Körfubolti

Fréttamynd

Mourning samdi við Miami Heat

Forráðamenn Miami Heat í NBA-körfuboltanum tilkynntu í gær að liðið hefði gert samning við miðherjann Alonzo Mourning. Mourning, sem er 35 ára að aldri, var valinn annar í nýliðavalinu árið 1992 á eftir Shaquille O´Neal sem leikur einmitt með Heat.

Sport
Fréttamynd

Mikil ákveðni í að klára þetta

"Það er komið aftur liðheildarbragur á þetta hjá okkur, hver og einn leikmaður er farinn að skila sínu og útlendinguinn fellur vel inn í þetta. Þetta lítur bara vel út en núna er bara úrslitakeppnin framundan" sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari nýkrýndra deildarmeistara Keflavíkur í kvennakörfunni

Sport
Fréttamynd

Keflavík deildarmeistari

Einn leikur fór fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld er Keflavík tók á móti stöllum sínum úr Grindavík og sigruðu 88-72 eftir að hafa leitt í hálfleik 42-29. Keflavík hafði fyrir leikinn þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og fengu bikarinn afhentan eftir leik.

Sport
Fréttamynd

Helgi Jónas breytir miklu

Vegna meiðsla hefur Helgi Jónas Guðfinnsson aðeins spilað fimm leiki með Grindavík í Intersportdeildinni í körfubolta í vetur en þegar þessi 29 ára bakvörður er í leikmannahópi liðsins má finna mikil batamerki á leik liðsins.

Sport
Fréttamynd

WNBA-stjarna til Grindavíkur

Kvennalið Grindavíkur hefur styrkst mikið fyrir lokaátökin í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn í kvennakörfunni. Grindavík hefur nefnilega ráðið til sín 29 ára bakvörð, Ritu Williams, sem hefur leikið 186 leiki í bestu deild í heimi, kvennadeild NBA.

Sport
Fréttamynd

Fín afmælisgjöf frá Iverson

Chris Webber fékk góða gjöf á 32 ára afmæli sínu frá Allen Iverson er lið þeirra, Philadelphia 76ers, sótti Milwaukee Bucks heim í NBA-körfuboltanum í nótt.

Sport
Fréttamynd

Lakers tapaði í framlengingu

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar helst til tíðinda að Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers töpuðu fyrir New York Knicks eftir framlengdan leik, 117-115. Það var bakvörðurinn Stephon Marbury sem tryggði Knicks sigur með því að hitta úr tveimur vítaskotum þegar tólf sekúndur voru eftir.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór efstur í kosningu FIBA

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikmaður sem leikur með rússneska félaginu Dynamo í Pétursborg, er í efsta sæti í netkosningu fyrir stjörnuleik Evrópudeildar FIBA sem fram fer á Kýpur 14. apríl. Jón hefur fengið 23 prósent atkvæða í stöðu bakvarðar Evrópuliðsins sem mun mæta úrvalsliði frá öðrum heimsálfum.

Sport
Fréttamynd

Jakob valinn í úrvalslið

Körfuknattleiksmaðurinn Jakob Sigurðarson hjá Birmingham Southern háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum, var í gær valinn í annað úrvalslið Big South deildarinnar en þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag. Birmingham Southern mætir Radford í kvöld í 8-liða úrslitum Big South. Áhugasamir geta fylgst með leiknum í beinni útsendingu á Netinu.

Sport
Fréttamynd

Grindavík fór létt með KFÍ

Einn leikur fór fram í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík vann auðveldan sigur á botnliði KFÍ, 102-73 og er nú í 8. sæti með 20 stig eða 14 stigum á eftir Keflvíkingum sem trygðu sér deildarmeistaratitilinn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Kobe Bryant borgar stúlkunni

Lögfræðingar körfuboltastjörnunnar Kobe Bryant leikmanns Los Angeles Lakers í NBA boltanum náðu í kvöld, að íslenskum tíma, utanréttarsamkomulagi við lögfræðinga stúlkunnar sem kærði hann fyrir nauðgun í júní 2003 en málið vakti heimsathygli eins og skemmst er að minnast.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í Madison Square Garden

Þær voru æsispennandi, lokamínúturnar í Madison Square Garden í gærkvöld þar sem Los Angeles Lakers var í heimsókn hjá New York Knicks í NBA-deildinni í körfuknattleik. Það stefndi allt í stórsigur heimamanna en þeir komust mest í 18 stiga forystu í síðari hálfleik en með miklu harðfylgi náði Lakers að jafna og knýja fram framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Frábær febrúar Helenu og Hauka

Kvennalið Hauka hefur slegið í gegn í kvennakörfunni í vetur og þá sérstaklega eftir áramót en liðið hefur nú unnið 8 af 11 leikjum sínum á árinu 2005 og einn af sigrinum kom einmitt í bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík í Höllinni.

Sport
Fréttamynd

Pistons besta liðið í NBA?

Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum er loks farið að vekja þá lukku sem vonir stóðu til eftir fremur slakt gengi fyrir áramót.

Sport
Fréttamynd

Keflavík deildarmeistari

Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í gærkvöld, þegar þeir lögðu granna sína í Njarðvík, 94-82.

Sport
Fréttamynd

Hildur góð en Jamtland úr leik

Góður leikur Hildar Sigurðardóttur dugði ekki liði hennar Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni um helgina en eftir tveggja stiga tap liðsins gegn Växjö Queens á laugardaginn er ljóst að liðið kemst ekki í úrslitakeppnina sem var stefna liðsins í upphafi vetrar. Hildur stóð sig mjög vel í þessum jafna og spennandi leik en hún var með 23 stig og 11 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Lakers í vanda

Lið Los Angeles Lakers er í miklum vandræðum þessa dagana og útlitið ekki gott hjá liðinu varðandi úrslitakeppnina.

Sport
Fréttamynd

ÍS vann 300. leik Hafdísar

Stúdínur unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 66-61, í 1. deild kvenna í kvöld en þetta var tímamótaleikur fyrir Hafdísi Helgadóttur sem lék sinn 300. leik í efstu deild í Kennaraháskólanum í kvöld. Með sigrinum á ÍS enn möguleika á 2. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Enn kafnar Webber

Það leit allt út fyrir að framherjinn Chris Webber myndi byrja vel með nýja liði sínu, Philadelphia 76ers, þegar gömlu félagar Webber í Sacramento Kings voru í heimsókn í Philadelphia í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. Sixers náði fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þegað aðeins þrjár og hálf mínúta var liðin var staðan orðin 11-2, Sixers í vil. Webber byrjaði vel og skoraði tvær góðar körfur með skotum utan að velli á kaflanum. Kings var ekki af baki dottið, minnkaði muninn og staðan í leikhléi var 50-47 fyrir Sixers.

Sport
Fréttamynd

Suns marði Mavericks

Dallas Mavericks tók á móti Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt en liðin tvö hafa verið í toppbaráttunni í deildinni í vetur. Suns lék án leikstjórnandans Steve Nash sem er meiddur á læri.

Sport
Fréttamynd

Loks vann Miami án Shaq

Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami Heat sem vann loks leik án Shaquille O'Neal sem er meiddur. Miami sigraði Orlando með 101 stigi gegn 98.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með góðan leik

Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik í Tékklandi í gær þegar Dynamo St. Petersburg tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum í Evrópukeppninnar með sigri á Nymburk 90-86 á útivelli. Jón Arnór skoraði 11 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur lagði Keflavík

Fimm leikir fóru fram í Intersportdeildinni í körfubolta í gær. Keflavík heimsótti Skallagrím í Borgarnes og með sigri hefðu Keflvíkingar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Það gekk ekki eftir

Sport
Fréttamynd

Bikarslagur á ný í kvöld?

Undanúrslitaleikur bikarkeppni unglingaflokks karla fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í kvöld kl.19.00. Þar eigast við Fjölnir og Njarðvík en segja má að Fjölnismenn eigi harma að hefna þar sem að 8 leikmenn beggja liða áttust við í úrslitum bikarkeppni KKÍ & Lýsingar þar sem Njarðvík fór með öruggan sigur af hólmi, 90-64.

Sport
Fréttamynd

Grindavík - KFÍ frestað

Leik Grindavíkur og KFÍ sem vera átti í Intersport-deildinni í kvöld hefur verið frestað. Ekki var flugfært til og frá Ísafirði vegna þoku.

Sport
Fréttamynd

Nowitzki skoraði 34 stig

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem sigraði Sacramento Kings, 122-113. New York Knicks lögðu Philadelphia 76ers, 113-101. Kurt Thomas skoraði 21 stig fyrir Knicks en Allen Iverson 29 fyrir Philadelphia. Loks skellti Los Angeles Clippers Minnesota, 92-86.

Sport
Fréttamynd

Leikmannaskiptin í NBA

Fjölmörg leikmannaskipti litu dagsins ljós í gær í NBA-deildinni í körfuknattleik en fresturinn til að skiptast á leikmönnum rann út kl. 15 í gær.

Sport