Innlent

Fréttamynd

Ekki komið samkomulag um breytingu á matarskatti

Matarskattur og aðgerðir til að lækka matarverð voru ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki enn komist að niðurstöðu um til hvaða aðgerða skuli grípa. Reiknað er þó með að niðurstaða liggi fyrir fljótlega. Líklegt má telja að hún verði kynnt í stefnuræðu forsætisráðherra í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

67 teknir á meira en 190 í ágúst

Tugir bíla mældust á yfir 190 kílómetra hraða í ágústmánuði. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir hraðann aukast í takt við velsæld þjóðfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Gæti hagnast um 20 milljarða við sölu á Icelandair

Eignarhaldsfélagið FL Group gæti hagnast um tuttugu milljarða króna með fyrirhugaðri sölu á Icelandair, eða Flugleiðum, að mati markaðssérfræðinga. Það yrði einhver mesti söluhagnaður á svo skömmum tíma sem um getur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Sviss

Sviss, Finnland og Svíþjóð eru í þremur efstu sætum yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heimsins, samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum, sem kom út í dag. Bandaríkin voru í fyrsta sæti í fyrra en fellu niður í sjötta sæti. Ísland fer upp um tvö sæti á milli ára og vermir nú 14. sætið yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trúir ekki að Steingrímur hafi ekki spurt um leyniþjónustu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að það væri með miklum ólíkindum ef embættismenn hefðu ekki upplýst Steingrím Hermannsson, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra og forsætisráðherra um ráðstafanir lögreglunnar til að gæta öryggis ríkisins. Hafi Steingrími ekki verið sagt frá þessum grundvallaratriðum að fyrra bragði trúi hann ekki öðru en jafnathugull maður og Steingrímur hafi spurt.

Innlent
Fréttamynd

Taka undir kröfur sjúkraliða á LSH um nýjan stofnanasamning

Sjúkraliðar á sjúkrahúsi og heilsugæslu Akranes og sjúkraliðar á Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa sent frá sér ályktanir þar sem tekið er undir kröfur sjúkraliða á Landspítalans um að gengið verði frá nýjum stofnanasamningi við sjúkraliða tafarlaust.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís Ísfold stefnir á 6. sætið í Reykjavík

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Bryndís situr nú í framkvæmdastjórn flokksins og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hans.

Innlent
Fréttamynd

Varað við hálku á Holtavörðuheiði

Vegagerðin varar við hálku á Holtavörðuheiði, og er þetta líklega fyrsta hálkuviðvörunin í haust. Þá er varað við steinkasti á Hellisheiðinni frá Skíðaskálanum í Hveradölum að Kömbunum og eins efst í Þrengslunum vegna klæðningarvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um vetni

Sjötti fundur stýrinefndar Alþjóðavetnissamstarfsins verður haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 26. og 27. september.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um byggingu menningarhúss í Skagafirði

Algjör óvissa ríkir um byggingu menningarhúss í Skagafirði eftir deilur og aðdróttanir á síðasta sveitastjórnarfundi. Sóknarpresturinn í Glaumbæ krefst afsökunarbeiðni og stefnir í dómsmál.

Innlent
Fréttamynd

Tófan á ferð

Illa leikin ær fannst á túni bóndans á Stað í Súgandafirði fyrir skömmu. Svo virðist sem tófan hafi verið að verki en ærin lifði þó árásina af.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirsk Jökulsárganga

Vestfirskt áhugafólk um verndun hálendisins ætlar á morgun að mótmæla yfirvofandi náttúruspjöllum á austfjarðarhálendinu með því að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Listaverk og skrímsli í Faxaskála

Vinnuvélar, sem minna einna helst á skrímsli úr vísindaskáldsögu, rífa nú í sig leifarnar af Faxaskála við Reykjavíkurhöfn. Aðkoman á vinnusvæðinu líkist heimkynnum skrímslanna í slíkri sögu eða jafnvel vígvelli.

Innlent
Fréttamynd

Niðurgreitt flug til Eyja?

Flug til Eyja verður niðurgreitt af ríkinu ef ekki finnst á næstu 6 mánuðum flugfélag sem treystir sér til að halda úti flugi milli Eyja og Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Val á prestum ekki undir jafnréttislög

Kirkjuráð ætlar að leggja til við Kirkjuþing í október að prestar verði kosnir leynilegri kosningu, meðal annars til að tryggja að valið falli ekki undir jafnréttislög.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki aðstoð barnaverndaryfirvalda

Móðir af erlendum uppruna fær ekki aðstoð barnaverndaryfirvalda á Álftanesi til að sækja barn sitt til forsjárlauss föður sem hefur haldið barninu í leyfisleysi frá því í ágúst. Drengurinn átti að byrja í skóla fyrir mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra seig úr þyrlu

Öryggisvika sjómanna var sett í dag í rjómablíðu út við sundin blá. Í vikunni verða sjómenn hvattir til að þjálfa viðbrögð við slysum og sjávarháska.

Innlent
Fréttamynd

Eignir íslenskra heimila hækka

Eignir íslenskra heimila hækkuðu að verðmæti í ágúst eftir nánast stöðugan samdrátt frá því í mars ef miðað er við eignaverðsvísitölu greiningardeildar KB banka. Vísitalan hækkaði um 4,3% í mánuðinum og fór vöxtur vísitölunnar síðustu tólf mánuðina þar með úr 2,3% í 5,6% að raunvirði.

Innlent
Fréttamynd

Leigusamningur vegna tækja líklega framlengdur

Leigusamningur milli íslenskra og bandarískra stjónvalda vegna tækjabúnaðar á Keflavíkurflugvelli verður hugsanlega framlengdur um fjögur ár til viðbótar því ári sem samið verður um. Frá þessu er greint á vef Víkurfétta.

Innlent