Besta deild karla

Fréttamynd

„Mér finnst við eiga mikið inni“

Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn

KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Virkaði sem sirkus alla vikuna“

„Þetta virkaði sem sirkus alla vikuna,“ sagði Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, um hið svokallaða „vallarugl“ fyrir leik FH og KR í Bestu-deild karla sem fram fór á laugardaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍBV 1-3 | Eyjamenn unnu fyrsta útisigurinn

Keflavík og ÍBV mættust í fjórðu umferð Bestu deildar karla á heimavelli Keflvíkinga á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Keflvíkingar yfir 1-0 en Eyjamenn voru fljótir að svara fyrir sig og komust í 1-3 sem urðu lokatölur leiksins. ÍBV vann sinn annan sigur í röð í deildinni og lyfti sér upp í sjötta sæti með sex stig. Keflvíkingar sitja hins vegar enn í áttunda sæti með fjögur stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við stækkuðum um helming“

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja ákvörðun KSÍ íslenskri knattspyrnu ekki til heilla

Stjórn knattspyrnudeildar FH sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í kjölfar þess að KSÍ varð ekki við ósk félagsins um að fresta leik FH og KR sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld.

Fótbolti