Fréttir

Fréttamynd

Á annað hundrað látnir í Mjanmar

Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Karlar eiga mjög erfitt með að viður­kenna risvandamál

Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent íslenskra karla, sem eru á aldrinum sextíu til sjötíu ára eiga við risvandamál að stríða, sem reynist mörgum erfitt að viðurkenna. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis æðasjúkdómar, taugasjúkdómar, hormónaröskun eða sjúkdómar í lim.

Innlent
Fréttamynd

Jagúar, skraut­leg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“

Tveir menn sem fóru erlendis til þess að sækja gamla Jagúar-bifreið, sem innihélt mesta magn kristal-metamfetamíns sem fundist hefur hér á landi, áttu aðeins að fá hálfa milljón króna greidda fyrir. Götuvirði efnanna er sagt tvö hundruð milljónir króna. Mennirnir eru heimilislausir og bjuggu saman í bíl áður en þeir voru handteknir. 

Innlent
Fréttamynd

Greiða at­kvæði um verk­fall á Grundar­tanga

Undirbúningur er hafinn að atkvæðagreiðslu á um vinnustöðvun félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness sem starfa í álveri Norðuráls á Grundartanga. Stéttarfélagið segist skynja lítinn samningsvilja af hálfu fyrirtækisins og því sé vinnustöðvun það eina í stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Kæra skóg­rækt við Húsa­vík vegna rasks á varp­lendi fugla

Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Loka­æfing fyrir al­myrkva

Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að bæjar­stjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjar­full­trúar

Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu. 

Innlent
Fréttamynd

Saka lög­regluna um að rægja Kín­verja

Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum.

Innlent
Fréttamynd

Verður aflífaður eftir allt saman

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað að hundur af gerðinni American Akita, sem hefur bitið mann og þrjá hunda, skuli aflífaður eftir allt saman. Eigandi hundsins kærði ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar um aflífun en þeirri kröfu hefur nú verið hafnað af úrskurðarnefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að mörg hundruð séu látin

Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi.

Erlent
Fréttamynd

Vara við þjófum sem dul­búa sig sem ferða­menn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvort hægt sé að flýta upp­byggingu í Úlfarsárdal

Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin.

Innlent