Katla
Meira en tuttugu skjálftar í Kötlu
Jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á skjálftamælum Veðurstofu Íslands við Kötlu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið.
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja
Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar.
GDRN ljáir eldfjallinu Kötlu rödd sína
Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu.
Jarðskjálfti í Kötlu
Engir eftirskjálftar hafa orðið.
Snöggir að ýta upp nýjum garði til að verjast Kötlu
Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn.
Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag
Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi.
Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi
Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni.
Kvikugúll gæti sprungið með miklu sprengigosi en einnig verið friðsæll
Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi, líkt og gerðist í Öskju 1875, en gúlagos geta einnig verið tiltölulega friðsæl.
Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli
Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag.
Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum
Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur.
Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti
Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24.
Danir og Bretar hafa áhyggjur af mögulegu Kötlugosi
Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann.
Öll fjögur virkustu eldfjöllin í einhvers konar ham
"Við getum litið sagt hvað gerist í næstu viku en við getum sagt hvað gerist á næsta klukkutíma.“
Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri.
Áhættugreining vegna hugsanlegs goss og hlaups niður Mýrdalssand
Á árinu 1999 fengu Almannavarnir ríkisins (nú almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans) aukafjárveitingu, til að vinna að áhættugreiningu fyrir Kötlusvæðið. Ástæðan var aukin virkni á Mýrdalsjökulssvæðinu og jarðfræðilegar breytingar, sem þykja vera fyrirboði um eldgos.
Útdráttur úr formála hættumats
Hinn 23. desember 2002 óskaði almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu þess við Almannavarnir ríkisins að unnið yrði hættumat og áhættugreining vegna eldgosa og meðfylgjandi jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.
Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins
Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum.
Æfingu lokið
Bergrisanum 2006 lauk kl. 15.30 í dag. Á milli 1400 og 1500 manns; íbúar, stjórnendur og viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni um helgina. Á næstunni munu viðbragðsaðilar og stjórnendur rýna æfinguna og nýta niðurstöður þeirra vinnu til endurbóta á neyðarskipulagi vegna eldgosa í Mýrdalsjökli.
Æfa viðbrögð við Kötluvá
Almannavarnaæfingin Bergrisinn 2006 verður haldin um helgina en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökuklhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Mun verða látið reyna á alla þætti áætlananna, sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl.
Aðgerðaráætlun fyrir Langjökul
Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir í Árnes-, Húnavatns- Borgarfjarðar og Mýrasýslum undirrituðu í gær aðgerðaráætlun fyrir Langjökul. Tilgangur hennar er að gera allt leitar-og björgunarstarf markvissara með því að ákveða fyrirfram boðun björgunarsveita, stjórnun og leitarskipulag.
Kynningarfundir vegna Kötlu enn í gangi
Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld.