Bandaríkin

Fréttamynd

NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars

NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar.

Erlent
Fréttamynd

Eins og í slæmri hryllingsmynd

Í heildina hafa nú nærri 29 milljónir smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Þar af hefur hálf milljón látist, fleiri en Bandaríkjamennirnir sem létust í seinni heimsstyrjöld, Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu samanlagt. Faraldurinn er hvergi verri.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur heimilar af­hendingu skatt­skýrslna Trumps

Hæsti­réttur Banda­ríkjanna greiddi í dag leið sak­sóknara í New York að skatt­skýrslum og öðrum fjár­hags­gögnum Donalds Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta. Undir­réttur hafði áður úr­skurðað í októ­ber að fyrrum endur­skoð­endur Trumps þyrftu að verða við beiðni á­kæru­dóm­stóls og af­henda gögnin.

Erlent
Fréttamynd

Boeing 777-þotur kyrrsettar

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur kyrrsett 24 Boeing 777-þotur í flota sínum eftir að eldur kom upp í hreyfli einnar þeirrar á laugardaginn var.

Erlent
Fréttamynd

Vilja opna rannsókn á morði Malcolm X

Dætur Malcolm X vilja að rannsókn á morði föður þeirra verði opnuð að nýju vegna nýrra sönnunargagna í málinu. Malcolm X var þekktur fyrir réttindabaráttu sína í Bandaríkjunum, en hann var skotinn til bana þennan dag, 21. febrúar, árið 1965.

Erlent
Fréttamynd

Hálf milljón punkta á forsíðunni, einn fyrir hvert tapað líf

Hátt í hálf milljón hefur látið lífið í Bandaríkjunum af völdum covid-19 frá því við upphaf faraldursins þar í landi. Stórblaðið New York Times birti af þessu tilefni hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni, sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum sjúkdómsins í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Þrír dánir og tveir særðir eftir skothríð í byssubúð

Maður skaut tvo til bana í byssubúð og skotsvæði í úthverfi New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Hann er sagður hafa gengið þar inn og hafið skothríð og var árásarmaðurinn sjálfur skotinn til bana þegar starfsmenn og viðskiptavinir verslunarinnar hófu sjálfir skothríð.

Erlent
Fréttamynd

Brak úr far­þega­flug­vél hrundi á í­búa­byggð

Brak úr hreyfli flugvélar United Airlines hrundi niður á íbúðabyggð nærri Denver í Colorado eftir að vélin tók á loft frá flugvellinum í Denver. 231 farþegi og tíu áhafnarmeðlimir voru um borð, en flugvélin náði að snúa aftur og lenda með alla heila á húfi.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa

Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði.

Erlent
Fréttamynd

Bitin í rassinn af birni

Kona sem var í útilegu í Alaska í síðustu viku særðist á rassi þegar hún gekk örna sinna í kamri í óbyggðum ríkisins og telur að björn, sem var búinn að koma sér fyrir í kamrinum, hafi bitið sig.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að fá bólu­setningu í dular­gervi eldri kvenna

Tveimur konum í Flórída-ríki í Bandaríkjunum var vísað frá bólusetningu á miðvikudag eftir að í ljós kom að þær voru ekki eldri borgarar. Konurnar höfðu reynt að klæða sig upp sem eldri konur og voru með sólgleraugu, hanska og silkihúfur.

Erlent
Fréttamynd

Kim Kardashian hefur sótt um skilnað

Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt.

Lífið
Fréttamynd

Segir lendingu jeppans mikið afrek

Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga.

Innlent
Fréttamynd

Segir Bandaríkin „snúin aftur“

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið.

Erlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“

Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Per­serverance lent á Mars

Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni.

Erlent
Fréttamynd

Sætir gagn­rýni fyrir frí á meðan vetrar­stormar ganga yfir ríkið

Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Sjö mínútur af ótta

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að lenda á Mars í kvöld

Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft.

Erlent