Ljósmyndun

Fréttamynd

„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“

„Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Festi undurfalleg eftirköst óveðursins fyrir austan á filmu

Mikið aftakaveður var á Austurlandi í gær og voru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Í gærmorgun mældist vindur þar á bilinu 28 til 32 metrar á sekúndu auk þess sem íbúar fundu fyrir 10 til 12 stiga frosti og snjókomu. 

Innlent
Fréttamynd

Flottustu myndirnar úr geimnum

Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 

Lífið
Fréttamynd

„Við förum bara þegar þú kemur næst“

Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af.

Menning
Fréttamynd

„Eins og að vera einn í heiminum“

Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni.

Menning
Fréttamynd

Þúsundir ljós­mynda sem týndust í aur­skriðunum fundust ó­skemmdar

Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með.

Innlent
Fréttamynd

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“

Menning
Fréttamynd

Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum

Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hjálparsveitarstarfið órjúfanlegur hluti af sjálfinu

„Það mætti segja að öll mín fullorðinsár hafi á einn eða annan hátt snúist um leit og björgun,“ segir Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari. Hann segir óþægilegast að mynda björgunarstörf á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“

„Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi

„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

Lífið