Spænski boltinn

Fréttamynd

Woodgatge frá út tímabilið

Jonathan Woodgate mun missa af því sem eftir er af tímabilinu með Real Madrid vegna meiðsla, en þessi 25-ára gamli varnarmaður hefur enn ekki spilað leik fyrir spænsku risana eftir 13,4 milljón punda söluna frá Newcastle síðastliðið sumar.

Sport
Fréttamynd

Barcelona með átta stiga forystu

Barcelona er með átta stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar. Liðið er með 58 stig í efsta sæti en erkifjendurnir Real Madrid í öðru sæti með 50. Sevilla er hins vegar í þriðja sæti með 42 stig eftir jafntefli við Racing Santander, 2-2.

Sport
Fréttamynd

Barcelona jók forskotið

Barcelona jók forskot sitt í átta stig í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona gerði jafntefli við botnlið Numancia, 1-1, en Real Madrid tapaði fyrir Deportivo í Coruna, 2-0. Barcelona hefur 58 stig í efsta sæti en Real Madrid er í 2. sæti með 50 stig.

Sport
Fréttamynd

Ranieri rekinn frá Valencia

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri spænska liðsins Valencia, var látinn taka poka sinn eftir aðeins 8 mánaða dvöl hjá liðinu.

Sport
Fréttamynd

Souness vill fá Owen

Michael Owen er sagður vera í sigtinu hjá Graeme Souness, knattspyrnustjóra Newcastle, og er talið að hann muni reyna allt hvað hann getur til að lokka Owen aftur til Englands.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Albacete rekinn

Jose Gonzales, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Albacete, var rekinn um helgina þegar liðið tapaði fyrir botnliði Numancia. Albacete er í þriðja neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en fjögur neðstu liðin á Spáni hafa öll rekið þjálfara sína.

Sport
Fréttamynd

Barcelona með sjö stiga forystu

Barcelona hefur sjö stiga forystu á Real Madrid eftir leiki helgarinnar á Spáni. Barcelona er með 57 stig í fyrsta sæti en Real Madrid er í öðru sæti með 50 stig.

Sport
Fréttamynd

Cruz Beckham fæddur

Enski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu David Beckham og kona hans Victoria eignuðust sitt þrðja barn í morgun og reyndist það vera drengur. Drengurinn fæddist í Madrid á Spáni kl. 9.40 að íslenskum tíma í morgun og hefur hlotið nafnið Cruz.

Sport
Fréttamynd

Woodgate ekki meira með

Ólíklegt er að varnarmaðurinn enski, Jonathan Woodgate, sem Real Madrid keypti á stórfé í sumar, geti leikið með liðinu á þessu tímabili. Woodgate hefur átt við þrálát meiðsli í vinstra læri að stríða og nýleg skoðun leiddi í ljós að nánast útilokað er að hann klæðist treyju Madríd á þessu tímabili.

Sport
Fréttamynd

Chelsea á eftir Joaquin

Jose Mourinho hefur staðfest að Chelsea hafa talað við Real Betis um hugsanleg kaup á Jouqin, og sagði að félagið myndi hugsanlega kaupa kantmanninn í sumar.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo sektaður

Stjórn Real Madrid hefur sektað Ronaldo fyrir að mæta seint á æfingu á miðvikudaginn.

Sport
Fréttamynd

Owen leiðist á bekknum

Enski framherjinn Michael Owen er orðinn leiður á því að verma varamannabekkinn hjá spænska stórliðinu Real Madrid og segir það ekki vera uppbyggilegt fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Tyrki á leið til CSKA Moskvu

Tyrkneski framherjinn Nihat Kahveci, sem leikur með spænska liðinu Real Sociedad gæti verið á leið til rússneska liðsins CSKA Moskvu en samkvæmt rússneskum fjölmiðlum á hann aðeins eftir að komast að samkomulagi við félagið um laun.

Sport
Fréttamynd

Barcelona náði sjö stiga forystu

Barcelona náði í gærkvöldi sjö stiga forystu í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Real Zaragosa, 4-1, á útivelli. Valencia, sem vermir þriðja sætið með 38 stig, fór illa að ráði sínu á heimavelli þegar liðið beið lægri hlut fyrir Deportivo, 2-1.

Sport
Fréttamynd

Henke byrjaður að æfa á ný

Sænski framherjinn Henrik Larsson, sem leikur með Barcelona, er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hann sleit krossbönd á hné fyrir jól.

Sport
Fréttamynd

Rijkaard rólegur eftir tapið

Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, hafði litlar áhyggjur þó svo að liðið tapaði gegn Atletico Madrid, 2-0, um helgina.

Sport
Fréttamynd

Forysta Barcelona minnkar

Forysta Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu minnkaði um þrjú stig þegar liðið tapaði óvænt fyrir Atletico Madrid, 2-0, í Madrid í gær.

Sport
Fréttamynd

Sjötti sigur Real Madrid í röð

Real Madrid heldur áfram sigurgöngu sinni á Spáni og skellti Espanyol 4-0  í gær en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Þetta var sjötti sigur Madrídinga í röð. Raul skoraði tvívegis og Zinedine Zidane og Thomas Gravesen sitt markið hvor. Þá gerðu Real Sociedad og Valencia jafntefli 3-3.

Sport
Fréttamynd

Bjartsýni í herbúðum Real

Það er bjart yfir herbúðum Real Madrid á nýjan leik í spænska boltanum enda hefur hinum brasilíska þjálfara Vanderlei Luxemburgo tekist að fá stjörnum prýtt lið Real til að vinna saman og fyrir vikið eru kröfuharðir áhorfendur á Bernabeu farnir að styðja við bakið á því á nýjan leik.

Sport
Fréttamynd

Zidane hættir árið 2007

Franski snillingurinn Zinedine Zidane sagði í viðtali við Cana Plus sjónvarpstöðina í dag að hann myndi leggja skóna á hilluna sumarið 2007, þegar samningur hans við Real Madrid rennur út.  

Sport
Fréttamynd

Ayala frá í mánuð

Fabian Ayala, argentínski varnarjaxlinn hjá Valencia, mun verða frá í einar fjórar vikur eftir að hafa brákað rifbein í leik gegn Athletic Bilbao á sunnudag. Ayala meiddist eftir samstuð við varamanninn Fernando Llorente í síðari hálfleik. Þetta var aðeins þriðji leikur Ayala eftir að hafa verið frá í sjö mánuði vegna hnémeiðsla.

Sport
Fréttamynd

Barcelona með tíu stiga forystu

Barcelona hefur tíu stiga forystu í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu en liðið sigraði Sevilla á útivelli, 4-0, í gærkvöldi. Samuel Eto, Cesar Julio Baptista og Ludovic Giuly skoruðu mörkin. Þá vann Atletico Madrid Albacete, 3-1

Sport
Fréttamynd

Real sigraði Mallorca

Real Madrid sigraði Mallorca 3-1 í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Luis Figo, Walter Samuel og Santiago Solari skoruðu mörk Madrídinga sem eru sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Þá vann Roma Fiorentina 2-1 í ítölsku deildinni. Vincenzo Montella skoraði sigurmark Roma, 17. mark hans á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid úr leik

Stórlið Real Madrid féll úr leik í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu í gærkvöld. Michael Owen kom Real yfir í leiknum en Valladolid, sem leikur í annarri deild, jafnaði metin og komst áfram með marki skoruðu á útivelli en fyrri leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Vill aðeins snúa aftur til United

David Beckham, leikmaður Real Madrid og fyrirliði enska landsliðsins, segir í viðtali við The Daily Mirror í dag að ef hann hætti hjá Real Madrid og fari aftur til Englands verði áfangastaður hans Old Trafford í Manchester. Hann vilji vinna með Sir Alex Ferguson. Beckham segist hins vegar ekki á förum frá Real Madrid alveg á næstunni.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur Malaga

Tveir leikir voru í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Getafe og Athletico Madrid gerðu 1-1 jafntefli og Malaga vann óvæntan sigur á Sevilla 1-0. Stórliðin Barcelona og Real Madrid verða í beinni útsendingu á Sýn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Gravesen til Real

Danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Thomas Gravesen, gengur í raðir Real Madrid í dag eftir læknisskoðun. Everton er búið að samþykkja kauptilboð Madridinga í miðvallarleikmanninn sterka. Gravesen kostar 2,3 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Portillo í stað Morientes

Real Madrid hefur kallað Javier Portillo til baka úr láni frá Fiorentina til að fylla skarð Fernando Morientes. Portillo, sem fór til ítalska liðsins í sumar, mun því fara í harða keppni við ekki ómerkari menn en Ronaldo Raul Gonzales og Michael Owen og byrjar samkeppnin strax því Real Maddrid leikur gegn Real Zaragoza á Santiago Bernabeu á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Bilbao og Betis áfram í bikarnum

Atletic Bilbao sigraði Lanzarote 3-1 í 16 liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Elche vann Numancia 1-0, Real Betis lagði Mirandes 3-1, Osasuna bar sigurorð af Getafe 2-0 og Atletico Madrid vann Lorca 3-1.

Sport
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliðinu gegn Man U

Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Man Utd í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Þá eru 4 leikir á dagskrá ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld og er tveimur þeirra lokið.

Sport