Stj.mál

Fréttamynd

Borgin skoði kaupin á Skjá einum

Hart var tekist á um tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úttekt á rekstri fjarskiptafyrirtækja Orkuveitunnar á fundi borgarstjórnar í gær. Þess í stað var samþykkt tillaga um að láta gera úttekt á fjárfestingum fyrirtækja í opinberri eigu.

Innlent
Fréttamynd

Helgi skrifstofustjóri Alþingis

Helgi Bernódusson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis og tekur við starfinu 20. janúar af Friðriki Ólafssyni sem þá lætur af störfum fyrir aldurs sakir.

Innlent
Fréttamynd

Portúgalir snuðaðir af Impregilo

Laun erlendra starfsmanna portúgalskra starfsmannaleigufyrirtækja við Kárahnjúkavirkjun eru að jafnaði 50 þúsund krónum undir lágmarkskjörum samkvæmt Virkjunarsamningi.

Innlent
Fréttamynd

Konur aftur inn á heimilin?

Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður spyr hvort ráðamenn þjóðarinnar vilji að konur fari aftur inn á heimilin til að hugsa um börnin. Bæði forsætisráðherra og biskup hafa lýst því yfir við þessi áramót að gömul og gróin fjölskyldugildi séu á undanhaldi með óæskilegum afleiðingum. 

Innlent
Fréttamynd

Halldór slær á væntingar

Mikið má breytast ætli tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga að ná niðurstöðu um tekjustofna fyrir lok janúar eins og stefnt sé að, að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, á vefnum Haddi.is. Nefndin fundaði á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Slæm jólagjöf R-listans

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja R-listann hafa gefið Reykvíkingum afar slæma jólagjöf sem ekki sé hægt að skila. Í auglýsingu sem mun birtast í Morgunblaðinu á morgun útlista sjálfstæðismenn hvað felist í þeim skatta- og gjaldahækkunum sem R-listinn staðfesti skömmu fyrir jól í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Lítur björtum augum fram á veg

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi er nýkominn úr nokkurra mánaða leyfi frá störfum. Hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á ný, bæði í Ráðhúsinu og á læknisstofunni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Nýir nefndaformenn í borginni

Borgarstjórn Reykjavíkur kaus á fundi sínum skömmu fyrir áramót í nýjar nefndir Reykjavíkurborgar sem taka munu til starfa um áramót í samræmi við stjórnkerfisbreytingar sem nú er unnið að hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Almenningur móti nýja stjórnarskrá

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi að stjórnarskrárbreytingar væru "verkefni okkar allra". Forseti Íslands tilkynnti stofnun menntaverðlauna í nýjarsávarpi sínu og sagði kennaraverkfall ekki mega endurtaka sig. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Geir, Birgir og Þorsteinn Pálsson

Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson sendiherra og Birgir Ármannsson alþingismaður verða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd sem Halldór Ásgrímsson skipar á næstunni. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skýrði frá þessu í sjónvarpsþættinum Kryddsíld á Stöð 2.

Innlent
Fréttamynd

Janúkovítsj segir af sér

Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, tilkynnti í gær að hann hyggðist segja af sér. Allt útlit er því fyrir að Júsjenko, sem sigraði í forsetakosningunum á annan í jólum, verði svarinn í embætti á næsta ári og skipi í framhaldinu nýjan forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Ósmekklegt af Vinstri - grænum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir það ósmekklegt af Vinstri - grænum að gera hörmungarnar við Indlandshaf að pólitísku máli. Davíð segir fjárframlag Íslands til hjálparstarfsins ekki skipta sköpum.

Erlent
Fréttamynd

Fylgislaus á hátindi ferilsins

Halldór Ásgrímsson er á hátindi ferils síns, orðinn forsætisráðherra þrjátíu árum eftir að hann settist á þing og rúmum tuttugu árum eftir að hann settist fyrst í ríkisstjórn. "Halldór er fylgislaus forsætisráðherra. Hefur átt í miklum vandræðum með Íraksmálið og hrakist úr einu horni í annað með það" segir Egill Helgason.

Innlent
Fréttamynd

Tapað fundið

Guðjón A. Kristjánsson og Frjálslyndi flokkurinn ganga sífellt betur í takt við vinstri flokkana í stjórnarandstöðu. "Maður hefur stundum þurft að klípa sig í kinnina til að muna að Addi Kidda Gau hafi einhvern tímann verið í Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Spurt um trúverðugleika

Össur Skarphéðinsson þykir koma frekar vel út úr árinu 2004 - innan Samfylkingarinnar að minnsta kosti: "Össur hefur frekar styrkt stöðu sína en hitt, það er að segja í valdabaráttu við Ingibjörgu Sólrúnu. Út á við er alltaf spurning um trúverðugleika hans.

Innlent
Fréttamynd

Gamalmenni í peysufötum

Árið 2004 var ekki ár nýliða í íslenskum stjórnmálum: "Athyglisverðustu nýliðarnir í pólitík eru kannski öll þessi kinnarjóðu, gagnrýnislausu, bústnu gamalmenni úr öllum flokkum sem hafa sest á þing, í peysufötunum sínum, í krafti þess að þau séu fulltrúar ungu kynslóðarinnar", segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Ný úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Forsætisráðherra hefur skipað í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til næstu fjögurra ára. Nefndarmenn verða Páll S. Hreinsson prófessor sem jafnframt verður formaður nefndarinnar, Friðgeir Björnsson héraðsdómari og Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður.

Innlent
Fréttamynd

Dramatískt ár Davíðs

Langflestir stjórnmálaspekinganna sem Fréttablaðið ræddi við nefndu Davíð Oddsson þegar spurt var um hver stæði upp úr í íslenskum stjórnmálum á árinu. Ólafur Teitur Guðnason segir: "Davíð Oddsson, sem mætti gífurlegu andstreymi vegna fjölmiðlalaganna og einnig vegna Íraksmálsins en hefur þrátt fyrir það sterka stöðu nú í árslok. Þetta hefðu fáir leikið eftir."

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn gefa ekkert upp

Dómsmálaráðuneytið bandaríska gefur ekki upp rökstuðning eða bakgrunn ákvarðana sinna og lætur ekkert uppi um mögulegar fyrirætlanir sínar, segir Michael Kulstad, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Gungu og drusluárið

Stjórnmálaskýrendur virðast almennt sammála um að Steingrímur J. Sigfússon hafi spólað í sömu förunum 2004 og áður.

Innlent
Fréttamynd

Ár fjölmiðlafrumvarpsins

Stjórnmálaspekingar fjölmiðlanna eru á einu máli um að fjölmiðlafrumvarpið hafi verið helsta málið í íslenskri pólitík á árinu. Sínum augum lítur þó hver silfrið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Flaggað í hálfa stöng í dag

Ákveðið hefur verið að flaggað verði í hálfa stöng við opinberar stofnanir í dag, nýársdag, til þess að votta hinum látnu í náttúruhamförunum við Indlandshaf virðingu.

Innlent
Fréttamynd

Takmarkið að nást

Einungis herslumuninn vantar að nægir fjármunir til þess að borga fyrir auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í bandaríska dagblaðinu New York Times hafi safnast að sögn Ólafs Hannibalssonar, eins forsvarsmanna hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri Kópavogs fær biðlaun

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýna að Hansína Ásta Björgvinsdóttir, nýr bæjarstjóri í Kópavogi, skuli fá greiddan einn mánuð í biðlaun. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, segir ómaklega vegið að Hansínu.

Innlent
Fréttamynd

Hlýtur að vera handvömm

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segist engar skýringar geta gefið á því hvers vegna fréttatilkynning ráðuneytisins um meintan sinnepsgassfrund íslenskra sérfræðinga í Írak í byrjun ársins var fjarlægð af heimasíðu ráðuneytisins: "Enginn í ráðuneytinu kannast við að hafa látið gera þetta. Þetta hlýtur að vera einhver handvömm."

Innlent
Fréttamynd

Ráðuneytið fór ekki að lögum

Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það synjaði fanga á Litla-Hrauni um dagsleyfi. Fanginn óskaði í júní síðstliðnum eftir dagsleyfi síðar í mánuðinum. Fangelsisyfirvöld synjuðu beiðni hans, meðal annars af þeirri ástæðu að fanginn ætti óafgreitt mál í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Kosið í nefndir hjá borginni

Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þann 21. desember sl. var kosið í nýjar nefndir Reykjavíkurborgar sem taka munu til starfa um áramót. Þessi nýja nefndarskipan er hluti af þeim stjórnkerfisbreytingum sem nú er unnið að hjá borginni Formenn nýju nefndanna eru eftirtaldir ...

Innlent