Besta deild karla

Skór Ólafs Karls komnir upp í hillu
Ólafur Karl Finsen hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna en hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Stefán klár í samkeppni við einn þann besta á landinu
Valsmenn hafa klófest markvörðinn Stefán Þór Ágústsson en þessi 22 ára gamli markvörður kemur til félagsins frá Selfossi.

Oliver heim á Skagann
Skagamenn fengu nýársgjöf í dag þegar tilkynnt var um heimkomu Olivers Stefánssonar frá Breiðabliki. Oliver mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild karla.

Birnir Snær og Sigdís Eva sköruðu fram úr hjá Víkingi
Knattspyrnufólkið Birnir Snær Ingason og Sigdís Eva Bárðardóttir voru í gær kjörin íþróttakarl og íþróttakona Víkings árið 2023.

„Reiði og hatur eru oft góð orka“
Arnar Gunnlaugsson leyfði leikmönnum sínum ekki að fara heldur lét þá horfa á Blika taka á móti og fagna Íslandsmeistaraskildinum, á Kópavogsvelli fyrir rúmu ári síðan. Þannig vildi hann skapa hvatningu fyrir Víkinga sem í ár urðu svo Íslandsmeistarar með yfirburðum og einnig bikarmeistarar.

Botna ekkert í viðbrögðum Víkings
Forráðamenn Norrköping eru undrandi á viðbrögðum Víkings vegna þeirrar ákvörðunar Íslands- og bikarmeistaranna um að slíta viðræðum félaganna vegna Arnars Gunnlaugssonar.

Vestramenn fengu góða jólagjöf
Vestri tilkynnti framlengingu á samningi þjálfarans Davíðs Smára Lamude til ársins 2025.

Gott að losna við óvissuna með barn á leiðinni
Arnar Gunnlaugsson kveðst sáttur við þá niðurstöðu að vera áfram í Víkinni þrátt fyrir áhuga sænska liðsins Norrköping. Félagið hafi sannarlega viljað fá hann sem þjálfara liðsins, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport
Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi.

Víkingur slítur viðræðum við Norrköping
Arnar Gunnlaugsson er ekki að fara til sænska félagsins Norrköping eftir allt saman því Víkingur hefur slitið viðræðunum

Utan vallar: Ég er strax farinn að sakna þeirra
Við kveðjum ekki aðeins árið 2023 þessa dagana heldur einnig tvo litríkustu þjálfara Bestu deildar karla í fótbolta.

Íslandsmótið aldrei hafist fyrr og aldrei varað lengur
Áætlað er að keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefjist laugardaginn 6. apríl, með leik Íslands- og bikarmeistara Víkings við Stjörnuna. Keppni hefur aldrei hafist fyrr og Í fyrsta sinn nær mótið yfir meira en 200 daga.

Viðar gæti spilað á Íslandi: „Ekki spenntur fyrir að fara í nýtt land“
Knattspyrnumaðurinn víðförli Viðar Örn Kjartansson, einn allra markahæsti atvinnumaður Íslands frá upphafi, gæti vel hugsað sér að spila á Íslandi næsta sumar. Hann er jafnvel opinn fyrir því að spila með sínu gamla liði Selfoss, í 2. deild.

Heiðursstúkan: Aron hræddur um að tapa enn einu sinni fyrir Birni
Önnur þáttaröð Heiðursstúkunnar hefur hafið göngu sína á Vísi. Fimm þættir verða sýndir fyrir áramót og fimm eftir áramót.

Davíð seldur til Álasunds
FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds.

„Sumir halda að þetta sé heimskt af mér“
Pálmi Rafn Arinbjörnsson er tvítugur markvörður sem mættur er til meistaraliðs Víkings. Til þess fórnaði hann sæti í enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves, sem Pálmi segir suma eflaust telja heimskulega ákvörðun. Hann þekkir vel til keppinautar síns um stöðu í byrjunarliði Víkinga, Ingvars Jónssonar, en báðir eru þeir Njarðvíkingar.

„Það var helvítis högg að heyra það“
„Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum.

„Þetta er frábært lið“
Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla.

Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig.

Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn
Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins.

„Veit ekki hvaðan skapið kemur“
Margt hefur verið sagt og ritað um Kjartan Henry Finnbogason á knattspyrnuferli hans og oft ekkert rosalega jákvætt. Kjartan lagði skóna á hilluna í vikunni og var spurður út í skapofsann og keppnisskapið.

Þórður Ingason leggur hanskana á hilluna
Þórður Ingason markvörður hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Víkingar tilkynntu þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær.

„Það er aldrei góð hugmynd“
Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur.

Kjartan Henry leggur skóna á hilluna
Kjartan Henry Finnbogason hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Í gær var tilkynnt að Kjartan væri nýr aðstoðarþjálfari FH og mun hann ekki leika með liðinu samhliða því.

Valdimar Þór og Jón Guðni við það að ganga í raðir Víkinga
Heimildir Vísis herma að Íslands- og bikarmeistarar Víkings séu í þann mund að ganga frá samningum við hinn sóknarþenkjandi Valdimar Þór Ingimundarson og miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson. Báðir eiga að baki A-landsleiki og báðir eru að koma úr atvinnumennsku.

Kjartan Henry ráðinn aðstoðarþjálfari FH
Hinn 37 ára gamli Kjartan Henry Finnbogason verður aðstoðarþjálfari FH í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð.

Kristinn heim í Kópavog
Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson er genginn í raðir uppeldisfélagsins Breiðabliks. Þessu greindi félagið frá á samfélagsmiðlum sínum.

Endurnýjar kynnin við Óskar: „Sem betur fer féllu þeir ekki“
Hlynur Freyr Karlsson hlakkar til að starfa að nýju undir handleiðslu Óskars Hrafns Þorvaldssonar og nú sem atvinnumaður í Noregi, hjá knattspyrnuliði Haugesund. Það stóð hins vegar tæpt að af því yrði.

Benoný samdi ekki við Gautaborg
Ekkert varð af því að hinn 18 ára gamli KR-ingur, Benoný Breki Andrésson, skrifaði undir samning við sænska knattspyrnufélagið Gautaborg í gær eins og til stóð.

Haugasund búið að kaupa Hlyn frá Val
Valur hefur selt Hlyn Frey Karlsson til norska úrvalsdeildarliðsins Haugasunds sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar.