Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins sagði af sér í morgun með vísan til átaka innan hreyfingarinnar. Ný valdablokk hefur fagnað afsögn Drífu og allt stefnir í að formenn VR, Eflingar og SGS reyni að koma róttækum breytingum til leiðar í haust. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna börnum undir tólf ára aldri að fara á gossvæðið í Meradölum. Landsbjörg segir ákvörðunina auðvelda starf björgunarsveita til muna, en aðrir telja að treysta eigi foreldrum til að meta aðstæður hverju sinni. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag vegna hópa fólks sem villtust við gosstöðvarnar, þrátt fyrir að lokað sé inn á svæðið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá gossvæðinu þar sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni, þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar klukkan fimm í nótt vegna vonskuveðurs.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aðstæður við gosstöðvar eru nokkuð verri nú en verið hefur en fjöldi fólks er þó á svæðinu. Veður er vont, mikill vindur og fólk þarf að varast gasmengun. Okkar menn, Vésteinn Örn og Einar Árnason, eru staddir við gosið og verða í beinni útsendingu í fréttatímanum kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ekkert lát er á eldgosinu í Meradölum. Þrátt fyrir að sprungan hafi minnkað hefur ekki dregið úr kraftinum. Við verðum í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sýnum frá sjónarspilinu við Fagradalsfjall í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ekkert lát er á skjálftahrinunni sem hófst á Reykjanesskaga um helgina og Grímsvötn hafa nú verið færð á gulan litakóða eftir snarpan skjálfta í dag. Gervitunglamynd sýnir kvikuinnskot og aflögun á Reykjanesi og ummerki hrinunnar eru greinileg á meðferðarheimilinu í Krýsuvík.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir funduðu í dag vegna skjálftahrinu. Íbúar í Grindavík undirbúa sig undir eldgos á sama tíma og það hrinur úr hillum. Við ræðum við bæjarstjóra Grindavíkurbæjar og skoðum tjón á munum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skjálfti af stærðinni 4,7 varð á Reykjanesskaga nú skömmu fyrir fréttir. Allar viðbragðsáætlanir eru tilbúnar hjá Grindavíkurbæ, ef eldgos hefst skammt frá bænum. Jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu, en skjálftar dagsins í dag mælast á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Grindvíkingar eru sumir orðnir þreyttir á hristingnum. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga. Við ræðum við náttúruvársérfræðing í kvölsfréttatímanum en hann útilokar ekki eldgos.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verslunarmannahelgin er skollin á, sú fyrsta frá því kórónuveirufaraldrinum lauk. Tugir þúsunda Íslendinga eru á ferðinni um landið ásamt öðrum eins fjölda ferðamanna. Við tökum stöðuna á ýmsum mannfagnaði hér og þar og spáum í helgarveðrið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá miklum hagnaði viðskiptabankanna þriggja sem skiluðu sameiginlegum afgangi upp á 32 milljarða á fyrra helmingi ársins. Formaður VR segir galið að kallað sé á hófsemi launafólks á sama tíma, sem að auki hafi orðið fyrir kaupmáttarskerðingu vegna mikillar verðbólgu og hækkunar á afborgunum húsnæðislána.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í móður fjögurra ára heyrnarlaus drengs sem hefur kært leikskóla hans vegna þess að hún telur drenginn ekki fá þá þjónustu sem honum beri samkvæmt lögum. Oft komi fyrir að enginn sem skilji táknmál sé á vakt og drengurinn því einangraður í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rýrnun kaupmáttar frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót gæti endað í allt að fimm prósentum. Heimir Már ræðir við hagfræðing hjá Landsbankanum sem skýrir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við verðbólgunni hafa valdið heimilum landsins meiri skaða en verðbólgan sjálf. Þetta segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna í umfjöllun um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. Við fjöllum um málið í Kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30 í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður gagnrýnir að stjórnvöld saki hælisleitendur um að ljúga til um kynhneigð og hafni þeim um hæli á þeim forsendum. Nýfallinn sé dómur í slíku máli sem slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðuna í Evrópu, en hitabylgjan skæða sem gengið hefur yfir álfuna síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag. Íslendingar þar eru teknir tali en þeir segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum höldum við áfram að greina frá afleiðingum mikillar hitabylgju sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarnar vikur. Hitamet var slegið í Bretlandi í dag þar sem hitinn fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 40 gráður. Gróður eldar læstu sig í íbúðarhús í úthverfi Lundúna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir ástandið í Evrópu vegna mikillar hitabylgju sem gengur yfir hluta meginlandsins og Bretlandseyjar. Þar varð mikil röskun á samgöngum og Luton flugvelli við Lundúni var lokað vegna hitaskemmda á flugbraut. Skógareldar loga víða um Portúgal, Spán og Frakkland og þar sem hundruð manna hafa látist vegna hitans og þúsundir hektara lands orðið eldi að bráð.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sérfræðingar vara við mannfalli í sögulegri hitabylgju sem gengur yfir Bretland á morgun og gróðureldar í Evrópu valda áfram gríðarlegri eyðileggingu. Íslendingur í Lundúnum segir borgarbúa uggandi, þeir búi sig undir það versta. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segir Úkraínuforseti frá því að öll úkraínska þjóðin syrgi hina fjögurra ára gömlu Lísu sem féll ásamt tuttugu og tveimur öðrum í eldflaugaárás Rússa á borgina Vinnytsia í gær. Hún var með downs og var nýkominn af talnámskeiði með móður sinni þegar eldflaug Rússa sprakk. Móðir hennar er mikið særð ásamt um hundrað öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að öll framlög ríkisins á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku í öllum göngum landsins duga ekki til að standa undir 47 milljarða kostnaði við gerð Fjarðarheiðarganga. Eins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur bent á hefur að legið fyrir lengi að göngin væru ófjármögnuð.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá því að allt önnur og lægri viðmið eru um tengda aðila í flestum öðrum greinum en gilda varðandi ráðandi hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að færa stórútgerðum fiskveiðiauðlind landsmanna á silfurfati.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að stjórnvöld ætla að taka upp veggjöld í öllum göngum landsins til að standa undir gerð nýrra gangna. Meðal annars umdeildra gangna undir Fjarðaheiði sem kosta 70 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Síldarvinnslan hefur keypt útgerðarfyrirtækið Vísi í Grindavík. Það getur þýtt að Síldarvinnslan fari upp fyrir leyfilegan hámarkskvóta. Við ræðum við forseta bæjarstjórnar Grindavíkur um kaupin í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma okkar klukkan 18:30. Við ræðum einnig við forstjóra Síldarvinnslunnar og framkvæmdastjóra Vísis um kaupin svo og íbúa í bænum.

Innlent