Innlent

Fréttamynd

Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku

Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir þrettán ára stúlku Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur. Sigrún Mjöll fór frá heimili sínu í Kópavogi á síðastliðið föstudagskvöld og hefur hún ekkert látið vita af sér síðan þá. Sést hefur þó til hennar bæði í Kópavogi og í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í dag dæmdur í mánaðarlangt fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa í sumar skallað annan mann á veitingastað á Reyðarfirði með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga og skurð á kinnbeini.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís sækist eftir fjórða sæti í Kraganum

Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður, gefur kost á sér í fjórða til fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingkosningar. Bryndís starfar sem verkefnisstjóri Evrópuverkefna hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun.

Innlent
Fréttamynd

Hvalfjarðargöng lokuð næstu tvær nætur

Vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum verða göngin lokuð yfir nóttina frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfaranætur þriðjudags 26. og miðvikudags 27. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Stofnað til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík

Ákveðið var á fyrsta fundi nýs leikskólaráðs 22. september að stofna til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík, sambærileg þeim sem veitt eru árlega til grunnskóla í borginni. Hvatningarverðlaunin verða veitt sex skólum ár hvert eftir því sem segir í tilkynningu frá menntasviði.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir að hafa banað manni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa verið valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæi í desember 2004.

Innlent
Fréttamynd

Mikil veltuaukning í dagvöruverslun

Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Sé miðað við hlaupandi verðlag nemur aukningin 22,1 prósenti á milli ára. Áfengi jókst verulega á milli ára eða um 28,3 prósent á hlaupandi verðlagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varað við steinkasti á Hellisheiði

Vegagerðin varar við hættu á steinkasti á Hellisheiðinni frá Skíðaskálanum í Hveradölum að Kömbunum og eins efst í Þrengslunum. Verið er að klæða veginn og eru vegfarendur beðnir að virða hraðatakmarkanir.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn kaupir breskan banka

Landsbankinn hefur fengið samþykki fjármálaeftirlitsins bæði hér á landi og í Guernsey fyrir kaupum á Cheshire Guernsey Limited, banka á eynni Guernsey í Ermasundi. Bankinn greindi frá því 4. ágúst að samningar hefðu náðst um kaup á bankanum í Guernsey.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birna stefnir ofarlega á lista sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Birnu segir að þar sem ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti verður raðað á lista flokksins telji hún ótímabært að tiltaka ákveðið sæti, en hún bjóði sig fram ofarlega á listann.

Innlent
Fréttamynd

Sala á áfengi og dagvöru eykst milli ára

Landsmenn vörðu mun meira til kaupa á dagvöru og áfengi í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum rannsóknarseturs verslunarinnar. Velta í dagvöruverslun var 8,8 prósentum meiri í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi.

Innlent
Fréttamynd

FlyMe hætt við Lithuanian Airlines

Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur hætt við yfirtöku á Lithuanian Airlines eftir að niðurstöður áreiðanleikakönnunar lágu fyrir. Fons, stærsti hluthafinn í FlyMe, eignaðist um þriðjungshlut í Lithuanian Airlines snemma á árinu og var ætlunin að FlyMe eignast allt félagið. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að kaupa ekki rúman helming í breska leigflugfélaginu Astraeus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afar mikilvægt að byggja nýtt sjúkrahús sem fyrst

Deildarráð læknadeildar telur afar þýðingarmikið fyrir þjóðina að byggt verði nýtt háskólasjúkrahús sem fyrst, svo unnt verði að ljúka sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ráðið hvetur í tilkynningu til samstöðu allra innan sem utan Landspíatala- háskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólaskólasjúkrahússins og heilbrigðisvísindadeilda á einum stað.

Innlent
Fréttamynd

Kaupsamningum fjölgar eilítið

Aðeins fleiri kaupsamningum vegna húsnæðiskaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en meðaltalið hefur verið síðustu 12 vikurnar, sem er 107 samningar.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast sitja í anddyri Landsvirkjunar í dag

Lítill hópur fólks hefur komið sér fyrir í anddyri höfuðstöðva Landsvirkjunar við Háaleitisbraut og vill að fyllingu Hálslóns verði frestað. Talsmaður hópsins segir hann vera að bregðast við ákalli Ómars Ragnarssonar fréttamanns til þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

TM semur við norskt tryggingafyrirtæki

Tryggingamiðstöðin hefur gert samning við norska tryggingafyrirtækið Møretrygd um vátryggingasamstarf á sviði frum- og endurtrygginga. Samningurinn nær til vátrygginga vegna hátt á áttunda hundrað báta og skipa og er til þriggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minna háðir innlendu efnahagsumhverfi

Matsfyrirtækið Fitch Ratings, sem metur lánshæfi opinberra aðila og fyrirtækja, segir í nýrri skýrslu að íslenska bankakerfið hafi tekið róttækum breytingum undanfarin ár og að bankarnir séu nú minna háðir innlendu efnahagsumhverfi en áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Matarskattur gæti lækkað umtalsvert

Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hins vegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn.

Innlent
Fréttamynd

Spáir nýju hagvaxtarskeiði eftir rúmt ár

Landsbankinn spáir nýju hagvaxtaskeiði eftir rúmt ár, eða árið 2008. Þetta kemur fram í hagspá Landsbankans sem kynnt var í morgun. Nýja hagvaxtaskeiðið árið má rekja til áframhaldandi stóriðjuframkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Anna Sigríður gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi

Anna Sigríður Guðnadóttir, varaformaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og stefnir að kjöri í 4.- 5. sæti á lista flokksins við alþingiskosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst.

Innlent
Fréttamynd

Stofna undirbúningsfélag um stækkun Suðurlandsvegar

Stofna á undirbúningsfélag, Suðurlandsveg ehf., um að leggja fjögurra akreina veg á milli Selfoss og Reykjavíkur í einkaframkvæmd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum félagsins sem boðað hafa til blaðamannafundar í Litlu-Kaffistofunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Avion Group undir væntingum

Avion Group skilaði rétt rúmlega 201,5 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi reikningsársins sem lauk í júlí. Þetta er undir væntingum stjórnenda félagsins en bæði KB banki og Landsbankinn reiknuðu með að félagið myndi skila yfir fimm milljarða króna hagnaði á fjórðungnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slapp án skráma þegar jeppi valt

Kona um tvítugt slapp ómeidd og ekki einu sinni skrámuð þegar hún missti stjórn á stórum jeppa sínum á Hellisheiði upp úr miðnætti með þeim afleiðingum að jeppinn endastakkst, valt og hafnaði loks á hjólunum, gjörónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Á 130 km hraða í höfuðborginni

Tveir ungir ökumenn, 17 og 18 ára, voru stöðvaðir á Reykjanesbraut á móts við Smárann í Kópavogi í gærkvöldi eftir að þeir höfðu mælst á tæplega 130 kílómetra hraða í kappakstri sem hófst á milli þeirra á Miklubraut.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að fyllingu Hálslóns verði frestað

Hópur manna hyggst koma saman nú klukkan níu við höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Háaleitisbraut til þess að mótmæla því að byrjað verði að fylla Hálslón í vikunni. Hópurinn ætlar að reyna að fá fund með Friðrik Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar, og fara fram á það á fyllingu lónsins verði frestað eins og Ómar Ragnarsson hefur lagt til.

Innlent