Fjármál heimilisins Íslandsbanki hækkar vexti Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti. Viðskipti innlent 14.10.2022 22:05 Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 14.10.2022 10:20 Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig. Sama hækkun er herð á breytilegum vöxtum verðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána verða óbreyttir en fastir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,30 prósentustig. Viðskipti innlent 11.10.2022 16:52 33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Innlent 6.10.2022 23:31 „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum Innlent 5.10.2022 19:00 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Viðskipti innlent 5.10.2022 12:00 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. Viðskipti innlent 5.10.2022 11:00 „Mögulega erum við búin að gera nóg“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. Viðskipti innlent 5.10.2022 09:59 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 5.10.2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Viðskipti innlent 5.10.2022 08:31 Hvað ef spáin okkar rætist? Það er enginn hægðarleikur að skyggnast inn í framtíðina þessa dagana. Framvinda innrásarinnar í Úkraínu, erfiðleikar í viðskiptalöndunum okkar og kjarasamningalotan framundan er meðal þess sem getur haft umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hérlendis næsta kastið. Skoðun 4.10.2022 08:00 Spá níundu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti enn frekar í næstu viku. Viðskipti innlent 29.9.2022 12:01 „Við erum að tala um ekki bara hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða“ Bergi Ebba Benediktssyni rithöfundi og fyrirlesara er margt til lista lagt; hið nýjasta er að vera sérlegur áhugamaður um lífeyrissjóði. Bergur segir í viðtali við Ísland í dag að hann hafi áhyggjur af „ídentítet“-leysi lífeyrissjóða, enda séu þeir á meðal mikilvægari stofnana í okkar samfélagi. Innlent 29.9.2022 08:07 Vextir, verðbólga og öskrandi verkkvíði Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Skoðun 27.9.2022 18:02 Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. Innlent 27.9.2022 09:11 Vörukarfan lækkar í helmingi verslana Vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september. Neytendur 26.9.2022 13:02 Hvað kostar það mig að nota peningana mína? Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. Skoðun 21.9.2022 13:30 Samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera. Skoðun 21.9.2022 13:01 Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. Viðskipti innlent 21.9.2022 10:08 Hver er raunveruleg kaupgeta lágtekjufólks? Það virðist ríkja almenn sátt um það hér á landi að standa þurfi sérstakan vörð um kjör þeirra verst settu í samfélaginu. Iðulega þegar stjórnmálamenn tjá sig um efnahagsmál, og þá sérstaklega á þeim verðbólgutímum sem núna ríkja, nefna þeir sérstaklega að hlúa þurfi að þeim tekjulægstu vegna þess að verðbólgan bitnar verst á þeim. Skoðun 21.9.2022 08:02 „Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. Innlent 20.9.2022 21:30 Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“ Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki. Neytendur 17.9.2022 22:31 Reikna með að verðbólgan mjakist niður á við Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga muni mælast 9,6 prósent í september. Gangi það eftir telur hagfræðideildin að það sé frekari staðfesting þess að verðbólga hafi náð hámarki hér á landi. Viðskipti innlent 15.9.2022 10:36 Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Innlent 13.9.2022 13:05 Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. Innlent 12.9.2022 19:26 Forstöðukona Dyngjunnar sökuð um að maka krókinn við innkaup fyrir heimilið Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir heimilislausar konur sem koma úr áfengismeðferð og eiga sumar hvergi höfði að halla, er sökuð um að hafa farið afar frjálslega með úttektarheimildir sínar og notað til að fjármagna einkaneyslu sína. Innlent 6.9.2022 08:00 Að hneppa þjóð í þrældóm Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Skoðun 5.9.2022 11:00 Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. Viðskipti innlent 5.9.2022 10:53 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Viðskipti innlent 5.9.2022 09:55 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. Neytendur 3.9.2022 20:33 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 21 ›
Íslandsbanki hækkar vexti Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti. Viðskipti innlent 14.10.2022 22:05
Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 14.10.2022 10:20
Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig. Sama hækkun er herð á breytilegum vöxtum verðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána verða óbreyttir en fastir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,30 prósentustig. Viðskipti innlent 11.10.2022 16:52
33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Innlent 6.10.2022 23:31
„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum Innlent 5.10.2022 19:00
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Viðskipti innlent 5.10.2022 12:00
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. Viðskipti innlent 5.10.2022 11:00
„Mögulega erum við búin að gera nóg“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. Viðskipti innlent 5.10.2022 09:59
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 5.10.2022 09:01
Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Viðskipti innlent 5.10.2022 08:31
Hvað ef spáin okkar rætist? Það er enginn hægðarleikur að skyggnast inn í framtíðina þessa dagana. Framvinda innrásarinnar í Úkraínu, erfiðleikar í viðskiptalöndunum okkar og kjarasamningalotan framundan er meðal þess sem getur haft umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hérlendis næsta kastið. Skoðun 4.10.2022 08:00
Spá níundu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti enn frekar í næstu viku. Viðskipti innlent 29.9.2022 12:01
„Við erum að tala um ekki bara hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða“ Bergi Ebba Benediktssyni rithöfundi og fyrirlesara er margt til lista lagt; hið nýjasta er að vera sérlegur áhugamaður um lífeyrissjóði. Bergur segir í viðtali við Ísland í dag að hann hafi áhyggjur af „ídentítet“-leysi lífeyrissjóða, enda séu þeir á meðal mikilvægari stofnana í okkar samfélagi. Innlent 29.9.2022 08:07
Vextir, verðbólga og öskrandi verkkvíði Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Skoðun 27.9.2022 18:02
Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. Innlent 27.9.2022 09:11
Vörukarfan lækkar í helmingi verslana Vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september. Neytendur 26.9.2022 13:02
Hvað kostar það mig að nota peningana mína? Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. Skoðun 21.9.2022 13:30
Samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera. Skoðun 21.9.2022 13:01
Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. Viðskipti innlent 21.9.2022 10:08
Hver er raunveruleg kaupgeta lágtekjufólks? Það virðist ríkja almenn sátt um það hér á landi að standa þurfi sérstakan vörð um kjör þeirra verst settu í samfélaginu. Iðulega þegar stjórnmálamenn tjá sig um efnahagsmál, og þá sérstaklega á þeim verðbólgutímum sem núna ríkja, nefna þeir sérstaklega að hlúa þurfi að þeim tekjulægstu vegna þess að verðbólgan bitnar verst á þeim. Skoðun 21.9.2022 08:02
„Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. Innlent 20.9.2022 21:30
Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“ Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki. Neytendur 17.9.2022 22:31
Reikna með að verðbólgan mjakist niður á við Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga muni mælast 9,6 prósent í september. Gangi það eftir telur hagfræðideildin að það sé frekari staðfesting þess að verðbólga hafi náð hámarki hér á landi. Viðskipti innlent 15.9.2022 10:36
Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Innlent 13.9.2022 13:05
Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. Innlent 12.9.2022 19:26
Forstöðukona Dyngjunnar sökuð um að maka krókinn við innkaup fyrir heimilið Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir heimilislausar konur sem koma úr áfengismeðferð og eiga sumar hvergi höfði að halla, er sökuð um að hafa farið afar frjálslega með úttektarheimildir sínar og notað til að fjármagna einkaneyslu sína. Innlent 6.9.2022 08:00
Að hneppa þjóð í þrældóm Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Skoðun 5.9.2022 11:00
Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. Viðskipti innlent 5.9.2022 10:53
Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Viðskipti innlent 5.9.2022 09:55
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. Neytendur 3.9.2022 20:33