Táknmál Myndband: Sungu snjókorn falla á íslensku táknmáli Krakkarnir í Táknmálseyju í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra tóku sig til í vikunni og sungu eitt þekktasta jólalag Íslands, Snjókorn falla á íslensku táknmáli. Myndband af krökkunum hefur vakið mikla athygli en krakkarnir senda landsmönnum hlýjar jólakveðjur. Lífið 6.12.2024 13:54 Óskalisti minn Senn líður að kosningum til Alþingis 30. nóvember nk. Það er við hæfi að gera óskalista og fá að koma á framfæri á gnægtarborði kosningaloforða stjórnmálaflokka, sérstaklega þegar maður hefur upplifað það að “gleymast” jafnvel gleymast án gæsalappa. Skoðun 12.11.2024 16:01 Við stöndum saman með réttindum táknmálsins! „Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Skoðun 27.9.2024 08:33 Íslenskt táknmál, ég og við öll Mig langar til að deila með ykkur hugrenningum mínum um íslenskt táknmál; tungumál sem hefur gefið mér svo mikið og ég á svo ótal mörg tengsl og tækifæri að þakka. En einhver gæti velt fyrir sér af hverju ætti ég að deila með ykkur mínum vangaveltum? Skoðun 2.4.2024 07:36 Táknmál og íslenska Það hefur oft verið sagt að táknmál sé dýrt í krónum talið. Þessi staðreynd er oft sögð í flýti, í vörn, í hálfkæringi eða slengt fram án þess að hugsa aðeins um önnur mál í samanburði. Hefur enginn hugsað um hvað íslenskan er dýr? Að baki hverju einasta íslenska orði er sýnilegur og/eða ósýnilegur kostnaður. Skoðun 19.2.2024 15:30 Táknmál í hjarta mínu 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Skoðun 11.2.2024 08:00 Oft er þörf, nú er nauðsyn; textun á innlendu sjónvarpsefni Það er nauðsynlegt að textun á innlendu sjónvarspefni sé gerð meiri skil og sýnt meiri þolinmæði. Það eru mörg ár síðan farið var að minnast á textun á innlendu sjónvarpsefni hér á Íslandi. Það eru líka mörg ár síðan byrjað var að texta í löndum sem við berum Ísland oft saman við. Sumt hefur verið gert en margt annað mætti alveg gera betur. Skoðun 18.1.2024 23:40 Við höfum öll þörf fyrir að tjá okkur Táknmál er talað af fólki um víða veröld og er mál þeirra sem heyra illa eða ekkert og geta þess vegna ekki átt í samskiptum með hljóðum. Skoðun 5.1.2024 10:30 Rúv hefur gert mikið í aðgengi fyrir táknmálssamfélagið í fjölmiðlum Mig langar til að svara innsendri grein um RÚV og táknmál frá þeim Elsu, Sigurlín Margréti, Kolbrúnu og Guðmundi. Ég svara sem fulltrúi Félags heyrnarlausra, en ég hef verið varaformaður félagsins frá því í vor. Skoðun 13.12.2023 15:00 Málstefna fyrir íslenskt táknmál Í vikunni mælti menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrir þingsályktunartillögu um málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaráætlun. Þar er gengið út frá að íslenskt táknmál sé hefðbundið minnihlutamál og fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra, sbr. lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Skoðun 11.12.2023 12:31 RÚV og íslenska táknmálið Sumarið 2021 var okkur sem grein þessa ritum sagt upp störfum sem táknmáls fréttaþulir. Við erum öll málhafar íslenska táknmálsins - öll heyrnarlaus. Okkur sagt upp á þeim forsendum að táknmálstúlkar (heyrandi) yrðu settir í að túlka fréttatímann kl. 19. Sagt var við undirritun á samningi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) að þetta yrði til að bæta þjónustu RÚV við táknmálsnotendur. Skoðun 8.12.2023 10:31 Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. Innlent 6.12.2023 12:15 Táknmál í sveitarfélögin Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Skoðun 14.11.2023 17:01 Hindranir heyrnarlausra Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Skoðun 7.10.2023 15:00 Höldum þeim heima Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Skoðun 25.8.2023 15:31 Enginn túlkur laus og enginn greiðsla fyrir sjálfstætt starfandi túlk! Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. Skoðun 14.8.2023 15:30 Metallica fyrsta hljómsveitin til að gefa út myndbönd á táknmáli Rokkhljómsveitin Metallica mun gefa öll myndböndin af komandi plötu sinni á táknmáli. Verður hljómsveitin þá sú fyrsta til þess að gefa út myndbönd á amerísku táknmáli, ASL. Erlent 27.4.2023 17:10 Flúði land með heyrnarlaus börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda Móðir tveggja heyrnarlausra drengja gafst upp á því þjónustuleysi sem hún segir einkenna málefni heyrnarlausra barna og flutti fyrir rúmum tveimur vikum með fjölskylduna til Svíþjóðar þar sem hún segist fá sjálfsagða þjónustu. Innlent 26.3.2023 11:30 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. Lífið 13.2.2023 21:39 Íslensk táknmál er “þjóðtunga” döff Íslendinga Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Skoðun 11.2.2023 16:00 Til hamingju með dag íslensks táknmáls! Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Skoðun 11.2.2023 11:01 „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. Innlent 29.7.2022 17:14 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. Innlent 28.7.2022 20:00 Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. Innlent 27.7.2022 20:00 Sjáðu Með hækkandi sól á táknmáli Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra hefur gefið út táknmálsþýðingu íslenska Eurovision-lagsins Með hækkandi sól. Tónlist 13.5.2022 19:31 Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. Innlent 21.2.2022 19:01 Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. Innlent 20.1.2022 08:09 Heyrnarlaus skólastjóri Hlíðaskóla lætur ekkert stoppa sig Skólastjóri Hlíðaskóla er líklega fyrsta heyrnalausa manneskjan í heiminum til að stýra skóla þar sem langflestir nemendur og annað starfsfólk er heyrandi. Hún segist aldrei hafa látið fötlun sína stöðva sig og vonar að vegferð sín sé hvatning til annarra um að láta drauma sína rætast. Innlent 16.1.2022 18:30 Kvöldfréttir RÚV framvegis táknmálstúlkaðar og Táknmálsfréttir líða undir lok Aðalkvöldfréttatími Ríkisútvarpsins verður framvegis túlkaður á táknmáli. Samhliða breytingunni munu Táknmálsfréttir líða undir lok en þær hafa verið á dagskrá síðan 1980. Innlent 30.8.2021 10:54 Óvenjuleg byrjun á fundinum í tilefni dagsins Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag þann 11. febrúar. Af því tilefni hófu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reglubundinn upplýsingafund vegna kórónuveirunnar á því að heilsa landsmönnum á táknmáli og bjóða góðan daginn. Innlent 11.2.2021 12:03 « ‹ 1 2 ›
Myndband: Sungu snjókorn falla á íslensku táknmáli Krakkarnir í Táknmálseyju í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra tóku sig til í vikunni og sungu eitt þekktasta jólalag Íslands, Snjókorn falla á íslensku táknmáli. Myndband af krökkunum hefur vakið mikla athygli en krakkarnir senda landsmönnum hlýjar jólakveðjur. Lífið 6.12.2024 13:54
Óskalisti minn Senn líður að kosningum til Alþingis 30. nóvember nk. Það er við hæfi að gera óskalista og fá að koma á framfæri á gnægtarborði kosningaloforða stjórnmálaflokka, sérstaklega þegar maður hefur upplifað það að “gleymast” jafnvel gleymast án gæsalappa. Skoðun 12.11.2024 16:01
Við stöndum saman með réttindum táknmálsins! „Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Skoðun 27.9.2024 08:33
Íslenskt táknmál, ég og við öll Mig langar til að deila með ykkur hugrenningum mínum um íslenskt táknmál; tungumál sem hefur gefið mér svo mikið og ég á svo ótal mörg tengsl og tækifæri að þakka. En einhver gæti velt fyrir sér af hverju ætti ég að deila með ykkur mínum vangaveltum? Skoðun 2.4.2024 07:36
Táknmál og íslenska Það hefur oft verið sagt að táknmál sé dýrt í krónum talið. Þessi staðreynd er oft sögð í flýti, í vörn, í hálfkæringi eða slengt fram án þess að hugsa aðeins um önnur mál í samanburði. Hefur enginn hugsað um hvað íslenskan er dýr? Að baki hverju einasta íslenska orði er sýnilegur og/eða ósýnilegur kostnaður. Skoðun 19.2.2024 15:30
Táknmál í hjarta mínu 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Skoðun 11.2.2024 08:00
Oft er þörf, nú er nauðsyn; textun á innlendu sjónvarpsefni Það er nauðsynlegt að textun á innlendu sjónvarspefni sé gerð meiri skil og sýnt meiri þolinmæði. Það eru mörg ár síðan farið var að minnast á textun á innlendu sjónvarpsefni hér á Íslandi. Það eru líka mörg ár síðan byrjað var að texta í löndum sem við berum Ísland oft saman við. Sumt hefur verið gert en margt annað mætti alveg gera betur. Skoðun 18.1.2024 23:40
Við höfum öll þörf fyrir að tjá okkur Táknmál er talað af fólki um víða veröld og er mál þeirra sem heyra illa eða ekkert og geta þess vegna ekki átt í samskiptum með hljóðum. Skoðun 5.1.2024 10:30
Rúv hefur gert mikið í aðgengi fyrir táknmálssamfélagið í fjölmiðlum Mig langar til að svara innsendri grein um RÚV og táknmál frá þeim Elsu, Sigurlín Margréti, Kolbrúnu og Guðmundi. Ég svara sem fulltrúi Félags heyrnarlausra, en ég hef verið varaformaður félagsins frá því í vor. Skoðun 13.12.2023 15:00
Málstefna fyrir íslenskt táknmál Í vikunni mælti menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrir þingsályktunartillögu um málstefnu íslensks táknmáls og aðgerðaráætlun. Þar er gengið út frá að íslenskt táknmál sé hefðbundið minnihlutamál og fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra, sbr. lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Skoðun 11.12.2023 12:31
RÚV og íslenska táknmálið Sumarið 2021 var okkur sem grein þessa ritum sagt upp störfum sem táknmáls fréttaþulir. Við erum öll málhafar íslenska táknmálsins - öll heyrnarlaus. Okkur sagt upp á þeim forsendum að táknmálstúlkar (heyrandi) yrðu settir í að túlka fréttatímann kl. 19. Sagt var við undirritun á samningi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) að þetta yrði til að bæta þjónustu RÚV við táknmálsnotendur. Skoðun 8.12.2023 10:31
Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. Innlent 6.12.2023 12:15
Táknmál í sveitarfélögin Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Skoðun 14.11.2023 17:01
Hindranir heyrnarlausra Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Skoðun 7.10.2023 15:00
Höldum þeim heima Stefna stjórnvalda í félagslegri táknmálstúlkun virðist vera að halda heyrnarlausum, heyrnarskertum / táknmálsfólki / döff heima. Skilaboðin eru dulin í formi fjármagnsins og senda þar með dulin skilaboð eins og: “Njótið að vera heima, gerið minna úr félagslegri þáttöku ykkar”. Skoðun 25.8.2023 15:31
Enginn túlkur laus og enginn greiðsla fyrir sjálfstætt starfandi túlk! Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. Skoðun 14.8.2023 15:30
Metallica fyrsta hljómsveitin til að gefa út myndbönd á táknmáli Rokkhljómsveitin Metallica mun gefa öll myndböndin af komandi plötu sinni á táknmáli. Verður hljómsveitin þá sú fyrsta til þess að gefa út myndbönd á amerísku táknmáli, ASL. Erlent 27.4.2023 17:10
Flúði land með heyrnarlaus börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda Móðir tveggja heyrnarlausra drengja gafst upp á því þjónustuleysi sem hún segir einkenna málefni heyrnarlausra barna og flutti fyrir rúmum tveimur vikum með fjölskylduna til Svíþjóðar þar sem hún segist fá sjálfsagða þjónustu. Innlent 26.3.2023 11:30
Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. Lífið 13.2.2023 21:39
Íslensk táknmál er “þjóðtunga” döff Íslendinga Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Skoðun 11.2.2023 16:00
Til hamingju með dag íslensks táknmáls! Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Skoðun 11.2.2023 11:01
„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. Innlent 29.7.2022 17:14
Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. Innlent 28.7.2022 20:00
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. Innlent 27.7.2022 20:00
Sjáðu Með hækkandi sól á táknmáli Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra hefur gefið út táknmálsþýðingu íslenska Eurovision-lagsins Með hækkandi sól. Tónlist 13.5.2022 19:31
Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. Innlent 21.2.2022 19:01
Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. Innlent 20.1.2022 08:09
Heyrnarlaus skólastjóri Hlíðaskóla lætur ekkert stoppa sig Skólastjóri Hlíðaskóla er líklega fyrsta heyrnalausa manneskjan í heiminum til að stýra skóla þar sem langflestir nemendur og annað starfsfólk er heyrandi. Hún segist aldrei hafa látið fötlun sína stöðva sig og vonar að vegferð sín sé hvatning til annarra um að láta drauma sína rætast. Innlent 16.1.2022 18:30
Kvöldfréttir RÚV framvegis táknmálstúlkaðar og Táknmálsfréttir líða undir lok Aðalkvöldfréttatími Ríkisútvarpsins verður framvegis túlkaður á táknmáli. Samhliða breytingunni munu Táknmálsfréttir líða undir lok en þær hafa verið á dagskrá síðan 1980. Innlent 30.8.2021 10:54
Óvenjuleg byrjun á fundinum í tilefni dagsins Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag þann 11. febrúar. Af því tilefni hófu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reglubundinn upplýsingafund vegna kórónuveirunnar á því að heilsa landsmönnum á táknmáli og bjóða góðan daginn. Innlent 11.2.2021 12:03