Innlent

Fréttamynd

Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu

Flugumferðarstjórn hefur ekki orðið fyrir neinum áhrifum þó að herinn hafi hætt eftirliti með flugumferð. Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitshlutverkinu, að mati flugmálastjóra. Varaformaður Samfylkingarinnar vill að Nató borgi.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri sjálfboðaliðar

Metþátttaka var í söfnun Rauða kross Íslands, Göngum til góðs, sem fór fram í gær. Að þessu sinni var safnað fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Sjálfboðaliðar gengu hús úr húsi í gær og söfnuðu fjárframlögum en einnig er hægt að gefa með því að hringja í söfnunarnúmer.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar komust út af sjálfsdáðum

Eldur kviknaði í kjallara íbúðarhúss á Hlíðarvegi í Kópavogi um sexleytið í gærmorgun. Íbúar kjallarans urðu eldsins varir og komu sér út af sjálfsdáðum. Það sama gerði fjögurra manna fjölskylda sem býr á efri hæð hússins. Tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Samkaup skoða kaup á Lóni

Þrír íhuga kaup á rekstri Lóns á Þórshöfn, en eigendur verslunarinnar óskuðu eftir að hún yrði tekin til gjaldþrotaskipta fyrir helgi. Fyrirtækið Samkaup er meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga.

Innlent
Fréttamynd

Sérstök deild kynferðisbrota

Stofnun sérstakrar kynferðisbrotadeildar er á meðal þess sem lagt er til í nýju skipuriti um löggæslu á höfuðborgarsvæðinu sem er nú í umsagnarferli hjá dómsmálaráðuneytinu og ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán ára daglegir neytendur fíkniefna

Fjórtán ára gömul börn, sem eru daglegir neytendur fíkniefna, hafa reglulega leitað sér lækninga á meðferðarheimilum. Forstöðumaður Barnaverndarstofu segir árangur af forvarnarstarfi meðal grunnskólabarna vera ótvíræðan.

Innlent
Fréttamynd

Karlmenn um þriðjungi fleiri

Starfandi erlendir ríkisborgarar á Íslandi voru 9.010 í fyrra eða 5,5 prósent af heildarfjölda starfandi sem er aukning um 3,2 prósent frá árinu 1998 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

186 viðtöl í Barnahúsi

Alls voru 186 rannsóknarviðtöl tekin við börn í Barnahúsi á síðsta ári vegna gruns um að þau hefðu sætt kynferðisofbeldi. Bragi Guðbrandsson forstjóri segir að árin 2004 og 2005 hafi fleiri börn þurft að mæta í dómshús en Barnahús vegna skýrslutöku.

Innlent
Fréttamynd

Óþarft sérákvæði um heimilisofbeldi

Formaður refsiréttarnefndar segir það hafa verið einróma álit nefndarinnar að sérákvæði um heimilisofbeldi væri óþarft. Ágúst Ólafur Ágústsson telur sér­ákvæði til bóta. Dómsmálaráðherra vill sjá hvernig lagabreytingin reynist.

Innlent
Fréttamynd

Orsök fjölda alvarlegra slysa

Fjölmörg alvarleg umferðarslys hafa orðið vegna aksturs yfir óbrotna línu á þjóðvegum landsins. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi umferðarstofu, segir mjög algengt að ekið sé yfir heilar línur og telur víst að ökumenn geri sér ekki grein fyrir hættunni sem því fylgir.

Innlent
Fréttamynd

Innflutningurinn skipulagður

Tveir Litháar sitja í gæsluvarðhaldi eftir að alls rúm ellefu kíló af ætluðu amfetamíni fundust í tveimur bifreiðum mannanna við komu hingað til lands með ferjunni Norrænu á Seyðisfirði á fimmtudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að auka öryggiskennd

Hverfisráð miðborgar ætlar að leita leiða til þess að auka öryggiskennd þeirra sem vilja sækja miðborgina heim, hvort sem er í miðri viku eða um helgar. Kannanir sýna að margir landsmenn telji að þeim sé hætta búin af því að vera í miðborginni að kvöldi til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Styrkja dreng með hvítblæði

Hátíð til styrktar tíu ára dreng með hvítblæði fer fram í Grindavík í dag. Meðal þeirra sem koma fram eru KK, íbúar Latabæjar, Skítamórall og Rúnar Júlíusson. Allir sem taka þátt í hátíðinni gefa sína vinnu og rennur aðgangseyririnn til fjölskyldu drengsins. Hátíðin verður haldin í Festi og hefst klukkan fimm.

Innlent
Fréttamynd

Skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra

Risabor Impregilo braut sér leið gegnum seinasta haftið í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í gær. Á fimmtán kílómetra leið skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar áfanganum var náð.

Innlent
Fréttamynd

Ekki rof á skyldum gagnvart NATO

Íslendingar bregðast ekki skyldum sínum gagnvart NATO þótt ratsjáreftirlit sé takmarkað, að mati Geirs Haarde, forsætisráðherra. Hann segir varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn eiga að ljúka fyrir mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Fann fórnarlambið á vefsíðu fyrir samkynhneigða

Pilturinn sem kom sér í kynni við mann í gegnum netið gagngert til að drepa hann, fór inn á vef fyrir samkynhneigða, þar sem hann taldi að þá væri auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Hann dvelur nú á unglingaheimili.

Innlent
Fréttamynd

Haftið rofið

Stærsti jarðborinn lauk hlutverki sínu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í morgun. Herdís Sigurgrímsdóttir var fyrir austan og fylgdist með ferlíkinu brjóta niður síðasta berghaftið.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að bregðast við misskiptingu

Rúmlega 2500 manns gengu til góðs í dag og söfnuðu fé handa börnum í suðurhluta Afríku. Einn göngumanna var forseti Íslands sem telur einnig brýnt að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur hrindi af stað þjóðarátaki til að jafna lífskjörin á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hestamenn og vegfarendur verði á varðbergi

Svokallaður Grafarvogsdagur stendur nú yfir en honum lýkur með flugeldasýningu klukkan 22:00 í kvöld. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að vitað sé að hross geti fælst við flugelda og því biður lögreglan í Reykjavík bæði hestamenn og vegfarendur að vera á varðbergi.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglustjórafélag Íslands stofnað

Stofnfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn á Hvolsvelli í dag. Félagið er stofnað vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi lögreglunnar og eru félagar allir lögreglustjórar og aðstoðarlögreglustjórar sem sinna mun þeim störfum eftir 1. janúar 2007.

Innlent
Fréttamynd

Missa tökin á raunveruleikanum

Ofbeldisfullir tölvuleikir og sjónvarpsefni hafa áhrif á þau ungmenni sem veik eru fyrir og geta orðið til þess að þau missi tökin á raunveruleikanum. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessari þróun hérlendis fremur en annars staðar, segir Hugo Þórisson, barnasálfræðingur, en mál sextán ára pilts sem leitaði uppi mann til að drepa í gegnum netið, hefur vakið mikinn óhug.

Innlent
Fréttamynd

Gengið til góðs

Söfnun Rauða Krossins, Göngum til góðs hófst í morgun. Að þessu sinni er safnað fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi.

Innlent
Fréttamynd

Sífellt fleiri börn metin í sjálfsvígshættu

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Innlent
Fréttamynd

Fremur róleg nótt um allt land

Fremur rólegt var hjá lögreglu um allt land í nótt. Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru þó fullsetnar í morgunsárið en að sögn varðstjóra á vakt höfðu þeir sem þar gistu unnið sér það eitt til saka að vera ofurölvi. Þrír voru teknir fyrir ölvuanarakstur í höfuðborginni í nótt.

Innlent
Fréttamynd

50 börn á bráðamóttöku BUGL fyrstu 5 mánuði 2006

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Innlent
Fréttamynd

Einstakt mál hérlendis

Mál sextán ára pilts sem segist hafa leitað sér fórnarlambs á netinu til að ráða af dögum, er algerlega einstakt hérlendis. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir piltinum í gær, fyrir að hafa stungið 25 ára mann í bakið með hnífi. Pilturinn ber að hann hafi langað til að drepa mann og því hafi hann lagt til þessa netkunningja síns með hnífi þegar hann fékk tækifæri til.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í plastkari læsti sig í klæðningu húss

Kveikt var í plastkari í Skeifunni um hálffimmleytið í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði talsvert í karinu og hafði eldurinn náð að læsa sig í klæðningu á húsi sem karið stóð við. Slökkviliðið var þó fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Brennuvargurinn er ófundinn.

Innlent