Innlent

Fréttamynd

Stefna ótrauð saman í ríkisstjórn

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær fengju stjórnarandstöðuflokkarnir þrír meirihluta á Alþingi. Samfylkingin, VG og Frjálslyndi flokkurinn stefna enn að stjórnarsamstarfi eftir næstu alþingiskosningar þrátt fyrir snarpa umræðu um innflytjendur.

Innlent
Fréttamynd

Fimmti hver er erlendur

Erlendir starfsmenn eru yfir tuttugu prósent í Eflingu og flestir þeirra eru Pólverjar. Erlendir starfsmenn eru fjögur þúsund talsins, þar af eru Pólverjarnir yfir 1.200 manns. Karlar eru í meirihluta, eða fimmtíu og fimm prósent.

Innlent
Fréttamynd

Umræðan fari fram án öfga

"Þessar niðurstöður eru ekki úr takt við það sem ég hafði ímyndað mér. Fjölgun útlendinga hefur verið mjög hröð á síðustu tveimur árum og stjórnvöld hafa ekki náð að vinna úr öllum þeim fjölda. En það er vaxandi skilningur á þvi að gera þurfi átak í því að kenna útlendingum íslensku og íslenska siði og venjur," segir Pétur H. Blöndal, nefndarmaður í félagsmálanefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Fordómar hafa ekki aukist

Umræður síðustu daga um innflytjendamál hafa greinilega haft mikil áhrif á fólk að sögn Amal Tamimi, fræðslufulltrúa Alþjóðahúss og varaformanns Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún segir taki greinilega mark á því sem kjörnir þingmenn eins og Magnús Þór Hafsteinsson og Guðjón Arnar Kristjánsson segi.

Innlent
Fréttamynd

Borgin veitir foreldrum frístundakort

Frístundakort er nýtt styrktarkerfi vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum sex til átján ára í æskulýðs-, íþrótta- og menningarstarfi í borginni sem reiknað er með að komist í gagnið eftir tæpt ár. Borgarráð hefur falið íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur um kerfið og skila fyrir 1. desember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu prósent vilja frekari takmarkanir á dvalarleyfum

Ríflega 40 prósent telja fjölda útlendinga hér á landi vera lítið vandamál og um fjórðungur segir vandamálið ekkert, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.Þriðjungur segir vandamálið mikið. Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss segir að líti fólk í kringum sig sé líklegt að fáir komi auga á vandamál.

Innlent
Fréttamynd

Byggingin er ætluð öldruðum

Sigurður Helgi Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, telur ekkert óeðlilegt við að Eir standi að byggingu og rekstri menningarmiðstöðvar fyrir Reykjavíkurborg í Spönginni í Grafarvogi og sjái um útboð vegna hennar.

Innlent
Fréttamynd

300 milljónir í landkynningu

Ferðamálaráð Íslands hefur samþykkt að beina því til samgönguráðherra að fjárframlög til landkynningar á næsta ári verði stóraukin og stefnt að því að fjármunir til markaðssóknar verði um 300 milljónir árlega.

Innlent
Fréttamynd

Læknafélag ályktar æði mikið

Yfirstjórn Landspítalans virti í engu meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og framganga hennar gegn Stefáni E. Matthíassyni var ólögmæt. Yfirmenn LSH beittu Stefán jafnframt einelti.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun vill öll vatnsréttindi í ánni

Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal telja að Landsvirkjun hafi komið fram með nýja kröfu um öll vatnsréttindi í farvegi Jökulsár á Dal en því mótmælir lögmaður Landsvirkjunar harðlega. Málið er til meðferðar hjá matsnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fremst í forgangsröð

Stofnun framhaldsskóla í Rangárvallasýslu er ekki fremst í forgangsröð nýrra framhaldsskóla í landinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá því á Alþingi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sjá verðmat Landsvirkjunar

Fyrirspurnir um sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun, sem fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði lögðu fram á fundi í síðustu viku, voru ekki útræddar á fundi ráðsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Átta sækjast eftir þremur þingsætum

Eining er um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson alþingismaður skipi tvö efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hörð barátta er um önnur sæti listans.

Innlent
Fréttamynd

Ósamstiga í mikilvægum málum

Svör frambjóðenda í fjögur efstu sætin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík draga fram mynd af skýrum ágreiningi milli frambjóðenda. Margir frambjóðendur sem náð hafa nokkrum pólitískum frama takast á um efstu sætin á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Jarðarfarafíkill

Luis Squarisi, 42 ára maður frá 60.000 manna bæjarfélaginu Batatais í Brasilíu, er jarðarfarafíkill og hefur verið við hverja einustu jarðarför í bænum síðustu 23 árin. Fíknin byrjaði þegar pabbi Luis var jarðaður og Luis hefur nú hætt í vinnunni til að einbeita sér að jarðarförunum.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir á suðvesturhorninu í viðbragðsstöðu

Björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir suðvesturhluta landsins í nótt og í fyrramálið. Bílar frá þeim keyra sem stendur um hverfi og aðstoða fólk við að tryggja lausa hluti. Eitthvað er um að þau hafi líka fest niður hluti á byggingarsvæðum, svo sem stillasa.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir í viðbragsstöðu

Björgunarsveitir á suðvesturlandi eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir í nótt. Veður er þegar byrjað að versna og hefur Lögreglan í Reykjavík kallað út svæðisstjóra til þess að undibúa nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Eldur á tjaldsvæði Akraness

Klukkan tuttugu mínútur yfir átta í kvöld fékk lögreglan á Akranesi tilkynningu um eld í aðstöðu á tjaldsvæði bæjarins. Logaði glatt þegar slökkvilið bar að garði en um rúman hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Actavis 715 milljónir króna

Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis dróst nokkuð saman á þriðja fjórðungi ársins samanborið við síðast ár. Helsta ástæðan er kostnaður vegna yfirtökuferlis í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Hagnaður Actavis nam 8,2 milljónum evra eða tæpar 715 milljónir króna samanborið við 23,3 milljónir evra, jafnvirði 2 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fólk beðið að tryggja lausahluti

Björgunarsveitin Ársæll, sem starfar á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, og Lögreglan í Reykjavík vilja koma því á framfæri við fólk að binda niður garðhúsgögn, trampólín og allt annað lauslegt sem gæti tekist á loft í veðrinu sem á að ganga yfir í fyrramálið. Minnt er á fólk þarf að borga fyrir þær skemmdir sem hljótast af eigum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael

Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Innlent
Fréttamynd

Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum

Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hæfileikakeppni grunnskóla haldin í 16. sinn

Undanúrslitakvöld Skrekksins eru að hefjast. Kvöldin eru þrjú og verða haldin 13., 14. og 15. nóvember 2006 í Borgarleikhúsinu. Allir grunnskólarnir í Reykjavík hafa skráð sig til þátttöku að þessu sinni.

Innlent