William & Kate

Fréttamynd

Prinsessan greinilega sátt við brúðkaupsnóttina

Ef meðfylgjandi myndir, sem teknar voru af Vilhjálmi Bretaprins, 28 ára, og Katrínu Middelton, 29 ára, í dag, laugardag, eru skoðaðar líta þau út fyrir að vera í sjöunda himni eftir brúðkaupið þeirra sem fram fór í Westminster Abbey í gær að viðstöddu fjölmenni. Þá má einnig sjá þyrluna sem flaug með hjónakornin burt frá Bretlandi á ónefndan stað þar sem þau ætla að eyða helginni saman. Opinberu brúðkaupsmyndirnar sem teknar voru af þeim eftir athöfnina má einnig skoða í meðfylgjandi myndasafni.

Lífið
Fréttamynd

Brúðhjón dönsuðu fram á nótt

Vilhjálmur prins og Katrín Middleton fögnuðu brúðkaupsdegi sínum ásamt um þrjúhundruð vinum og vandamönnum í veglegri veislu Buckingham höll í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Bernskuheimili Katrínar til sölu á hundrað milljónir

Ef þú átt hundrað milljónir liggjandi á lausu gætir þú náð þér alvöru minjagrip um brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar hertogaynju. Bernskuheimili Katrínar er nefnilega til sölu á þessum spottprís. Húsið heitir West View og er nálægt borginni Reading. Katrín bjó í húsinu til þrettán ára aldurs. Foreldrar hennar seldu það árið 1995 fyrir um 27 milljónir en verðmiðinn sem núverandi eigandi hefur sett á húsið hefur væntanlega eitthvað með breytta stöðu Middleton-dótturinnar að gera.

Erlent
Fréttamynd

Sjáðu hattana og kjólana

Hattanir og kjólarnir voru misfallegir eins og þeir voru margir í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hattur Victoriu stal senunni. Hún var stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl. Þá var hún klædd í kjól eftir sjálfa sig og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. Eiginmaður hennar, David var klæddur í Ralph Lauren smóking. Sjáðu brúðarkjól prinsessunnar hér og skvísuna sem skyggði á prinsessuna þennan dag.

Lífið
Fréttamynd

Brúðkaupið dró Íslendinga úr símanum

Notkun á farsímaneti Vodafone dróst nokkuð saman í morgun samanborið við hefðbundinn föstudag á meðan brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton, nú hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, stóð yfir. Mestur var samdrátturinn í upphafi vígsluathafnarinnar í Westminster Abbey, en símnotkun færðist smám saman aftur í eðlilegt horf eftir því sem leið á athöfnina. Landsmenn virðast hins vegar hafa flykkst að sjónvarpsskjánum við lok athafnarinnar þegar brúðhjónin gengu út og óku með hestvagni sem leið lág til Buckingham hallar við mikinn fögnuð gríðarlegs mannfjölda sem fylgdist með. Almennt eykst farsímanotkun jafnt og þétt eftir því sem líður á daginn. 29. apríl var hins vegar frábrugðinn öðrum dögum eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem áhrif hins konunglega brúðkaups eru greinileg.

Innlent
Fréttamynd

Konunglegur koss

Meðfylgjandi má sjá fyrsta opinbera koss Vilhjálms og Katrínar á svölum Buckingham hallar í dag. Eins og heyra má brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á meðal fjöldans þegar prinsinn kyssti prinsessuna sína.

Lífið
Fréttamynd

Prinsinn orðinn hertogi, barón og jarl

Vilhjálmur Bretaprins hefur verið gerður að hertoganum af Cambridge en amma hans drottningin sæmdi hann titlinum í morgun. Vilhjálmur fær einnig titlana jarlinn af Strathearn og Baróninn af Carrickfergus.

Erlent
Fréttamynd

Beckham hjónin mættu í sínu fínasta pússi

Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton fer fram í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í borginni til þess að berja kóngafólkið augum. Meðfylgjandi má sjá myndir af David Beckham og Victoriu konu hans þegar þau mættu í brúðkaupið í morgun en mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjöldans. Victoria er stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl, í kjól eftir hana sjálfa og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. David er ekki síðri, klæddur í Ralph Lauren frá toppi til táar. Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn lýsa því sem fyrir augu ber í beinni útsendingu á Stöð 2 og Visir.is. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni.

Lífið
Fréttamynd

Segir Kate já? - brúðkaupið í beinni á Vísi

Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton fer fram í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í borginni til þess að berja kóngafólkið augum enda ekki á hverjum degi sem verðandi krónprins Breta gengur í hnapphelduna. Útsendingin hefst klukkan sjö en sjálf athöfnin klukkan tíu. Hægt er að fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 í opinni dagskrá.

Erlent
Fréttamynd

Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal

"Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu,“ segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London.

Innlent
Fréttamynd

Stóra stundin nálgast

Katrín Middleton kom á Goring hótelið í miðborg Lundúna nú í kvöld. Þar mun hún dvelja í nótt, en hún og Vilhjálmur Bretaprins munu ganga í hjónaband á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Smokkar og tepokar konunglega merktir

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brota brot af því sem framleitt hefur verið í tilefni af konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer á morgun. Eins og sjá má á myndunum eru smokkar, dúkkur, brúðkaupspizzur, te, bjór og ælupokar sérmerktir brúðhjónunum fáanlegir í verslunum í tilefni morgundagsins.

Lífið
Fréttamynd

Grunaðir um að hafa ætlað að spilla fyrir hátíðahöldunum í London

Um 20 manns hafa verið handteknir í Bretlandi í dag, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að spilla fyrir hátíðahöldunum í London á morgun þegar Vilhjálmur Bretaprins gengur að eiga Kötu Middleton. Breska lögreglan réðist inn í fimm íbúðir sem hústökumenn hafa tekið yfir og í einu þeirra voru 14 handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Klæðnaður prinsessanna

Carolina Herrera var einn af gestunum í brúðkaupi Karls og Díönu. Hún ræðir hér muninn á Kate Middleton og Díönu og fleira. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Fylgist einnig með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í fyrramálið.

Lífið
Fréttamynd

Brúðarkjóll Díönu prinsessu

Rætt við David Emanuel um brúðarkjól Díönu prinsessu og viðburðaríkan aðdraganda brúðkaupsins. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Legóbrúðkaup Vilhjálms og Kötu

Gríðarstórt líkan af brúðkaupi Vilhjálms og Kötu hefur verið byggt úr Legókubbum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 180 þúsund Legókubbar fóru í smíðina og 400 Legókarlar tákna brúðkaupsgestina. Átta vikur tók að smíða líkanið sem verður til sýnis í Vísindasafninu í Manchester frá deginum í dag.

Lífið
Fréttamynd

Sittu heima ódámurinn þinn

Boð til sendiherra Sýrlands um að vera viðstaddur brúðkaup þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton hefur verið dregið til baka. Boðið hefur sætt gagnrýni vegna þeirrar hörku sem stjórnvöld í Sýrlandi beita andófsmenn.

Erlent
Fréttamynd

Kóngafólkið setur upp hatta

Fáir muna eftir skónum sem Díana prinsessa klæddist þegar hún gekk að eiga Karl og núna er veðjað á kórónuna sem Kate Middleton mun setja upp á morgun. Margir eru spenntir að sjá brúðarkjólinn sem Kate klæðist og stóra spurningin er hvaða hönnuður hannar kjólinn. Endalausar spekúlasjónir eru um hárgreiðslu brúðarinnar og að ekki sé minnst á skartið. Ekki má gleyma útvöldum gestunum sem verða 1900 talsins en hefðin er að konungbornar konur sem og aðrar sem fá að vera viðstaddar athöfnina setji upp skrautlega hatta í tilefni dagsins. Meðfylgjandi má skoða nokkra slíka.

Lífið
Fréttamynd

Sjáðu hvað prinsessan er alltaf smart

Ný könnun sýnir að vinsældir Kate Middleton, 29 ára, verðandi eiginkonu Vilhjálms bretaprins, eru jafnmiklar og vinsældir Díönu prinsessu, móður hans heitinnar. Burtséð frá vinsældum má skoða þessa stórglæsilegu prinsessu sem er ávallt settleg og til fyrirmyndar þegar kemur að klæðnaði í meðfylgjandi myndasafni.

Lífið
Fréttamynd

Veðjaði á hvaða kórónu Kate mun bera - gæti unnið milljónir

Kona ein í Bretlandi gæti orðið þrettán milljónum króna ríkari ákveði Kate Middleton að bera sömu kórónu og Elísabet Englandsdrottning bar í sínu brúðkaupi þegar hún gengur að eiga Vilhjálm krónprins á föstudaginn kemur. Veðmálafyrirtækið Ladbrokes er nú hætt að taka við veðmálum um hvaða kórónu Kate verður með, eftir að miðaldra kona veðjaði sex þúsund pundum á að Middleton myndi bera kórónuna góðu. Kórónan er 180 ára gömul og var mikið notuð af Viktoríu drottningu og Maríu drottningu auk þess sem móðir Elísabetar bar hana af og til.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair er ekki boðið

Tony Blair er ekki boðinn í brúðkaup þeirra Vilhjálms og Kate á föstudaginn. Raunar ekki heldur Gordon Brown og frú. Hinsvegar er Margrét Thatcher sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra boðin.

Erlent
Fréttamynd

Prinsessan hefur hrunið í þyngd

Dyngjudömurnar Björk Eiðsdóttir og Nadia Katrín Banine spjalla um væntanlegt brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton sem gifta sig á föstudaginn kemur í meðfylgjandi myndskeiði. Þær eru sammála því að þyngdartap Kate tengist væntanlega gríðarlegu álagi sem hvílir á henni fyrir daginn stóra sem öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Þær ætla að kryfja brúðkaupið í þættinum þeirra Dyngjan klukkan 21:05 í kvöld á Skjá einum.

Lífið
Fréttamynd

Áhyggjur vegna brúðkaupsmótmæla

Breska lögreglan hefur áhyggjur af tveim hópum sem vilja hafa sig í frammi þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton gifta sig á föstudaginn. Annarsvegar eru það samtök múslima sem kalla sig Múslimar gegn krossferðum. Þau sætta sig ekki við skilyrði sem lögreglan hefur sett fyrir því að þau fái leyfi til mótmælastöðu.

Erlent
Fréttamynd

Lífvörður hraunaði yfir Kate Middleton á Facebook

Hinn átján ára gamli Cameron Reilly, sem er í lífvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar, verður ekki á meðal lífvarða þeirra Vilhjálms krónprins og Kate Middleton þegar þau ganga í það heilaga eins og stóð til. Ástæðan er sú að hann fór miður fögrum orðum yfir krónprinsessuna tilvonandi á Facebook síðu sinni. Hann var ekki ánægður með stúlkuna sem honum fannst sína sér litla virðingu á dögunum: „Hún og Vilhjálmur keyrðu fram hjá mér á föstudaginn var og eina sem ég fékk var smá vink á meðan hún horfði í hina áttina. Heimska snobbaða belja, ég er greinilega ekki nógu góður fyrir hana!“

Erlent
Fréttamynd

Kate jafnvinsæl og Díana

Ný könnun sýnir að vinsældir Kate Middleton, verðandi brúðar Vilhjálms bretaprins, eru jafnmiklar og vinsældir Díönu prinsessu, móður hans heitinnar.

Lífið
Fréttamynd

Skrópar í brúðkaupi

Krónprinsinn í Barein mun ekki mæta í brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar unnustu hans á föstudaginn vegna ófriðar í heimalandi hans. Salman bin Hamad Al-Khalifa sagði að það væri með mikilli sorg sem hann hefði komist að þessari niðurstöðu. Hann sagði að hann hefði vonast til þess að ástandið í Barein myndi batna svo að hann gæti mætt.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2