Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum

Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað.

Erlent
Fréttamynd

Sinubruni ógnar einum uppáhaldsgolfvelli ís­lenskra ferða­manna

Stór eldur logar í sinu við á Orihuela Costa á sunnanverðum Spáni. Eldurinn er nokkuð umfangsmikill og logar á milli golfvallanna við Campoamor og Las Ramblas, báðir eru mjög vinsælir meðal íslenskra ferðamanna og golfunnenda og eiga margir Íslendingar sumarhús á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu

Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð létust í flóðum

Hunduð létust í flóðum í Baghlan-héraði í norðurhluta Afganistan í dag og er óttast að tala látinna muni hækka.

Erlent
Fréttamynd

Annar hvirfilbylurinn í Oklahoma á rúmum mánuði

Að minnsta kosti einn lét lífið þegar hvirfilbylur reið yfir nærri borginni Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í dag. Minnst þrjátíu heimili eyðilögðust og íbúar í bænum Barnsdall, nærri Tulsa, var gert að rýma heimili sín. 

Erlent
Fréttamynd

Tuga enn saknað og 55 látnir

Að minnsta kosti 55 hafa látið lífið eftir að hamfararigning reið yfir sunnanvert Rio Grande do Sul-ríki í Brasilíu í vikunni. Hátt í áttatíu manns er enn saknað. 

Erlent
Fréttamynd

Evrópa hlýnar hraðast heims­álfanna

Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum.

Erlent
Fréttamynd

Sendi ösku í allt að þriggja kíló­metra hæð

Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna.

Erlent
Fréttamynd

Öllum rýmingum af­létt á Austur­landi

Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Rýmingar sem gripið var til á Austurlandi hafi því verið aflétt að fullu. Óvissustig vegna snjófljóðahættu er enn í gildi á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur jarð­skjálfti skók austur­ströndina

Íbúar New York og nærliggjandi svæða fundu í dag fyrir sjaldgæfum jarðskjálfta. Jarðskjálfti þessi, sem fannst víða á norðanverðri austurströnd Bandaríkjanna, mældist 4,8 stig og eru upptök hans nærri Lebanon í New Jersey, um áttatíu kílómetra vestur af Manhattan.

Erlent
Fréttamynd

„Upp með hökuna og á­fram gakk“

Skipstjóri fyrsta frystitogarans sem landaði í Grindavík í morgun í fyrsta sinn í fimm mánuði segir blendnar tilfinningar fylgja tímamótunum. Hann fékk ryk í augun þegar skipið sigldi að landi. Útgerðarstjóri segir tilfinninguna gríðarlega góða og gleðilegt að líf sé að færast í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grinda­vík fúsk

Grind­víkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Al­þingi fari yfir fram­kvæmd á­stands­skoðana Náttúru­ham­fara­tryggingu Ís­lands (NTÍ) á húsum í Grinda­vík. Hann segir fram­kvæmdina for­kastan­lega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 

Innlent
Fréttamynd

„Sam­ræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru al­gjör­lega fá­rán­legar“

Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Boðað til fundar með börnum frá Grinda­vík

Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við  þær aðstæður sem nú eru uppi.

Innlent