Erlent

Fréttamynd

Fær 300 milljarða króna í bætur

Árásin á World Trade Center hefur verið skilgreind sem tvær aðskildar árásir af dómstól í New York. Þetta þýðir að Larry Silverstein, sem var með byggingarnar tvær á langtímaleigu, fær greidda tæplega 300 milljarða króna í bætur.

Erlent
Fréttamynd

Hélt pilt í gíslingu tímunum saman

Maður undir áhrifum fíkniefna tók níu ára dreng í gíslingu, hélt hníf að hálsi hans og hélt piltinum föngnum í fjóra klukkutíma á götu fyrir utan skóla drengsins í Bangkok snemma í gærmorgun.

Erlent
Fréttamynd

Vilja nýja rannsókn á Estoniaslysi

Eistneskir stjórnmálamenn kröfðust þess að ný rannsókn yrði hafin á atburðunum sem leiddu til þess að ferjan Estonia sökk árið 1994. Kröfuna settu þeir fram eftir að upplýst var að ferjan hefði skömmu fyrir sjóferðina örlagaríku verið notuð til að flytja sovésk hergögn.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið að skána

Stjórnmálaástandið í Úkraínu er nú að róast eftir að fráfarandi forseti landsins sagði að hann myndi virða úrskurð Hæstaréttar um að endurtaka eigi síðari umferð forsetakosninganna.

Erlent
Fréttamynd

15 féllu í Sadí-Arabíu

Fimmtán manns féllu og nokkrir særðust í árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna, í Jeddah, í Sádi-Arabíu, í dag. Talið er víst að árásarmennirnir hafi verið liðsmenn Al Kaida hryðjuverkasamtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Áhyggjur af mengun vegna jólatrjáa

Náttúruverndarsamtök Danmerkur hafa miklar áhyggjur af mengun sem fylgir ræktun jólatrjáa, þar í landi. Tólf milljónir jólatrjáa eru felld árlega í Danmörku. Þar sem Danir eru ekki nema rúmlega fimm milljónir talsins, liggur í augum uppi að flest trén eru flutt úr landi. Árlegar gjaldeyristekjur af þessum útflutningi eru um tólf milljarðar íslenskra króna á ári.

Erlent
Fréttamynd

7 sprengingar á Spáni

Sjö sprengjur sprungu á Spáni fyrir stundu og eru tveir hið minnsta sárir. Samtök aðskilnaðarsinna í Baskalandi, ETA, vöruðu við því að komið hefði verið fyrir sprengjum á sjö stöðum í landinu og tókst lögreglu að bregðast við alls staðar. Á einum stað, í borginni Santijina dek Mar, í norðurhluta Spánar, særðust þó tveir eða þrír, eins og áður sagði.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðvarnarliðar elta byssumenn

Þjóðvarnarliðar í Sádí Arabíu eru nú í eltingaleik við byssumenn inni í bandarísku ræðismannaskrifstofunni í Sádí Arabíu. 4 þjóðvarnarliðar hafa fallið í valinn og 18 starfsmenn skrifstofunnar hafa verið teknir í gíslingu. Árásarmenn létu til skarar skríða fyrr í morgun og kveiktu í byggingunni, hentu að henni handsprnengjum og skutu að öryggisvörðum.

Erlent
Fréttamynd

Fimm særðust í sprengjuárásum

Fimm særðust þegar sjö sprengjur sprungu í jafnmörgum spænskum borgum á innan við hálftíma í gær. Sprengjuárásirnar voru verk ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, sem varaði við því skömmu áður en sprengjurnar sprungu að sprengingarnar væru yfirvofandi.

Erlent
Fréttamynd

Lítilsverð líf Araba

Líf araba eru minna virði en líf gyðinga. Þetta er álit eins af hverjum fimm ísraelskra hermanna þegar þeir hefja herþjónustu, segir Elazar Stern, hershöfðingi og yfirmaður starfsmannamála Ísraelshers, að því er dagblaðið Haaretz greinir frá.

Erlent
Fréttamynd

Ný hryðjuverkahrina í uppsiglingu

Aðskilnaðarsamtök Baska hafa látið á sér kræla á ný en hljótt hefur verið um þau undanfarin ár. Spánverjar óttast að sprengingarnar beggja vegna helgarinnar séu upphafið á nýrri hryðjuverkahrinu.

Erlent
Fréttamynd

Tólf féllu í bardaga í Jeddah

Tólf lágu í valnum eftir bardaga á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í sádi-arabísku hafnarborginni Jeddah. Bardaginn braust út eftir að hópur vígamanna, sem grunaðir eru um tengsl við al-Kaída, braut sér leið inn í ræðismannsskrifstofuna og náði henni á sitt vald.

Erlent
Fréttamynd

4 létust og 18 í gíslingu

Fjórir öryggisverðir voru drepnir og átján manns teknir í gíslingu, í árás á bandaríska ræðismannsskrifstofu, í borginni Jeddah, í Sádi-Arabíu í dag. Fregnir af þessum atburði eru óljósir ennþá, en svo virðist sem fimm menn vopnaðir hríðskotarifflum og handsprengjum hafi komist inn á lóð ræðismannsskrifstofunnar, og byrjað þar að kasta handsprengjum og skjóta.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverk í Sádi-Arabíu?

Byssugelt heyrist nærri bandarísku ræðismannsskrifstofunni í Jeddah í Sádi-Arabíu og reykur sést stíga til himins í nágrenni. 200 lögreglumenn hafa umkringt svæðið þar sem skrifstofan er, og segir talsmaður að neyðarástand sé á staðnum. Frekari upplýsingar hafa ekki fengist enn sem komið er.

Erlent
Fréttamynd

Réttað yfir tilræðismanni

Réttarhöld hófust í dag í París yfir manni sem er sakaður um að hafa reynt að myrða Jacques Chirac, forseta Frakklands, fyrir tveimur árum. Það var á Bastilludaginn árið 2002 sem Maxime Brunerie skaut tveim skotum úr riffli að forsetanum. Vegfarandi sló undir hlaupið á rifflinum þannig að skotin geiguðu og lögregluþjónn sneri tilræðismanninn niður.

Erlent
Fréttamynd

Mafían heldur áfram að drepa

Tveir menn til viðbótar hafa verið drepnir í innbyrðis átökum mafíunnar í Napolí. Annar maðurinn var veitingastaðaeigandi, sem var skotinn margoft í höfuðið um hábjartan dag fyrir framan viðskiptavini sína. Þar með hafa yfir 100 manns verið myrtir í átökum mafíunnar í Napolí á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Týndur og tröllum gefinn

Osama bin Laden er týndur. Þessu heldur Perves Musharraf, forseti Pakistans fram. Í viðtali við bandaríska dagblaðið Washington Post sagði hann leyniþjónustu Pakistans og Bandaríkjanna ekki hafa hugmynd um hvar leiðtoga al-Qaeda væri nú að finna. Sömu sögu er að segja af helstu samstarfsmönnum bin Ladens.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir áfram í Írak

Ítalir ætla að hafa hermenn sína áfram í Írak, þartil þarlend stjórnvöld segja að ekki sé þörf fyrir þá lengur. Gianfranco Fini, utanríkisráðherra, skýrði frá þessu í viðtali við breskt dagblað í dag.

Erlent
Fréttamynd

Réttað yfir tilræðismanni Chirac

Franskur nýnasisti sem reyndi að ráða Jaques Chirac forseta af dögum árið 2002 var leiddur fyrir rétt í dag. Maðurinn, sem gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, skaut úr riffli á Chirac, þar sem hann gekk fylktu liði eftir Champs Elysees breiðgötunni á Bastilludaginn fyrir tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Varað við flóðbylgju

Jarðskjálfti upp á sjö á Richter skók japönsku eynna Hokkaido fyrir stundu. Fréttir af atburðinum eru afar óljósar enn sem komið er en þó er vitað að tjón hefur orðið á byggingum og að fólk hefur slasast. Truflanir hafa orðið á samgöngum og orkuflutningi, en kjarnorkuver á svæðinu laskaðist ekki. Yfirvöld vöruðu fyrir skömmu við hættu á flóðbylgju.

Erlent
Fréttamynd

Abbas og Barghuti hnífjafnir

Mahmud Abbas og Marwan Barghuti eru hnífjafnir samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem mæla fylgi þeirra tíu frambjóðenda sem gefa kost á sér í leiðtogakosningum Palestínumanna. Abbas hefur hins vegar átján prósentustiga forskot í þriðju könnuninni.

Erlent
Fréttamynd

ETA ekki af baki dottnir

Aðskilnaðarhreyfing baska sprengdi í dag sjö sprengjur í sjö borgum Spánar. Tjónið var ekki mikið, en þetta er áfall fyrir Spánverja, sem héldu að nánast væri búið að uppræta hreyfinguna.

Erlent
Fréttamynd

Vill í stjórn með Likud

Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að sig fýsti mjög að ganga til samstarfs við Likudbandalag Ariels Sharon forsætisráðherra um myndun þjóðstjórnar í Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Janúkovitsj berst áfram

Viktor Janúkovitsj, forsætisráðherra Úkraínu, hét því í gær að taka þátt í endurtekningu seinni umferðar forsetakosninganna sem fram fara 26. desember. Fyrr um daginn hafði Leoníd Kútsjma forseti í raun hvatt Janúkovitsj til að draga sig í hlé.

Erlent
Fréttamynd

Nær samkomulagi en fyrr

Minnu munar á kröfum kaþólikka og mótmælenda en nokkru sinni fyrr í langvinnum og erfiðum viðræðum um myndun nýrrar sjálfstjórnar á Norður-Írlandi. Þetta sagði Ian Paisley, leiðtogi mótmælendaflokksins DUP, í gær. Hann sagði að áður en af samkomulagi gæti orðið yrði Írski lýðveldisherinn að sýna fram á að hann hefði afvopnast.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælum áfram haldið

Stjórnarandstæðingar og stuðningsmenn Viktors Júsjenko í Úkraínu ætla að halda áfram mótmælum og loka skrifstofum ríkisstofnana uns Leonid Kuchma, fráfarandi forseti og Viktor Janúkóvitsj, forsætisráðherra, tryggðu að endurtekning forsetakosninganna yrði með eðlilegum hætti. Mótmælin hafa nú staðið í hartnær þrjár vikur.

Erlent
Fréttamynd

Funda um Miðausturlönd í Bretlandi

Alþjóðleg ráðstefna um frið í Miðausturlöndum verður haldin á Bretlandi í janúar eða febrúar á næsta ári, samkvæmt frétt Daily Mirror í dag. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa samþykkt fyrirætlanir Breta um að bjóða ísraelskum og palestínskum ráðamönnum til viðræðna, en Tony Blair hefur lagt áherslu á friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Verða að samþykkja fjárhagsáætlun

Fjármálaráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að sá stjórnmálaflokkur sem hyggst koma inn í ríkisstjórnarsamstarf landsins verði að samþykkja fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Líkúd-bandalagsins fyrir næsta ár. Stjórnarsamstarfið, sem flokkur Ariels Sharons forsætisráðherra hefur leitt, sprakk í síðustu viku þegar ísraelska þingið hafnaði fjárhagsætluninni.

Erlent
Fréttamynd

21 hefur látist í Írak í morgun

Sautján Írakar létust og þrettán særðust í árás uppreisnarmanna í norðurhluta Íraks í morgun. Uppreisnarmennirnir óku tveimur bifreiðum og gerðu skothríð á strætisvagna. Í vögnunum var fólk á leið til vinnu. Yfirmaður í þjóðvarðliði Íraka var einnig drepinn skammt norður af Bagdad í morgun, sem og þrír lífverðir hans. 

Erlent