Tíska og hönnun

Fréttamynd

„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“

Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum.

Lífið
Fréttamynd

Þrír hönnuðir, eitt eldhús

Hönnuðirnir Noz Nozawa, Darren Jett og Joy Moyler fengu það hlutverk frá Architectural Digest að hanna sama eldhúsið, öll á sinn hátt. Allir hönnuðirnir voru sammála um það að fríska þyrfti upp á rýmið en voru þó með ólíkar hugmyndir um hvernig væri best að gera það.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi

Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Tískufrömuðurinn Issey Miyake látinn

Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést af völdum krabbameins í lifur á föstudag og hefur jarðarför hans þegar farið fram í kyrrþey, segja japanskir fréttamiðlar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Stíllinn minn verður af­slappaðri með tímanum“

Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sveppa­hringur slær heims­met

Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar.

Erlent
Fréttamynd

Segir gler­augun ekki keypt á AliExpress

Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum.

Lífið
Fréttamynd

Myndhöggvarinn Claes Oldenburg er látinn

Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega.

Erlent
Fréttamynd

Kara hvetur fólk til að gera betur

Kara Kristel Signýjardóttir er förðunarfræðingur, móðir og áhrifavaldur með meiru. Hún er með stóran fylgjendahóp og hefur nú nýverið fjallað um skaðsemi tískuiðnaðarins á Instagram og gert tilraun til þess að ýta undir umhverfisvænni neyslumynstur hjá fylgjendum sínum.

Lífið
Fréttamynd

„Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“

Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vilja vekja athygli á því að rusl er gull

RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest.

Menning