Lengjudeild karla

Fréttamynd

Þróttur opnaði fallbaráttuna upp á gátt

Þróttur vann lífsnauðsynlegan 3-0 sigur á Selfossi í fallslag í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Liðið er áfram í fallsæti, en aðeins tveimur stigum frá Selfossi sem eru í öruggu sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá KR í Kórdrengi

Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR fær leik­mann frá Val á láni

Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið lánuð frá toppliði Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu til KR, toppliðs Lengjudeildarinnar. Mun hún klára tímabilið með KR sem reynir nú að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öruggur sigur Fjölnismanna

Fjölnir tók á móti Þrótti R. í Lengjudeild Karla í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn unnu öruggan 3-1 sigur og lyfta sér í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR með fjögurra stiga forskot á toppnum

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR vann 2-0 sigur gegn grönnum sínum í Gróttu og eru nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík og Víkingur skiptu stigunum á milli sín, sem og ÍA og Haukar.

Íslenski boltinn