Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem verður stöðugt flóknari. Í dag féll Efling frá boðun nýrra verkfallsaðgerða vegna áhrifa af yfirvofandi verkbanni Samtaka atvinnulífsins. Hratt gengur á eldsneytisbirgðir og nú þegar er búið að loka fimm hótelum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í flókinni stöðu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en í dag var enn eitt dómsmálið í deilunni tekið fyrir í Landsrétti. Stjórnvöld lýsa yfir áhyggjum en segja það á ábyrgð deiluaðila að ná samningum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verði tillaga um verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur forseti ASÍ til okkar í settið og fer yfir þessa fordæmalausu stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Slitnað hefur upp úr kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Verkföll hefjast því aftur á miðnætti í kvöld. Við ræðum við settan ríkissáttasemjara, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forstjóra Skeljungs í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Við ræðum við systurina í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nágrannar áfangaheimilis í Vatnagörðum, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, höfðu lengi haft áhyggjur af brunavörnum og tilkynnt þær til Slökkviliðsins. Það sæti furðu að reka megi áfangaheimili í skrifstofuhúsnæði. Við sjáum myndir frá eldsvoðanum og ræðum við slökkvilið og íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Enn er setið á fundi í Karphúsinu þar sem samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa rætt málin síðan í morgun. Við verðum í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir nýjustu vendingar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir atburðarrásina í verkfalli Eflingar og viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins sem hófust með nýjum sáttasemjara í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forstjóri Skeljungs segir að bensínstöðvar gætu tæmst strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Við tökum stöðuna á bensíninu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hús féllu saman, flutningabílar liðuðust í sundur og lausamunir tókust á loft í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. Flugsamgöngur lömuðust og fara ekki aftur í gang fyrr en í nótt. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna ofsaveðursins, sem enn á eftir að skella á hluta landsins af fullum þunga. Við förum yfir óveðursdaginn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við fulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forysta Eflingar fékk óvænt áheyrn forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Eflingarfólk gerði hróp og köll að ráðherrum við ráðherrabústaðinn í morgun og krafðist tafarlausrar aðkomu forsætisráðherra að kjaradeilu félagsins. ASÍ harmar ofstækiskennda orðræðu kjaraviðræðnanna og fordæmir "viðurstyggileg ummæli" sem komið hafi fram

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenskt björgunarteymi og aðrir viðbragðsaðilar á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi og Sýrlandi etja nú kappi við tímann - von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðum dvínar stöðugt. Um tuttugu þúsund hafa nú verið staðfestir látnir og óttast er að sú tala hækki ört vegna ömurlegra aðstæðna sem eftirlifendur búa nú við. Við heyrum frá leiðtoga íslenska teymisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir vaxtahækkun Seðlabankans og hörð viðbrögð aðila vinnumarkaðarins vegna röksemda bankans fyrir hækkuninni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og verkfallsaðgerðir sem hófust í dag og atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir sem nú er að ljúka. Ríkissáttasemjari hefur óskað liðsinnis sýslumanns til að fá kjörskrá Eflingar afhenta þannig að atkvæðagreiðsla geti farið fram um miðlunartillögu hans.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði héraðsdómur að ríkissáttasemjari fær aðgang að kjörskrá Eflingar. Fjallað verður ítarlega um deiluna í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30 og rætt við ríkissáttasemjara um stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í á fjórða ár ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Við ræðum við borgarfulltrúa minnihlutans sem segir ekki hægt að fela sig á bak við stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir ekki í boði að Landhelgisgæslan verði án þeirrar viðbragðsgetu sem flugvélin TF-SIF veiti. Ríkisstjórnin fundaði um málið í dag og dómsmálaráðherra telur líklegt að ákvörðun um sölu verði dregin til baka. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að vinna saman að því með Seðlabankanum og ríkissjóði að draga úr þenslu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðunar verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Efling krefst þess að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld úr gildi og hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna tillögunnar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segum við frá glæfraakstri sem endaði með árekstri tveggja bíla þar sem fimm þurftu að fara á spítala. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur fylgst með kjaradeilu Eflingar og SA í dag. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna sem upp er komin í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir ákvörðun Þjóðverja sem loks tóku af skarið í dag um að senda öfluga skriðdreka til Úkraínu. Hann fundaði einnig í dag með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og við heyrum í henni í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút.Heimir Már Pétursson fylgdist með kjaramálum í dag og fer yfir þau í kvöldfréttum auk þess sem hann ræðir við forstjóra Íslandshótela – sem telur starfsfólk sitt ekki hafa áhuga á verkfalli.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Efling boðar til ótímabundinna verkfalla hótelstarfsmanna eftir tvær vikur, samþykki þrjú hundruð félagsmenn að leggja niður störf. Formaður félagsins væntir þess að fleiri fari í verkfall fallist atvinnurekendur ekki á kröfur þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent