Skroll-Íþróttir

Fréttamynd

Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt

"Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti
Fréttamynd

Þórir reyndi að endurtaka ótrúlega skotið - æfir sig daglega

Tæplega 8000 manns höfðu nú í kvöld skoðað á Youtube ótrúlegt körfuboltaskot hjá 12 ára körfuboltastrák úr KR og eru tilþrifin stórkostleg. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði með því að kasta boltanum yfir völlinn endilangan og hann var nálægt því að endurtaka leikinn þegar Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður Stöðvar 2 heimsótti hann í DHL-höll KR-inga í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Fannar: Við getum unnið titilinn

Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Ingi Þór: Þroskastigið hjá sumum er ekki mjög hátt

"Við vorum of afslappaðir í stöðunni 16-1 og hættum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagið Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 75-73 tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld. Ingi telur að Snæfell geti gert mun betur og hann er ekki svartsýnn þrátt fyrir að vera 1-0 undir gegn Stjörnunni í fimm leikja seríu.

Körfubolti
Fréttamynd

Fannar Helgason var ánægður með sigurinn

"Við byrjuðum rosalega illa en um leið og við fórum að spila góða vörn þá koma þetta,“ sagði Fannar Helgason leikmaður Stjörnunnar eftir 75-73 sigur liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fannar er ánægður með að stuðningsmenn Snæfells eru búnir að búa til lag sem þeir syngja um örvhenta miðherjann frá Ósi og hvetur hann Stjörnumenn að að svara fyrir sig á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju.

Körfubolti
Fréttamynd

Sunnudagsmessan: Framherjar Tottenham eru hálf getulausir

"Tottenham getur ekki skorað á heimavelli en liði hefur aðeins gert 19 mörk í 14 leikjum. Það er ástæðan fyrir því að þeir geta ekki keppt um titilinn,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Sunnudagsmessunni í Stöð 2 sport 2 og telur hann að framherjar liðsins séu hálf getulausir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hlynur: Pálmar klárar leikinn fyrir FH

Hlynur Morthens, markvörður Vals, stóð vaktina ágætlega í kvöld en það dugði ekki til því FH vann leikinn og svo gott sem gerði út um vonir Valsmanna á því að komast í úrslitakeppnina.

Handbolti
Fréttamynd

Þorleifur: Við vorum lélegir

Þorleifur Ólafsson kom óvænt inn í lið Grindavíkur í kvöld. Hann er búinn að vera fjarverandi vegna meiðsla en Grindavík þurfti á öllu að halda í kvöld og því beit Þorleifur á jaxlinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sævar Ingi: Ungu strákarnir stóðu sig vel

"Við náðum ekki að halda hraðanum niðri í þessum leik og það sást best í þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 87-73 tap liðsins í kvöld gegn Íslandsmeistaralið Snæfells.

Körfubolti
Fréttamynd

Nonni Mæju: Ingi tók okkur á góðan fund

„Ingi Þór tók okkur á góðan fund fyrir leikinn þar sem hann fór í gegnum ýmis atriði sem vantaði í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir 87-73 sigur Íslandsmeistaraliðsins gegn Haukum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Sunnudagsmessan: Hver verður í markinu hjá Arsenal?

Markvarðamálin hjá Arsenal eru sívinsælt umræðuefni hjá áhugamönnum um enska fótboltann. Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins fékk Jens Lehmann til liðsins á dögunum og í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 veltu sérfræðingar þáttarins því fyrir sér hvort Lehmann yrði í byrjunarliðinu í næsta leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sunnudagsmessan: Er Eiður hættur með landsliðinu?

Eiður Smári Guðjohnsen var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar velti Guðmundur Benediktsson upp þeirri spurningu hvort framherjinn hjá Fulham væri búinn að leika sinn síðasta A-landsleik. Eiður var sem kunnugt er ekki valinn í leikmannahóp Íslands sem mætir Kýpur í undankeppni EM um næstu helgi. Hjörvar Hafliðason og Rúnar Kristinsson ræddu málin við Guðmund.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pétur Ingvarsson: Við mættum hingað til þess að sigra

Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka mætti með lið sitt vel undirbúið til leiks og snigilhraði var á sóknarleik liðsins. Allt samkvæmt áætlun því Haukarnir töpuðu með 42 stig mun í deildarleiknum gegn Snæfelli í vetur. "Við mættum hér til þess að vinna og ég get lofað því að við munum mæta með sama hugarfari í leikinn á Ásvöllum. Við fórum illa með þá í fyrri hluta leiksins en okkur gekk illa að skora gegn svæðisvörn þeirra. Færin komu en við nýttum þau ekki en við finnum út úr því fyrir næsta leik,“ sagði Pétur eftir 76-67 tap Hauka í Stykkishólmi í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Nonni Mæju: Það var ótrúlegt andleysi í byrjun

"Það var ótrúlegt andleysi í byrjun og það var eins og menn væru enn að hugsa um 42 stiga sigurinn gegn þeim í deildarkeppninni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn nýliðum Hauka í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Jón eða "Nonni Mæju“ var langt frá því að vera sáttur við leik liðsins þrátt fyrir sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

IE-deildin: Erfið titilvörn framundan hjá meistaraliði Snæfells

Titilvörn Íslandsmeistaraliðs Snæfells úr Stykkishólmi hefst fyrir alvöru í kvöld þegar liðið tekur á móti nýliðum Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 s.l. mánudag fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna með Guðjóni Guðmundssyni. Samantektina má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

Körfubolti
Fréttamynd

IE-deildin: Svali og Benedikt telja að Keflavík fari langt í úrslitakeppninni

Átta liða úrslitin í Iceland Express deild karla halda áfram í kvöld og þar sem Keflavík sem endaði í þriðja sæti deildarinnar leikur gegn ÍR sem endaði í sjötta sæti. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir málin með Guðjóni Guðmundssyni íþróttafréttamanni.

Körfubolti
Fréttamynd

Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið.

Körfubolti
Fréttamynd

IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð

"Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið,“ sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign.

Körfubolti
Fréttamynd

Aron: Við vorum hræðilegir

Aron Pálmarsson segir að íslenska landsliðið hafi spilað hræðilega í leiknum gegn Þýskalandi í dag. Ísland tapaði með ellefu marka mun, 39-28.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Lélegir á öllum sviðum

Sverre Jakobsson gat ekki skýrt hvað fór úrskeðis hjá íslenska landsliðinu í dag er liðið tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28.

Handbolti