Ítalski boltinn

Fréttamynd

Claudio Ranieri hjá Roma: Ég ætla að veðja á Adriano

AS Roma rétt missti af ítalska meistaratitlinum á dögunum þegar liðið endaði í 2. sæti á eftir Jose Mourinho og lærisveinum hans í Internazionale Milan. Claudio Ranieri, þjálfari liðsins ætlar nú að sækja einn gamla Inter-mann fyrir næsta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Maicon spenntur fyrir Real

Maicon, leikmaður Inter, segist spenntur fyrir því að fá að fylgja Jose Mourinho til Real Madrid fyrir næsta tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Figo: Lífið heldur áfram sama hvað Mourinho gerir

Inter er nú að undirbúa sig fyrir stórleik kvöldsins en liðið mætir FC Bayern í úrslitaleik meistaradeildar evrópu sem fram fer á heimavelli Real Madrid í Madrídarborg. Mikið hefur verið rætt um framtíð Jose Mourinho, þjálfara Inter, en margir telja að leikur liðsins í kvöld verði kveðjuleikur Portúgalans og að hann taki við stjóra taumunum hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Inter segir Mourinho ekki hafa samið við Real Madrid

Massimo Moratti, forseti Inter, vonar að sitt lið komi heim til Ítalíu með bikarinn eftirsótta en þeir mæta FC Bayern í úrslitaleik meistaradeildar evrópu í kvöld. Moratti gat ekki gefið skýr svör um framtíð þjálfara liðsins, Jose Mourinho, en hann hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Inzaghi áfram hjá Milan

Filippo Inzaghi hefur framlengt samning sinn við AC Milan og verður hjá félaginu að minnsta kosti í eitt ár til viðbótar.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter ekki á eftir Benitez

Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa eflaust orðið vonsviknir þegar Marco Branca, íþróttastjóri Inter, sagði félagið ekki vera á höttunum eftir Rafa Benitez, stjóra Liverpool.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Bommel: Luca Toni sofnaði á liðsfundi með Louis van Gaal

Mark van Bommel, fyrirliði Bayern Munchen, hefur sagt frá því að deilur ítalska framherjans Luca Toni og þjálfarans Louis van Gaal hafi hafist þegar Toni sofnaði á liðsfundi með Van Gaal síðasta sumar. Þetta gerist á öðrum degi Hollendingsins í starfi sem þjálfari Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus búið að stela þjálfara Sampdoria - Del Neri ráðinn til Juve

Luigi Del Neri, þjálfari Sampdoria, verður næsti þjálfari Juventus en þetta var tilkynnt aðeins nokkrum dögum eftir að Del Neri stýrði Sampdoria inn í Meistaradeildina í lokaumferð ítölsku deildarinnar. Juventus er því búið að næla í þjálfara spútnikliðsins í ítölsku deildinni á þessu tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Real eða Inter

Jose Mourinho segir að það eina sem komi til greina hjá honum í sumar er að halda áfram sem knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu eða þá taka við Real Madrid á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho fær tveggja ára samning

Brasilíumaðurinn Ronaldinho verður væntanlega áfram í herbúðum AC Milan eftir allt saman. Nýr tveggja ára samningur liggur á borðinu sem verður væntanlega skrifað undir.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter gerir ekki ráð fyrir að halda Mourinho

Massimo Moratti, forseti Inter, er farinn að búa sig undir að þurfa að leita að nýjum þjálfara í stað José Mourinho. Portúgalinn er sterklega orðaður við Real Madrid og flest bendir til þess að hann fari þangað í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano orðaður við Roma

Brasilíski framherjinn og þunglyndissjúklingurinn, Adriano, er smám saman að koma lífi sínu í réttar skorður á nýjan leik og hann íhugar nú að snúa aftur í evrópska boltann.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Sampdoria: Jafnast á við meistaratitilinn

Það voru ekki bara stuðningsmenn Inter sem höfðu ástæðu til að fagna eftir lokaumferðina á Ítalíu í dag. Sampdoria er komið aftur í Evrópukeppni eftir átján ára bið en liðið endaði í fjórða sæti og verður í Meistaradeildinni næsta tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Francesco Totti hitti Russell Crowe í Colosseum fyrir leikinn á morgun

Leikmenn Roma ætla greinilega að reyna sækja sér kraft og baráttuanda til skylmingaþrælanna í Rómaveldi fyrir lokaumferðina í ítölsku deildinni á morgun ef marka má hvar fyrirliði liðsins eyddi gærdeginum. Roma er í keppni um ítalska titilinn við Jose Mourinho og lærisveina hans í Inter Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Iker Casillas: Kallar eftir stöðugleika hjá Real Madrid

Iker Casillas, markvörður spænska stórliðsins Real Madrid, vill að Manuel Pellegrini fái tækifæri til að þjálfa liðið áfram og hann kallar eftir meiri stöðugleika hjá félaginu. Real Madrid stendur líklega uppi titlalaust eftir tímabilið þrátt fyrir að hafa, síðasta sumar, eytt gríðarlegum fjármunum í marga af bestu leikmönnum heims.

Fótbolti