Lögreglumál

Fréttamynd

Sleginn í höfuðið af grímuklæddum árásarmanni

Maður hafði samband við lögreglu snemma í gærkvöldi og sagðist hafa orðið fyrir árás af höndum grímuklædds manns í hverfi 105. Sagði hann árásarmanninn hafa slegið sig í höfuðið með áhaldi og þá reyndist hann einnig með áverka á hendi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í kjallara­í­búð

Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu.

Innlent
Fréttamynd

Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu

Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu.

Innlent
Fréttamynd

Stolinn bíll fannst fjórum tímum síðar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot og þjófnað í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að veski, bíllyklum og fleiri munum hafi verið stolið. Bíl húsráðanda hafði verið stolið, en hann fannst um fjórum tímum síðar, mannlaus í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á starfsmann veitingahúss

Laust eftir klukkan hálfníu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum lenda í vand­ræðum á eftir“

Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tólf há­vaða­út­köll en flestir veitinga­staðir með sótt­varnir á hreinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 42 veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og voru þeir flestir með „allt á hreinu“ varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur. Um það bil þrjátíu staðir í öðrum hverfum voru einnig heimsóttir og var sama uppi á teningnum þar, þó árétta þurfti á nokkrum stöðum reglur um opnunartíma og skráningu gesta.

Innlent
Fréttamynd

Beltislaus í framsætinu með sjö mánaða barn í fanginu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þar sem farþegi í framsæti hélt á ungabarni í fanginu. Þar voru á ferð foreldrar með sjö mánaða gamalt barn, sem þau sögðu hafa grátið mikið í bílstól sínum.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig vita hver hlut­deildar­maðurinn er

Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð.

Innlent
Fréttamynd

Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu

Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján ára á 123 kíló­metra hraða

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 22 í gærkvöldi ökumann í hverfi 105 þar sem hann ók á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraðinn er 80.

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðinu lokað í kvöld

Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum.

Innlent