Bandaríkin

Fréttamynd

Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum

73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens

Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Biden fær að skylda starfs­­fólk í bólu­­setningu

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell neitaði að bera vitni

Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell.

Erlent
Fréttamynd

Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar

Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla fær heimild til að leggja hald á síma Baldwin

Lögregluyfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa fengið heimild til að leggja hald á síma Alec Baldwin. Segja þau mögulegt að sönnunargögn er varða atvikið á tökustað kvikmyndarinnar Rust sé að finna á símanum.

Erlent
Fréttamynd

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 

Erlent
Fréttamynd

Icelandair flýgur til Norður-Karólínu

Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play hefur miðasölu vestur um haf

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til bandarísku borganna Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið til bandarísku höfuðborgarinnar Washington verður 20. apríl næstkomandi og til Boston 11. maí. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum

Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins.

Erlent
Fréttamynd

OJ Simpson laus allra mála

Fótboltmaðurinn fyrrverandi og leikarinn OJ Simpson er frjáls maður, þrettán árum eftir að hann var sakfelldur fyrir vopnað rán. 

Erlent
Fréttamynd

Fara í hart gegn öfga­hópum vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Ríkissaksóknari Washington DC hefur höfðað mál gegn öfgahópunum Proud Boys og Oath Keepers vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Karl A Racine ætlar að nota lög sem samin voru til að sporna gegn Ku Klux Klan til að krefjast bóta frá samtökunum vegna þess skaða sem unninn var í árásinni og vegna árása á lögregluþjóna þann dag.

Erlent