Ástin á götunni

Fréttamynd

Óvænt úrslit í VISA-bikarnum

1. deildarlið Hauka gerði sér lítið fyrir og sló Landsbankadeildarlið Þróttar úr leik í VISA-bikarnum í knattspyrnu eftir vítaspyrnukeppni. Keflavík komst einnig í hann krappann gegn Fjölni í Grafarvogi en slapp með skrekkinn.

Sport
Fréttamynd

Fylkir og ÍBV í vandræðum í bikar

Fylkir og ÍBV lentu í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Fylkir sigraði KS 4-2 í framlengdum leik. Björgólfur Takefusa skoraði tvö marka Fylkis úr vítaspyrnum. Í Ólafsfirði tryggði Orri Rúnarsson Leiftri/Dalvík framlengingu þegar hann skoraði á síðustu mínútu leiksins. Bjarni Hólm Aðalsteinsson skoraði sigurmark ÍBV í framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Kroldrup á leið til Everton

Everton er sagt vera komið langt á veg með að tryggja sér danska varnarmanninn Per Kroldrup á fimm milljónir punda frá ítalska liðinu Udinese.

Sport
Fréttamynd

Mexíkóar lögðu Brasilíumenn

Mexíkóar sigruðu Brasilíumenn 1-0 í Álfukeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi í gærkvöldi. Jared Borghetti skoraði markið hálftíma fyrir leikslok. Með sigrinum tryggði Mexikó sér sæti í undanúrslitum en Brasilíumenn og Japanar mætast á miðvikudag í leik sem sker úr um það hvort liðanna fylgir Mexikóum í undanúrslitin. Japanar unnu Evrópumeistara Grikkja 1-0 í gær.

Sport
Fréttamynd

Everton á eftir Bellamy

Úrvalsdeildarilið Everton virðist vera líklegasta liðið til að landa vandræðagemsanum Craig Bellamy frá Newcastle, eftir að útséð virðist með það að Celtic í Skotlandi hafi efni á honum.

Sport
Fréttamynd

Safnaði fé fyrir Watford

Tónlistarmaðurinn Sir Elton John safnaði 1,3 milljónum sterlingspunda, eða 155 milljónum íslenskra króna, fyrir fótboltaliðið Watford. Sir Elton, sem er gallharður stuðningsmaður félagsins, hélt tónleika á laugardag og 23 þúsund áhorfendur mættu. Popparinn segir að upphæðina eigi Watford að nota til þess að kaupa leikmenn.

Sport
Fréttamynd

Mátti ekki spila gegn KR

"Það var ansi svekkjandi að fá ekki að spila þennan leik," sagði Vigfús Arnar Jósepsson, sem leikur lykilhlutverk með liði Leiknis R. sem situr á toppnum í 2. deildinni. Leiknir tók á móti KR í bikarnum á sunnudag en KR-ingar vildu ekki að Vigfús léki þann leik þar sem hann er samningsbundinn félaginu en er á lánssamningi hjá Leikni.

Sport
Fréttamynd

Bowyer ekki óvinsæll í Birmingham

Nú hefur komið á daginn að stuðningsmenn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eru ekki eins mikið á móti því að Lee Bowyer gangi til liðs við félagið og leit út fyrir í fyrstu.

Sport
Fréttamynd

Spurs íhuga nýtt tilboð í Johnson

Áhugi Tottenham Hotspur á enska landsliðsmanninum Andy Johnson hefur nú vaknað að nýju, eftir að kappinn gaf það út opinberlega að hann vildi komast frá liði sínu Crystal Palace og í úrvalsdeildina, til að eiga betra tækifæri á að verða í enska hópnum fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

McClaren semur við Boro

Knattspyrnustjóri Middlesbrough, Steve McClaren hefur handsalað nýjan fjögurra ára samning við Steve Gibson, stjórnarformann liðsins.

Sport
Fréttamynd

Eto´o vildi ekki til Chelsea

Kamerúninn Samuel Eto´o hefur greint frá því að hann hafi hafnað tilboði frá Chelsea um að ganga til liðs við þá í sumar og mun þess í stað ganga frá nýjum samningi við Barcelona fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Parma áfram í úrvalsdeildinni

Parma hélt sæti sínu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á kostnað Bologna. Parma vann seinni einvígisleikinn við Bologna, 2-0, í gær. Í leikslok þurfti lögreglan að beita táragasi eftir að stuðningsmenn Bologna ruddust inn á völlinn.

Sport
Fréttamynd

Uppbyggingin er að skila sér

Breiðablik er í sérflokki í 1. deild karla í fótbolta og er með fullt hús stiga að loknum fyrstu sex umferðunum. Þeir sem tengjast félaginu segja árangurinn liggja í uppbyggingarstarfsemi síðustu ára.

Sport
Fréttamynd

Hann er lítill fjarsjóður

„Ég lít á það sem lítinn fjarsjóð að geta valið leikmann með þennan persónuleika og þessa hæfileika í mitt lið,“ sagði Carlos Alberto Perreira eftir leik Brasilíu gegn Grikklandi í álfukeppninni sem nú stendur yfir í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Ruddust inn á fund hjá UEFA

Eggert Magnússon og kollegar hans í framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu fengu heldur óvænta heimsókn á ráðstefnu nefndarinnar sem nú stendur yfir á City of Manchester Stadium í Manchester á Englandi. Óhressir stuðningsmenn Manchester United, andstæðingar bandaríska auðnjöfurins Malcolm Glazer vildu hafa áhrif á niðurstöðu ráðstefnunnar.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar í undanúrslitin

Þjóðverjar tryggðu sér áðan sæti í undanúrslitum álfukeppninnar í knattspyrnu þegar þeir lögðu Afríkumeistara Túnis 3-0 í A-riðli. Öll mörkin komu á síðustu 16 mínútum leiksins frá þeim Michael Ballack, Sebastien Schweinsteiger og Mike Hanke. Argentínumenn geta fylgt Þjóðverjum upp úr riðlinum sigri þeir Ástralíu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

ÍA hópurinn sem fór til Finnlands

Skagamenn héldu til Finnlands í gær þar sem liðið mætir Inter Turku í 1. umferð Inter-toto keppninnar í knattspyrnuá morgun sunnudag. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá síðari verður á Akranesi viku síðar. Töluverð meiðsli hrjá Skagaliðið þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Heiðar hafnaði tilboði Watford

Enskir fjölmiðlar greina frá því að landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Watford hafi hafnað tilboði um nýjan samning við félagið. Adrian Boothroyd, stjóri liðsins, býst við að Heiðar fari frá félaginu ef rétt verð fæst fyrir hann.

Sport
Fréttamynd

Pires til Valencia?

Robert Pires, miðvallarleikmaður Arsenal, gæti verið á förum frá félaginu til spænska liðsins Valencia fyrir þrjár milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Hannes skoraði í stórslagnum

U21 landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson skoraði síðara mark Viking Stavanger sem sigraði Vålerenga í Osló 2-1 í í dag í fyrsta leik 11.umferðar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga sem er jafnt Viking að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar með 18 stig.

Sport
Fréttamynd

Guðjón neitar orðrómi

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, þvertók í gær fyrir það að hann væri að fá írska varnarmanninn Brian O’Callaghan til liðs við félagið, en Guðjón fékk leikmanninn sem kunnugt er til liðs við sig þegar hann var við stjórnartaumana hjá Keflavík á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Þýskalandi lagði Ástralíu

Þýskaland sigraði Ástralíu með fjórum mörkum gegn þremur í Álfukeppninni í knattspyrnu sem hófst í gær og Argenínumenn lögðu Túnisa með tveimur mörkum gegn einu, en þessi lið leika í A-riðli. Í dag hefst keppni í B-riðli. Japan mætir Mexíkó og heimsmeistarar Brasilíumanna leika gegn Evrópumeisturum Grikkja.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir lagði HK í 1. deild

Fjölnir vann HK á útivelli með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Atli Guðnason skoraði bæði mörk Fjölnis sem er í sjötta sæti deildarinnar með 6 stig en HK er í áttunda sæti með 5 stig.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti titill Inter í sjö ár

Inter tryggði sér í gær ítalska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið lagði Roma 1-0 í síðari leik liðanna og samanlagt 3-0 í báðum leikjunum. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1998 sem Inter vinnur titil en það ár sigraði Inter í Evrópukeppni félagsliða.

Sport
Fréttamynd

Lyn og Tromsö féllu úr bikarkeppni

Norsku úrvalsdeildarliðin Lyn og Tromsö féllu óvænt úr leik í 32 liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Stefán Gíslason skoraði eina mark Lyn sem tapaði fyrir Hönefoss 2-1 en Tromsö tapaði fyrir Alta 2-1. Jóhannes Harðarson og félagar í Start unnu Manndalskammeratanna 2-1 og Haraldur Freyr Guðmundsson var í liði Álasunds sem lagði Hödd einnig 2-1.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar í úrslit á EM kvenna

Þýskaland tryggði sér í gær sæti í úrslitum í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu en Þjóðverjar lögðu Finna í undanúrsllitum með fjórum mörkum gegn einu.

Sport
Fréttamynd

Van Persie áfram í varðhaldi

Farið hefur verið fram á að gæsluvarðhald yfir hollenska landsliðsmanninum Robin van Persie verði framlengt út morgundaginn, vegna meintrar nauðgunar hans á ungri stúlku um helgina.

Sport
Fréttamynd

Carroll til West Ham

Markvörðurinn Roy Carroll hefur gengið til liðs við nýliða West Ham í ensku úrvalsdeildinni og mun verja mark þeirra á næstu leiktíð. Carroll varði sem kunnugt er mark Manchester United í fyrra, en var gagnrýndur mikið fyrir klaufamistök og þótti ekki boðlegur sem lykilmaður í jafn stóru liði.

Sport
Fréttamynd

Bologna skrefi nær efstu deild

Bologna sigraði Parma með einu marki gegn engu í umspili liðanna um að halda sæti sínu í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu, en þetta var fyrri leikur liðanna. Igli Tare skoraði eina mark leiksins, þjálfarar liðanna fengu báðir að líta rauða spjaldið og fá ekki að stýra liðum sínum um næstu helgi þegar það ræðst hvort liðið heldur sæti sínu í efstu deild.

Sport
Fréttamynd

Hækkar sig í fyrsta sinn í 13 mánu

Nú horfir til bjartari daga hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir afar langt og erfitt ár. Í gær komu nefnilega loksins jákvæðar fréttir um stöðu íslenska landsliðsins á styrkleikalista FIFA sem FIFA birti í gær fyrir júnímánuð.

Sport