Bókaútgáfa

Fréttamynd

Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus

Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup.

Innlent
Fréttamynd

Einn helsti rit­höfundur Albaníu er allur

Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Sam­særis­kenningar eru ekki endi­lega rangar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent frá sér nýja bók sem heitir Weaponizing Conspiracy Theories. Þar fjallar hann um það meðal annars hvernig samsæriskenningar vefja sig inn í orðræðu stjórnmálamanna.

Innlent
Fréttamynd

Að­gangur krakka að efni á ís­lensku versnar stöðugt

Dóttir mín (sjö ára) plægir sig orðið svo hratt í gegnum bækur að ég á í stökustu vandræðum með að finna nýtt íslenskt lesefni handa henni. Ekki er óalgengt að hún lesi þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnst sérstaklega gaman að lesa myndasögur en vílar ekki fyrir sér að lesa bækur án nokkurra myndskreytinga. Þetta hefur hún frá mömmu sinni sem byrjaði að lesa þriggja ára gömul! (Þegar ég var sjö ára kunni ég varla að skrifa nafnið mitt.)

Skoðun
Fréttamynd

Björn Þor­láks segir Katrínu ekki virða sig við­lits

Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, sem nú fer um víðan völl við að kynna sig sem slíka, vilji síður ræða spillingu og annan óskunda við þá Björn Þorláksson og Gunnar Smára Egilsson sem halda úti viðtalsþáttum á Samstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

40 tungu­mál eru töluð í leik- og grunn­skólum Árborgar

Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni ætlar að geta Katrínar í for­málanum

Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn?

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna þurfti að farga bókinni?

Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Tára­flóð í útgáfuteiti Bjarna

Bjarni Snæbjörnsson leikari og rithöfundur fagnaði bók sinni Mennsku með glæsilegu útgáfuteiti í Bókabúð forlagsins á dögunum.  Ljósmyndarinn Mummi Lú mætti á viðburðinn og fangaði stemninguna.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ester Harðardóttir, starfsmaður Bónus til þriggja áratuga var ein af þeim sem tilnefnd voru sem maður ársins 2023. Atburðarásin sem leiddi til þess var vægast sagt kostuleg og skapaðist í kjölfar þess að Bónus hafnaði sölu á bókinni Þriðja vaktin. Ester lenti óumbeðin í fjölmiðlastormi en hún tók fjaðrafokinu þó með stóískri ró.

Lífið
Fréttamynd

Þau eru til­nefnd til Maí­stjörnunnar

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Menning
Fréttamynd

Fal­legustu bækur í heimi til sýnis í Garða­bæ

Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp. 

Menning
Fréttamynd

Morð­hótun með mynd af strengja­brúðu

Fyrr í vikunni kom út hjá Storytel spennusagan Brúðumeistarinn eftir verðlaunahöfundinn Óskar Guðmundsson í mögnuðum lestri Daníels Ágústs Haraldssonar. Bókin er allt í senn; spennandi, hrollvekjandi og áleitin glæpasaga þar sem rannsóknarteymið Ylfa og Valdimar koma við sögu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vetrarparadísin höfðar til ís­lenskra bókakaupenda

Þá liggur það fyrir og kemur ekki á óvart; söluhæsta bók síðasta árs var Sæluríki Arnaldar Indriðasonar. Á hæla hans fylgja þau Yrsa Sigurðardóttir með Frýs í æðum blóð og Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Menning