunnan Sahara, eyðni, skuldastaða Afríkuríkja og viðskiptahættir vestrænna fyrirtækja í Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi Hezbollah sagður slasaður

Ísraelsk sjónvarpsstöð heldur því nú fram að Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Þetta hefur hins vegar ekki enn fengist staðfest frá yfirvöldum en vitað er að sprengjuárásir Ísraela hafa meðal annars beinst gegn höfuðstöðvum Hezbollah.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmenn mótmæli í Indónesíu gegn árásum Ísraela

Þúsundir manna komu saman á götum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu í dag til að mótmæla árásum Ísraela á Líbanon og palestínsku sjálfstjórnarsvæðin. Margir báru spjöld sem sögðu Ísrael stunda hryðjuverk en aðrir báru palestínska fána. Ísraelski fáninn var fótum troðinn til að sýna fyrirlitningu mótmælendanna á ríkinu. Mótmælin eru þau stærstu í Indónesíu síðan árásir Ísraela á Líbanon hófust á miðvikudaginn. Indónesía hefur lengi stutt Palestínu að málum og neitar að viðurkenna Ísraelsríki.

Erlent
Fréttamynd

Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu

Enn er ekki búið að ná tökum á skógareldum í Kalirforníu í Bandaríkjunum. Um fjögur þúsund slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva eldana í gær. Lögreglumenn fundu í gær lík manns sem saknað hefur verið síðan á þriðjudag þegar hann bjóst til að yfirgefa heimili sitt á flótta undan eldunum. Slökkviliðsmenn hafa náð einhverjum tökum á eldunum sem geisa við Sawtooth en ekki eldum við Millard.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kóreumenn ætla ekki að hætta tilraunum sínum

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í nótt að setja takmarkað viðskiptabann á Norður-Kóreu vegna tilraunaskota þeirra á langdrægum eldflaugum. Norður-Kóreumenn svöruðu umsvifalaust að ekki kæmi til greina að falla frá frekari eldflaugaprófunum.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisráðið kallar ekki til vopnahlés í Líbanon

Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu.

Erlent