Handbolti

Fréttamynd

Ísland í riðli með Norðmönnum

Í kvöld var dregið í riðla fyrir undankeppni EM í handbolta sem fram fer í Austurríki árið 2010. Íslenska liðið var í efsta styrkleikaflokki og mun leika í riðli með Norðmönnum, Makedónum, Eistum, Belgum og Moldóvum.

Handbolti
Fréttamynd

Sävehof gaf eftir

Sävehof, lið Hreiðars Guðmundssonar, tapaði í gær fyrir Ystad í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Skjern komst ekki í úrslitakeppnina

Vignir Svavarsson skoraði 7 mörk fyrir lið sitt Skjern í dag þegar liðið lagði Fredericia 30-27 í lokaumferðinni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigurinn nægði þó Skjern ekki því liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni og náði því ekki í úrslitakeppnina.

Handbolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik hjá Savehof

Savehof, lið Hreiðars Guðmundssonar, vann í gærkvöld fyrsta leik sinn í undanúrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta þegar það vann öruggan sigur á Ystad 36-27. Í hinum undanúrslitaleiknum unnu meistarar Hammarby sigur á H 43 32-28.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór skoraði tvö í lokaleik FCK

Danska úrvalsdeildarliðið FCK vann í gær stórsigur á Skanderborg 34-21 í síðasta leik sínum í deildarkeppninni, en var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í deildinni fyrir úrslitakeppnina. Arnór Atlason skoraði tvö mörk í leiknum. Deildarkeppnin klárast um næstu helgi þar sem ræðst hvaða þrjú lið fylgja liðinu í úrslitakeppnina.

Handbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Ciudad Real

Ciudad Real heldur fast í toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið vann í gær stórsigur á Almeria 36-24 þar sem Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Ciudad. Liðið hefur 51 stig í efsta sæti og Barcelona er fjórum stigum á eftir því í öðru sætinu. Sigfús Sigurðsson og félagar í Ademar Leon gerðu 25-25 jafntefli við Valladolid í gær og eru í 3. sæti deildarinnar með 42 stig.

Handbolti
Fréttamynd

Sävehof í undanúrslit

Sävehof er komið í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir sigur á Lindesberg í kvöld, 29-23, og alls 3-0 í einvíginu.

Handbolti
Fréttamynd

Góður sigur hjá GOG

Danska liðið GOG vann í dag mikilvægan 24-23 útsigur á Skjern í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar. Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern en Snorri Steinn Guðjónsson var með 2 fyrir gestina.

Handbolti
Fréttamynd

Danir hafa meiri áhuga á handboltalandsliðinu

Danska handboltalandsliðið hefur heldur betur slegið í gegn í heimalandi sínu eftir sigurinn á EM í Noregi. Mun fleiri Danir segjast þannig hafa áhuga á að horfa á handboltalandsliðið spila í sjónvarpinu en knattspyrnulandsliðið.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur skoraði sjö fyrir Ciudad

Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Ciudad Real á Spáni í gær þegar lað vann öruggan útisigur á Antequera 33-24 í deildinni. Ciudad er efst í úrvalsdeildinni með 43 stig, tveimur meira en erkifjendurnir í Barcelona.

Handbolti
Fréttamynd

Lærisveinar Dags lögðu heimsmeistarana

Austurríska handboltalandsliðið vann í kvöld frábæran sigur á heimsmeisturum Þjóðverja 32-30 á móti sem haldið er í Innsbruck í Austurríki. Í gær töpuðu lærisveinar Dags Sigurðssonar naumlega fyrir Svíum. Á þessu sama móti báru Svíar sigurorð af Túnisum fyrr í dag 37-28. Svíar eru í efsta sæti mótsins með fjögur stig, heimamenn og Þjóðverjar tvö og Túnisar eru án stiga.

Handbolti
Fréttamynd

Góð byrjun hjá Degi

Dagur Sigurðsson stýrði sínum fyrsta leik með austurríska landsliðinu í dag er liðið tapaði fyrir Svíum, 30-26, á æfingamóti í Innsbruck.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór lék með FCK á ný

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason lék með liði sínu FCK á ný eftir langvarandi meiðsli í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF keppninnar í handbolta með öruggum sigri á franska liðinu Dunkerque 37-26.

Handbolti
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Kragerö

Kragerö vann í kvöld sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið vann afar óvæntan sigur á Fyllingen, 29-28.

Handbolti
Fréttamynd

Sigurður Ari með tíu mörk

Sigurður Ari Stefánsson skoraði tíu mörk fyrir Elverum sem gerði jafntefli, 30-30, við Runar í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Handbolti
Fréttamynd

FCK deildarmeistari

FCK tryggði varð í kvöld deildarmeistari handbolta þegar liðið lagði Arhus á heimavelli 34-31. Liðið hefur 8 stiga forskot á toppi deildarinnar og hefur þvi tryggt sér efsta sætið fyrir úrslitakeppnina. GOG skellti sér í fjórða sætið í kvöld með sigri á Viborg á útivelli 34-31 en fjórða sætið gefur sæti í úrslitakeppninni. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af dönsku deildinni.

Handbolti