Innlent

Fréttamynd

Kirkjan harmar fyrirhugaða klámráðstefnu

Fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda á Íslandi er harkaleg áminning til þjóðarinnar að halda vöku sinni og taka höndum saman gegn klámi. Þetta segir í yfirlýsingu frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Ólafi Jóhannessyni formanni Prestafélags Íslands. Þeir harma að hópur klámframleiðenda hyggist halda fund hér á landi í tengslum við vinnu sína.

Innlent
Fréttamynd

Hálka á heiðum

Flughálka er á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Hálka er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland, þó eru sumstaðar hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum, Norður-og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir.

Innlent
Fréttamynd

Skíðasvæði opin á Norðurlandi og Vestfjörðum

Skíðasvæði eru opin víða á landinu. Hlíðarfjall er opið frá klukkan níu til fimm. Þriggja stiga frost var í fjallinu klukkan átta í morgun. Flestar skíðalyftur eru opnar og skíðafærið er frekar hart. Skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal við Ísafjörð eru opin frá klukkan tíu til fimm. Þar er ágætis færi, hiti við frostmark og skýjað en sér í sólarglætu út við Djúpið.

Innlent
Fréttamynd

Brutust inn í bíla í Reykjanesbæ

Tveir drengir, 17 og 18 ára, voru handteknir í Reykjanesbæ í gærkvöldi eftir að íbúi stóð þá að verki þar sem þeir voru að reyna að komast inn í bifreiðar. Þeir höfðu þá þegar farið inn í nokkrar bifreiðar og tekið lausamuni. Drengirnir gistu fangageymslur í nótt og verða yfirheyrðir af rannsóknarlögreglu nú fyrir hádegið.

Innlent
Fréttamynd

Þrír teknir á Akureyri með fíkniefni

Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn vegna gruns um fíkniefnamisferli í gær. Hún stöðvaði bifreið mannanna og fann við leit meint fíkniefni á mönnunum og í bifreiðinni. Mennirnir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru yfirheyrðir og sleppt af yfirheyrslum loknum.

Innlent
Fréttamynd

Eiríkur Hauksson vann Söngvakeppnina

Lagið "Ég les í lófa þínum" eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Kristjáns Hreinssonar vann Söngvakeppni Sjónvarpsins sem lauk nú rétt í þessu. Eiríkur Hauksson mun því verða fulltrúi Íslands í Evróvisjón söngvakeppninni sem fram fer í Helsinki í Finnlandi í maí.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið

Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannaverðlaun Íslands afhent

Blaðamannaverðlaun Íslands voru veitt í fjórða sinn á Hótel Holti nú rétt í þessu. Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku ársins 2006. Verðlaunin hlýtur hann fyrir afhjúpandi umfjöllun um málefni barnaníðinga og um Byrgið. Auðunn Arnórsson á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um Evrópumál og Davíð Logi Sigurðsson á Morgunblaðinu hlaut verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri eða áldrottning?

Fyrrverandi bæjarstjóri í Garði segir núverandi bæjarstjóra stefna að því að verða áldrottning. Sigurður Jónsson sem nú er sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi sendir meirihluta bæjarstjórnar í Garði tóninn á bloggsíðu sinni og gagnrýnnir umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Innlent
Fréttamynd

Mynd ársins 2006 valin

Mynd Árna Torfasonar ljósmyndara og formanns Blaðaljósmyndarafélagsins var valin mynd ársins á sýningu blaðaljósmyndara í Gerðarsafni í dag. Myndina tók Árni af Sif Pálsdóttur sem varð fyrst íslenskra kvenna Norðurlandameistari í fjölþraut fimleika.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar langt á eftir launaþróun annara stétta

Verðbólga og launaþróun hefur verið langt umfram það sem búast mátti við þegar kennarar voru "þvingaðir" til að samþykkja núverandi kjarasamning árið 2004. Þeir eru nú lægst launaðir allra uppeldis- og menntastétta. Þetta segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara í yfirlýsingu vegna frétta um að kennurum hafi verið boðin hækkun umfram samninga.

Innlent
Fréttamynd

Fékk rúðu í höfuðið

Níu ára stúlka fékk stykki úr rúðu á höfuðið þegar hún gekk niður Laugaveg í dag. Lögreglan fékk tilkynningu um heimilisófrið í húsi við Laugaveg sem endaði með því að tösku var kastað í rúðu með einföldu gleri. Stórt stykki féll úr rúðunni og lenti flatt á höfði stúlkunnar. Hún var með húfu og í góðri úlpu. Hana sakaði því ekki.

Innlent
Fréttamynd

Hundur glefsaði í andlit stúlku

Sjö ára gömul stúlka varð fyrir minniháttar meiðslum í andliti í dag þegar hundur glefsaði í hana í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Hundurinn var ekki í ól og vill vakthafandi læknir á slysadeild brýna fyrir fólki að hafa hunda ekki lausa.

Innlent
Fréttamynd

Átta yfirheyrðir vegna umferðarlagabrota

Alls hafa átta manns verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík í vegna umferðarlagabrota frá því seint í gærkvöldi til morguns. Öllum hefur verið sleppt og teljast málin upplýst. Að sögn lögreglu er þetta óvenju mikill fjöldi yfirheyrslna vegna umferðarlagabrota á einum degi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir ökufantar teknir

Tveir lögreglubílar skemmdust í gærkvöldi og nótt við að elta uppi ökufanta sem keyrðu á ofsahraða til að sleppa undan lögreglu. Báðir stefndu þeir samborgurum sínum í stórhættu.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hefur brugðist

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings.

Innlent
Fréttamynd

Minna tap hjá Kögun

Kögun hf skilaði 983 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við tæplega 636 milljóna króna tap árið á undan. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 3.632 milljónum króna á árinu sem er 99 prósenta hækkun frá 2005 auk þess sem rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 1.542 milljónum á árinu sem er liðleg tvöföldun á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir 5,5% verðbólgu í mars

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð lækki um 0,7 prósentustig í næsta mánuði. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,5 prósent miðað við 7,4 prósent í febrúar. Deildin segir lækkun matarskatts hafa veruleg áhrif á verðbólgumælinguna en að hækkun á verði fasteigna, fatnaði og skóm muni vega á móti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

BA og Goldman Sachs ekki í yfirtökuhugleiðingum

Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjölskylda borin röngum sökum í Borgarnesi

Fjölskylda í Borgarnesi hefur leitað ásjár lögreglunnar vegna þess að þar ganga sögur fjöllunum hærra um að lögreglan hafi gert húsleit hjá fjölskyldunni og fundið fíkniefni. Fjölskyldan er sökuð um að stunda fíkniefnasölu og hefur orðið fyrir aðkasti vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Handrukkurum sleppt úr haldi

Karli og konu á þrítugsaldri, sem voru handtekin í SPRON í gær, var í morgun sleppt úr haldi. Fólkið var handtekið eftir að hafa numið á brott ungan mann af heimili sínu, ógnað honum með hnúum og hnefum og farið með hann nauðugan í SPRON í Skeifunni þar sem hann átti að taka út pening til að borga skuld.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rétt verð á vefsíður flugfélaga

Neytendasamtökin krefjast þess að Neytendastofa geri flugfélögum að fara eftir settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Þau hafa lengi gagnrýnt framsetningar flugfélaga á verði flugferða á heimasíðum. Á þeim kemur heildarverð ekki fram fyrr en á seinni stigum í bókunarferlinu. Bera þau það saman við að verslanir gæfu upp verð án virðisaukaskatts á verðmerkingum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma TM undir spám

Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði 696 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæpa 7,2 milljarða krónur árið 2005. Hagnaður tryggingafélagsins nam 231,6 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006 sem er undir meðaltalsspá greiningardeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti 70,5 milljarðar fyrstu 11 mánuði ársins

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 70,5 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 samanborið við 63,2 milljarða á sama tímabili 2005. Aflaverðmæti hefur aukist um 7,3 milljarða eða 11,6%. Aflaverðmæti nóvembermánaðar nam 6,2 milljörðum en í nóvember í fyrra var verðmæti afla 5,7 milljarðar.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna

Lögregla stöðvaði ökumann á Austurvegi á Selfossi í nótt, grunaðan um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Bráðabirgðasýni sýndi að hann væri undir áhrifum amfetamíns og er þetta tólfti ökumaðurinn sem lögreglan á Selfossi tekur úr umferð frá áramótum vegna aksturs undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. Annar slíkur ökumaður var tekinn úr umferð í Reykjavík í nótt.

Innlent
Fréttamynd

17 ára ökumaður slapp með skrekkinn

Sautján ára ökumaður slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Álftanesvegi í nótt og bíllinn valt heila veltu. Hann var með öryggisbelti, sem talið er að hafi komið í veg fyrir að hann slasaðist. Ekkert bendir til að um ofsaakstur ahfi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldur sæta hótunum

Fjölskyldur starfsmanna barnaverndarnefndar Reykjavíkur sæta hótunum og voru þrjú slík mál send til lögreglurannsóknar í fyrra, að sögn Fréttablaðsins. Nú er ekki lengur talið óhætt að einn starfsmaður fari á vettvang, ef neyðartilvik koma upp, heldur fara tveir til þrír, eða einn í lögreglufylgd.

Innlent