Skoðanir

Fréttamynd

Lokaorð um Nasa

Í byrjun júní á að loka skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um skipulag svæðisins, sem er eflaust eftirsóttasti landskiki landsins fyrir utan Grímsstaði á Fjöllum. Kaupsýslumaður á húsið og vill ráðstafa því öðruvísi en það er gert í dag, en það á eftir að koma í ljós hvers konar hús rís á svæðinu. Tónlistarmenn hafa lagt hart að borginni að bjarga Nasa, en erfitt er að sjá hvernig á að fara að því án þess að punga út mjög mörgum milljónum af almannafé.

Bakþankar
Fréttamynd

Goðsögnum hnekkt

Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda skiptast eftir þeim framhaldsskólum sem nemendurnir koma úr. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tilteknir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Fyrst og fremst sýnir rannsóknin þó fram á að munur milli skóla er ekki afgerandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forseti og siðferði

Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér.

Skoðun
Fréttamynd

Uppvakningur tekinn í fóstur

Sagt var að siðfræði margra þeirra sem áttu og stjórnuðu gömlu bönkunum fyrir hrun hefði rúmast í þessari setningu: "Við eigum þetta, við megum þetta." Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur vísaði í þessa hugsun í sjónvarpsviðtali nýlega þegar hann var að skýra þá ákvörðun meirihluta Alþingis að ákæra fyrrum forsætisráðherra einan vegna hrunsins og sleppa ráðherrum Samfylkingarinnar. Og í þessari viku skaut svo þetta hugarfar upp kollinum á ný eins og uppvakningur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvenær vegur maður að…

Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð.

Skoðun
Fréttamynd

Að varðveita sögu allra

Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Til borgarfulltrúa Besta flokksins

Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn.

Skoðun
Fréttamynd

Brjótið lög!

Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið sett mikinn þrýsting á lífeyrissjóði landsins um að brjóta lög og taka þátt í að hjálpa þeim að ná skammtímamarkmiðum sínum, á kostnað langtímahagsmuna eigenda sjóðanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskaði eftir því í byrjun október 2008 að lífeyrissjóðirnir flyttu heim helming erlendra eigna sinna, sem þá voru um 250 milljarða króna virði. Ekki þarf að tíunda hvað slík aðgerð hefði haft í för með sér hefðu bankarnir ekki hrunið til grunna og komið í veg fyrir að á hana reyndi. Féð hefði enda væntanlega verið fest, að minnsta kosti að hluta, í fjármálagerningum föllnu bankanna eða ógjaldfærra skuldara þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn um sæstreng

Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. "aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara“ o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi.

Skoðun
Fréttamynd

Landspítali í Fossvog

Við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala í eina stofnun á árinu 2000 var farið að skoða möguleika á hvernig ætti að fara í þetta mál. Fengnir voru ráðgjafar frá Kaupmannahöfn en þeir þekktu mjög vel til hér vegna fyrri heimsókna. Eftir að hafa skoðað málin og rætt við fjölda yfirmanna hinna ýmsu deilda var niðurstaða þeirra mjög skýr.

Skoðun
Fréttamynd

Björt framtíð

Öfugt við væntingar hafa mörg okkar, sem sóttum málþing á vegum Háskólans á Bifröst og Neytendasamtakanna þann 13. apríl s.l. um framtíð landbúnaðar í breyttum heimi, farið af ráðstefnunni bjartsýnni á framtíðina en við vorum fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Einstefna?

Ég þekki ekki réttindi mín vel, ef eitthvað fer úrskeiðis. Er svo lánsamur að hafa ekki þurft á „stuðningsneti samfélagsins" að halda. Enn þá. Ég er þó ekki svo vitlaus að halda að þessi gæfa mín muni endast. Kannski hafa örlaganornirnar ofið mér vef sem leiðir mig á endanum fram af húsþaki eða fyrir bíl. Eða ég missi heilsuna langt fyrir aldur fram vegna sjúkdóms. Tíminn hlífir mér ekki frekar en öðrum. Eina sem ég get gert er að vona að minn þráður trosni ekki og slitni áður en eðlilegt getur talist.

Bakþankar
Fréttamynd

Komum mynd á mannréttindi

Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Vísindagreinar á mannamáli

Þó nokkur umfjöllun hefur átt sér stað í fjölmiðlum og í fræðasamfélaginu eftir að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ, tók saman hve margar greinar eftir íslenska vísindamenn hafa birst í virtum erlendum tímaritum undanfarin ár og áratugi. Hann komst að því að greinum eftir íslenska vísindamenn hafði fjölgað jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi og verið 1.049 árið 2010. Þeim hafi síðan fækkað um 13% árið 2011 og verið þá um 900. Fram kemur í skýrslu Rannís um rannsóknir og þróun árið 2011 að Íslendingar hafa sýnt mesta hlutfallslega aukningu í birtingu á greinum í ritrýndum fagritum frá 1984 til 2008 sé tekið mið af frammistöðu annarra norrænna ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Fiskveiðifrumvörpin eru andstæð þjóðarhagsmunum

Svo ótrúlegt sem það er, þá er það engu að síður staðreynd, að verði frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingu á fiskveiðistjórnun að lögum, mun það hafa í för með sér stórfelld gjaldþrot og töp fjármálafyrirtækja upp á marga milljarðatugi. Það hlýtur að teljast einsdæmi að ríkisstjórn leggi fram tillögur að breytingum á starfsumhverfi helstu atvinnugreinar eins lands, sem leiðir til stórfelldra gjaldþrota.

Skoðun
Fréttamynd

Tannpínusjúklingar nútímans

Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin "Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?“ Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug.

Skoðun
Fréttamynd

Á stjórnarandstaðan bara að halda kjafti og vera sæt?

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis.

Skoðun
Fréttamynd

Tímamót í mannréttindabaráttu

Það eru merkileg tímamót í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar valdamesti maður heims, Barack Obama forseti Bandaríkjanna, lýsir yfir stuðningi við hjónaband fólks af sama kyni. Forveri hans, George W. Bush, var ekki eingöngu andvígur þessum réttindum heldur reyndi hann að fá stjórnarskrá Bandaríkjanna, því merka mannréttindaplaggi, breytt þannig að hún bannaði fólki að njóta þeirra. Þegar það er haft í huga er enn skýrara hversu mikil breyting hefur orðið í Hvíta húsinu á skömmum tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Abdul og útgerðin

Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar.

Bakþankar
Fréttamynd

Vinkonan í ESB

Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en "kósí fyrsta íbúð“ eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona "kósí fyrsta íbúð“. Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum.

Skoðun
Fréttamynd

"Allt að“ ekki neitt

Sjaldan hafa valkostir neytenda verið jafn margir og nú þegar kemur að fjarskiptatengingum heimilanna. Af þeim er ljósleiðari, lagður alla leið inn á heimili notenda, líkt og Gagnaveita Reykjavíkur leggur, öflugasta og fullkomnasta lausnin enda eina sanna ljósleiðaralausnin. Um það deilir enginn og ekkert sem bendir til annars en svo verði lengi.

Skoðun
Fréttamynd

Ólína, berðu í borðið!

Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við.

Skoðun
Fréttamynd

Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda

Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu.

Skoðun
Fréttamynd

Óþörf styrjöld

Þetta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær um deilurnar sem nú eru um fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Samt er það nú svo að ríkisstjórnin hefur efnt til víðtæks ófriðar við sjávarútveginn um starfsskilyrði atvinnugreinarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bölvun hlýrabolsins

Með hækkandi sól hafa áhyggjur mínar af klæðaburði sumarsins aukist. Það er augljóst að stigvaxandi hitastig hefur gríðarleg áhrif á hvernig fólk klæðir sig, ásamt því reyndar að umturna viðhorfi heillar þjóðar til lífsins. Það er því fullkomlega eðlilegt að ég verji öllum frítíma mínum í vangaveltur, mátanir, upplýsingaöflun og njósnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það er töff að nota hjálm

Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri.

Skoðun
Fréttamynd

Makríllinn og Evrópusambandið

Þarf deilan um makrílinn að hafa áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið? Svarið er : Hjá því verður tæplega komist. Álitaefnið er hitt: Hvers konar áhrif?

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðbrögð við verðbólgu

Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011.

Skoðun
Fréttamynd

Að spýta mórauðu

Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð.

Skoðun
Fréttamynd

Það skiptir máli hverjir stjórna

Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda.

Skoðun